Vikan


Vikan - 15.07.1954, Blaðsíða 14

Vikan - 15.07.1954, Blaðsíða 14
Þjófar leika á lögregluna LÖGREGLAN í Shoreditch hafði öðr- um hnöppum að hneppa en að glápa á Charlie Tite, manninn sem hreins- aði gluggana á lögreglustöðinni. Hún hafði í nógu að snúast. Til dæmis þurfti að leita að þessum Leonard Hay- cock, sem brotist hafði út úr tukthúsinu í Winchester fyrir sex mánuðum og enn lék lausum hala. Tite var — Haycock. Hann er þó engan veginn fyrsti lögbrjóturinn, sem felur sig undir nefinu á lögreglunni — í fyllstu merkingu þess orðs. Þegar franska lög- reglan fyrir tveimur árum handtók mann, sem hún var búin að leita að óratíma, kom í ljós, að hann hafði leynst í herbergi á lögreglustöðinni. Nokkrir ósviknir þorparar hafa sýnt jafnvel meiri óskammfeilni. Þeir hafa til dæmis brotist inn í fangelsi. I Shawnee- town í Bandaríkjunum voru tveir menn handteknir fyrir að ráðast inn í tugthús staðarins og stela 2,000 krónum frá fanga. Svipað rán framdi ítalskur bófa- flokkur í Sondrio fyrir þremur árum. Hann braust inn í fangelsi bæjarins, sprengdi upp peningaskáp og komst und- an með nærri 25,000 krónur. Hinsvegar lágu háleitari hugsjónir á bak við, þegar maður einn í Vestur-Afríku braust inn í Swakopmund fangelsið. Hann hélt beint á fund kvenfanga eins, sem hann vildi fá að giftast, af því að fyrri gifting þeirra hafði reynst ólögleg. I Michigan kom það einu sinni fyrir, að fangaverðirnir áttu í mestu erfiðleikum með að halda uppgjafafanga einum utan fangelsismúranna. Honum féll svo vel líf- ið í fangelsinu, að þegar hann var látinn laus, sagaði hann í sundur rimlana á gamla klefanmn sínum og skreið inn. Margir óforbetranlegir þrjótar virðast annars hafa af því hið mesta yndi að skaprauna lögreglunni. Sumir bíræfnustu þjófnaðirnir hafa verið framdir í húsa- kynnum hennar. Japani nokkur var handtekinn í Tokyo, grunaður um vasaþjófnað. Hafði lögreglan nokkurntíma efast um sekt hans, eyddust efasemdirnar nokkrum mínútum síðar. Náunginn stal peningum úr skrifborði eins lögreglufulltrúans og viðbót úr vasa annars. Hann hefði sennilegast sloppið burtu með þýfið, ef annar fangi hefði ekki ljóstrað upp um hann. Alie N’Jie, svertingi hjá brezku jám- brautafélagi, mun ef til vill hafa ætlað sér að gera lögregluna að athlægi, þegar hann í nóvembermánuði 1952 læddist inn á lögreglustöð í London og stal flautu úr frakkavasa kvenlögregluþjóns. En sá hlær bezt, sem síðast hlær: Lögreglan hafði upp á surti og fékk hann dæmdan í þriggja mánaða fangelsi. Maður skyldi ætla, að naumast væri til öruggari staður fyrir peningaskáp heldur en lögreglustöð. Þó kom það fyrir í Isling- ton 1947, að þjófar stálu úr einum slík- um skáp verðmæti, sem virt var á 10,000 krónur, og höfðu þó fyrst orðið að ganga í gegnum sjálfa vakstofuna. Svipaðir þjófnaðir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum, því að fyrir þremur ár- Evrópu — 42 eigi að síður — 44 frumefni — 45 skál — 47 gjaröir — 48 brenna — 49 ójafna — 51 sögn — 52 orsaka — 53 fjöru •— 54 hljóðið 55 löðuð að — 56 á plöntu — 58 „öfugur“ púki — 59 leynd — 60 væta — 62 einkennisbókstafir — 63 tónn. 724. KKOSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 heimili þjóða — 4 reiðskjóta — 7 vegur — 10 mannsnafn ■— 11 Ás — 12 dráp — 14 tveir eins — 15 feldur —- 16 hljóð —■ 17 hætta — 18 ávöxt- ur — 19 matvæli----20 streng — 21 fletið — 23 hávaði — 24 vísu — 25 fjöll — 26 kvenmannsnafn — 27 göm- ul — 28 óþrif — 29 tóntegund — 30 málfræðiheiti — 32 verzlunarmál, sk. st. — 33 brjóst —- 34 hugur — 35 bókstafur —• 36 drakk — 37 ung- viði — 38 sjór — 39 ílát — 41 grind — 42 meidd — 43 nautnalyf — 44 húsdýr — 45 byrði — 46 hestur — 47 umbrot — 48 fela — 50 hjálparsögn — 51 glitra — 52 spenna — 53 tónn — 54 rugl — 55 úrkoma — 56 ávöxt- ur — 57 krydd — 59 knýja vatn — 60 tímamælirinn — 61 eldstó -— 62 iþrótt — 63 samtenging (forn) — 64 hagsýnn. Lóðrétt skýring: 1 farartæki — 2 fugl — 3 frum- efnistákn — 4 alda — 5 fæða — 6 tónn — 7 stilla — 8 frísk — 9 greinir 11 ró -— 12 skógur — 13 eyddu — 15 skarð — 16 dirfast — 17 farartæki — 18 gabb (slanguryrði) — 19 maður — 20 hlíf — 22 nægi- leg — 23 ættarnafn — 24 vopn — 26 byggð — 27 snjór — 29 skordýr — 30 negra — 31 máltið — 33 hljóð — 34 skrafa — 35 hljóð — 36 flík — 37 basla — 38 hrósa — 40 haf — 41 borg í Lausn á 723. