Vikan - 15.07.1954, Blaðsíða 13
1
banaráð. Ekki vissi hún þá, að ummæli hennar ættu eftir að rætast með
þeim hætti, er síðar varð.
Skortur Clarettu á sjálfstrausti jókst með degi hverjum, og hún var
alltaf stöðugt að fá afbrýðisköst. Hún varð gagntekin þeirri hugsun, að
Mussolini færi á bak við hana á allan hátt. Hún var varla komin inn úr
dyrunum á Palazza Venezia, er hún tók að spyrja einkaþjóninn Navarra í
þaula um, hvað Mussolini hefði aðhafst um daginn og hvaða kvenfólk hann
hefði talað við. Navarra var sagnafár, en er stundir liðu, fór hún að heyra
sögusagnir, sem bendluðu nafn elskhuga hennar við aðrar konur, og jók
þetta mjög á vansæld hennar og afbrýðisemi.
Hún beið eins og áður tímunum saman í Zodiac-herberginu. En í stað
þess að lesa sér til dægrastyttingar eða leika hljómplötur, eins og hún
var áður vön að gera, lá hún nú á legubekknum og grét viðstöðulaust. Þeg-
ar hún kom aftur heim til sín, var hún vön að skrifa Mussolini bréf, sem
innihéldu örvæntingarfullar grátbænir, hún kvaðst, hvorki geta „lifað með
honum né án hans“.
Ennþá sendi hún honum alltaf blóm með bréfunum, en í dramatískri
mótsetningu við fyrra bréf, sem hún hafði sent honum með rósavendi, og
líkt fegurð þeirra við ástarhug hennar til hans, þá sendi hún honum núna
fjalladrapavönd daginn eftir að hún hafði rifizt heiftarlega við hann í af-
brýðiskasti, og nældi eftirfarandi línum við blómvöndinn:
„Kœri Benni,
Eg vil, að þessi blóm falli á skrifborð þitt um leið og
ást mín á þér smámsaman deyr. Eins og sérhvert blað
fellur til jarðar og deyr, eins deyr ást mín á þér. Án sólar
fölna blómvn og án daggardropa visna þau. Megi þessi
blóm vera í návist þinni, stytta þér stundir. Þau munu
endast þér eins lengi og ég hefi emst þér, því að ég lief
lifað œviskeið einna rósar — eina morgunstund.
Claretta."
Stundum fór hún ekki af ásettu ráði til hallarinnar, heldur eyddi deg-
inum heima hjá sér í eymd og volæði. Hún lá þá í rúminu og sagðist vera
svo sjúk og máttfarin, að hún gæti ekki klæðzt. Hún hringdi til hans, er
líða tók á daginn og sagði við hann:
,,Ég er veik, og það er þér að kenna. Þú ert smámsaman að gera út
af við mig“.
Þó að ást Mussolinis á Clarettu hefði tvimælalaust kólnað til muna,
stafaði það ekki einfaldlega af þvi, að hann væri orðinn leiður á henni.
Ástæðan var líka sú, að hann gekk ekki heill til skógar og valdasól hans
var líka að hníga til viðar. Itölum vegnaði ekki vel í styrjöldinni.
1 október gerðu Bretar árásir á E1 Alamein, brutust í gegnum víglínu
Þjóðverja og innikróuðu ítalska herinn, sem verið hafði á hröðum flótta.
Þrem mánuðum síðar hertóku Bretar Trípólí, og er þýzki herinn gafst upp
i Túnis i maímánuði, var bardögunum í Afríku raunverulega lokið. Þessir
sviplegu atburðir sviptu foringjann hinu gamla sjálfstrausti hans og dramb-
semi, og gerðu hann ýmist utan við sig og kærulausan eða kvíðafullan.
Ennfremur hafði krabbameinið, sem hann hafði þjáðst af í maga, tekið
sig upp á nýjan leik, og á þrem mánuðum léttist hann um nærri 22 kíló.
Hann gerðist þreytulegur og ellilegur i útliti og fékk oft þunglyndisköst.
Hið vaxandi heilsuleysi Mussolinis magnaði aðeins ást Clarettu á hon-
um, því að ástúð hennar var af mjög móðurlegum toga spunnin, og hún
hafði jafnan litið á sig sem nokkurs konar verndarengil foringjans. En
taugar hans voru i svo megnu ólagi, að þegar hann fékk slæmar fréttir að
heyra, þá bitnaði skapvonzka hans jafnan mest á henni. Hann varð þá
ruddalegur og napuryrtur við hana, þar til hún loks fór að gráta, en þá
var hann vanur að skamma hana fyrir að vera að væla, og grátur hennar
jók aðeins á geðvonzku hans og hrakyrði.
Ekki bætti heldur háttsemi Marcellos, bróður hennar, úr skák. Hann
hafði frá upphafi reynt að gera sér sem mestan mat úr sambandi systur
sinnar við Mussolini. Honum tókst að fá bæði peninga og lánstraust hjá
mörgum auðugum kaupsýslumanninum með því að þykjast geta útvegað
þeim friðindi eða hagstæða samninga við stjórnina.
Aðalástæðan fyrir þessari háttsemi Marcellos var sú, að hann hafði ó-
mótstæðilega löngun til að slá um sig og látast vera mikill maður. Gort
hans og lausmælgi um málefni systur sinnar hlaut að valda hneykslun og
getsökum meðal fólks, og stundum bárust Mussolini þessar sögusagnir til
eyrna. Mussolini varð óskaplega reiður yfir þessari ósvífnu framkomu
bróðursins, og Claretta og hann rifust oft heiftarlega af þessum sökum.
Þar kom loks, að hin hávaðasömu rifrildi þeirra urðu svo tíð og um-
töluð, að boðað var til sérstaks fundar í yfirstjórn fasistaflokksins til þess
að ræða málið.
Þegar Mussolini frétti þetta, varð hann hamslaus af bræði. Frávita af
reiði skundaði hann til Palazza Venezia, þar sem hann vissi, að Claretta
beið hans að vanda.
Þegar hann kom í Zodiac-herbergið, hellti hann sér strax yfir hana með
óbóta skömmum, bölvandi og ragnandi. Hún reyndi árangurslaust að grípa
fram í til þess að reyna að bera hönd fyrir höfuð sér, en orð hennar reittu
hann aðeins ennþá meira til reiði. Hann þrammaði þangað sem hún stóð
við legubekkinn, andlit hans eldrautt af hamslausri reiði, og þreif óþyrmi-
lega i axlir henni og skók hana fruntalega.
Þar sem Claretta var líka mjög taugaspennt og uppnæm um þessar
mundir, missti hún allt vald yfir sjálfri sér við þessa meðferð. Hún
hrópaði, að hann væri hrottamenni og hugleysingi, og í blindu æði sló
FramhsUd á bls. 1J/.
LÉTT-BLENDI
Eyðir loftrúmum í steypunni og mýkir,
eru margfalt frostþolnari en venju-
legar steypur.
Tryggið gæði og varanleik bygginga
yðar með því að nota LÉTT-BLENDI.
SÖLUUMBOÐ:
H.Benediktsson & Co. H.F.
HAFNARHVOLL. REYKJAVÍK
Snyrtivörur
Einka-umboð:
íslenzka-erlenda verzlunarféiagiö h.f.
Garðastræti 2—4. — Sími 5333.
13