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1 kveinum — 7 saknæmt •— 14 lak •— 15 Úral — 17 laugar — 18 ella •— 20 trall — 22 tina — 23 svark — 25 ana — 26 bur — 27 S.A. — 28 Sog — 30 draum — 32 sk. — 33 und — 35 trúaður — 36 ævi — 37 Ebbi -- 39 órar -— 40 — skrælþornaður — 42 skrá — 43 unun — 45 lóa — 46 þursinn — 48 afl — 50 ær — 51 karat — 52 aaa — 54 lú — 55 mak — 56 sút —- 58 rum- ur — 60 arar — 62 asnar — 64 raga — 65 sólfar — 67 iðin — 69 guð — 70 Tatarar — 71 atgeira. Lóðrétt: 1 klessur — 2 valvan — 3 ekla — 4 nú — 5 urt — 6 mara — 8 all — 9 K.A. — 10 nutum — 11 Ægir — 12 man — 13 traðkir — 16 Landa- kotstúni — 19 ars — 21 larð — 24 kotbæ — 26 bur — 29 grillur — 31 auðnuna — 32 svar — 34 dekra — 36 æruna — 38 brá — 39 óðu — 40 skór — 41 annar — 42 slæpast — 44 flúraða — 46 þak — 47 rass — 49 flugur — 51 karfa — 53 aur — 55 malt — 57 taða — 59 magi— 61 róa — 62 ara — 63 rit — 66 ar — 68 ng. um ákvað lögreglan í Boston að koma fyr- ir þjófagildrum í aðalbækistöðvum sín- um. I bæ einum í nánd við Róm tókst ófyrir- leitnum náunga að fá gjaldkerastarf í ríkisfangelsi. Hann stal á skömmum tíma nærri 200,000 krónum. Jafnvel lögreglubílar eru ekki 'alltaf friðhelgir. Þjófar stálu einum í Padding- ton 1951, á meðan bílötjórinn og félagar hans sátu fyrir öðrum þjófum. Sama ár stálu þrír bandarískir bófar lögreglubíl — plús þremur lögregluþjónum, sem þeir heimtuðu lausnarfé fyrir. Loks þetta: Það væri óneitanlega gam- an að vita, hvort þjófurinn, sem stal 1500 krónum úr skrifborði skólastjóra eins í Michigan, hafi vitað, hver einmitt var á sömu stundu að flytja fyrirlestur í hátíðasal skólans. Fyrirlesarinn var dómari og fyrirlesturinn fjallaði um glæpi og refsingu þeirra. Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 5: 1. Kvikmyndaleikkonan Jenifer Jones. 2. Brattahlíð. 3. Venus. 4. Robert L. Stevenson. Octave Aubry. 5. Fimm. 6. 1800. 7. Formósa liggur á milli Japan og Filipps- eyja með Kinahafið vestan við sig en Kyrra- hafið að austan. Höfuðborgin heitir Taihoku. 8. Antwerpen og Amsterdam. 9. Gibraltarsundið. 10. Steinn Steinarr. HJÁKONA MUSSOLINI Framhald af bls. 13. hann hana bylmingshögg í brjóstið, svo að hún féll meðvitundarlaus á gólfið. Mussolini varð óttasleginn, er hann sá, hvað hann hafði gert, og reyndi að lyfta henni upp, en hafði ekki afl til þess. Hann hringdi í ofboði bjöllunni, og kom þá Navarra að vörmu spori og bar hinn máttvana likama Clarettu varlega að legubekknum og lagði hana þar fyrir. Foringinn hljóp ofsahræddur eftir vatni og stökkti þvi á enni hennar — en mínúturnar liðu og Claretta bærði ekki á sér. Augu hennar voru lokuð, og hún var snjóhvít í framan eins og dauðinn. BRÉFASAMBÖND Birting á nafni og heimilisfangi kostar 5 krónur. MARlA E. JÓNSDÓTTIR, Eyri og LILLY KRISTJÁNSDÓTTIR, Litlabæ (við pilta 16—19 ára) pr. Hvitanes, N-ls. — JOHAN J. VAN OASTERHOUD (29 ára frímerkjasafnari, sem skrifar ensku) Kootwúkstraat 170, Den Haag, Holland — Mrs. GISELA SCHMIDT (frímerkja- safnari, skrifar þýzku og ensku), Berlín — Frohnau, Edelhofdam 68, W.Berlín, Germany. — STEFÁN KRISTJÁNSSON (við stúlkur 16—22 ára) Korpúlfsstöðum. — FRlÐA GUÐNADÓTTIR (við pilta eða stúlkur 17—21 árs), Austurveg 67, Selfossi. — HALLBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR (við pilta eða stúlkur 20—30 ára), RAGNHILD- UR JÓNSDÓTTIR (við pilta eða stúlkur 16—20 ára) og ARNALDUR BJARNASON (við pilta eða stúlkur 11—13 ára), öll að Holti í önundar- firði, Vestur-lsafjarðarsýslu. 14

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.