Vikan


Vikan - 15.07.1954, Blaðsíða 8

Vikan - 15.07.1954, Blaðsíða 8
GÍSSUR SLEPPUR AÐ HEIMAN. Gissur: Heyröu Sigursœll, komdu heim til mín klukkan ellefu. Glugginn verður opinn. Þú átt að gera einhvern hávaöa. Þá heldur Rasmína að það sé innbrotsþjófur. Ég tek þig fastan og þykist œtla með þig á lögreglustöðina. Svo förum við í veizluna hans Kráks. Rasmína: Það er einhver hávaði niðri. Það hlýtur að vera innbrotsþjófur. Gissur: Hafðu engar áhyggjur, Rasmína. Ég skal ná honum. (hugsar) Sigursœll er seint á ferðinni. Ég hélt að hann mundi ekki koma. Gissur: Jœja, nú verð ég að leika vel. Rasmina: Halló, er það lögreglustöðin? — Sendið alla lögregluþjóna, sem þið hafið. Mað- urinn rrítinn er búinn að króa innbrotsþjóf inni. Gissur: Upp með hendumar. Ég er með byssu. Gissur: Hamingjan góða! Þeir drepa Sigursœl. 1. lögregluþjónn: Sláðu hann aftur. 2. lögregluþjónn: Settu handjámin á hann. Gissur: Þetta er ekki Sigursœll. Lögregluþjónninn: Sigursœll? Nei, þetta er Oddfreð- ur þjófur. Við erum búnir að eltast við hann í marga mánuði. Lögregluþjónninn: Lögreglustjórinn biður manninn yðar um að koma niður á lögreglu- stöð, til að talca við verðlaununum fyrir að ná Oddfreði þjóf. Rasmína: Hann er svo hugrakkur. Gissur (hugsar): Hvað skyldi hafa komið fyrir Sigursœl? Lógreglustjórinn: Þetta er skemmtileg hending. Þú fœrð fimm þúsund króna verðlaun, rétt þegar við œtlum að fara að liringja til þín, svo að þú getir borgað Sigursœl út. Lögregluþjónninn: Hann fékk 5000 króna sekt fyrir að brjótast inn i húsið við hliðina á þínu húsi. Hverju ffinna þeir upp á næst! ÆTLAÐI AÐ STOFNA „FRIÐARRÍKI“ - HAFNAÐI í TUGTHÚSINU [ÉR segir frá einni furðuleg- ustu sjóferðinni, sem farin hefur verið hin síðari ár. Upp- hafsmaður ferðalagsins var maðurinn hérna á myndinni, Hollendingur að nafni Robert Lombert. Robert er í Steinin- um þegar þetta er ritað. Holl- ensku yfirvöldin eru að reyna að gera það upp við sig, hvort hann sé samvizkulaus bragða- refur, eða bara ein af þessum sálum með „flugu í höfðinu“. Þetta byrjaði 1951 þegar Ro- bert Lombert og sex manna „ríkisstjórn“ hans lét úr höfn með skylduliði sínu á skip- inu President Roberts. Tilgang- ur ferðarinnar: Að stofna „nýtt ríki“ í Suður-Afríku. Farangur: Þrjú hundruð og þrjátíu kassar af koníaki, átta- tíu af viský, ýmsar víntegundir, kampavín, gómsætur matur, vindlar og slegnir gullpeningar. Ferðinni lauk rösklega tveim- ur árum síðar, er skipið sneri við lítinn orðstír til hafnar í Southampton — og án þess að neitt hefði orðið úr hinum stóru draumum um stofnun nýs ríkis. Skipstjórinn á skipinu, Kasi- mir Nowak, fyrrverandi foringi í pólska flotanum, sagði blaða- mönnum fyrir skemmstu söguna af ferðalaginu. „Það var sannarlega búið að fá nóg af sjónum, þetta fólk,“ sagði hann. „Ég er handviss um, að því stóð undir lokin hjartan- lega á sama um, hvar það hafn- aði. Það er heldur ekki að furða, eftir allt vínið, sem það var bú- ið að þamba.“ Ráðherrarnir í ,,ríkisstjórn“ Roberts klæddust gullbryddum einkennisbúningum. Skipstjór- anum var boðið embætti flota- málaráðherra, en hafnaði þeirri virðingarstöðu. „Ég er búinn að stunda sjó- inn í 30 ár,“ sagði hann. „En aldrei hef ég rekist á annað eins samsafn af skrítnu fólki.“ Handtaka Roberts að ferðinni lokinni byggist á því, að hann hafi svikið peninga út úr fólki og brotið hollensku gjaldeyris- lögin. Lögreglan segir að ballið hafi byrjað þegar Robert hafi tek- izt að sannfæra fjölskyldu sína og vini um það, að þriðja heims- styrjöldin væri í þann mund að hefjast. I tilefni af því hefðu „æðri máttarvöld“ útnefnt hann ,,alheimsforseta“ og falið hon- um að stjórna heiminum bak við tjöldin. Því er haldið fram, að hann hafi fullyrt, að Sir Winston Churchill biði komu hans með óþreyju í Höfðaborg, í fylgd með fyrirmönnum eins og Nott- ingham lávarði og bankastjóra Alþjóðabankans. Allt þetta gleyptu ættingjarn- ir og kunningjarnir hrátt. Svo^segir í ákæruskjali lög- reglunnar: „Robert Lombert gerði það að skilyrði fyrir þátttöku manna, að þeir létu af hendi við hann peninga. Peningunum tók hann við í nafni ,,ríkissjóðs“ hins óstofnaða „friðarríkis", og bar að líta á þetta sem bráða- birgðalán með 10% vöxtum.“ Robert hafði lögfræðing í þjónustu sinni og hafði skipað hann „forsætisráðherra“. Þessi lögfræðingur — sem raunar virðist hafa verið engu minna barn en hinir ,,landnemarnir“ ^ ' ■ ' — var sendur til London, til þess að festa kaup á skipi. Að Robert hafi þá haft nóga pen- inga má sjá af því, að listi- snekkjan, sem keypt var, kost- aði rúma milljón! Skipið kom til Ostend 1951 og tóku átján væntanlegir far- þegar á móti því, þar á meðal faðir Roberts, móðir hans, þrír bræður og þrjár systur. Efnt var til „opinberrar móttökuhá- tíðar“, þar sem Robert mætti í himinbláum einkennisbúningi og með veldissprota. Þegar há- tíðin stóð sem hæst, var hann „krýndur“ eftir öllum kúnstar- innar reglum og lesin upp „kveðja frá páfanum"! Látum Nowak skipstjóra ljúka við söguna: „Áður en ferðin hófst, kom prestur til þess að blessa okkur. Hann hafði með sér kór, sem í voru að minnsta kosti 20 nunn- ur. Nokkru síðar kom Robert upp í brú. Hann var í fádæma skrautlegum einkennisbúningi, kallaði sjálfan sig „forseta" og heimtaði, að dreginn yrði að hún sérstakur ,,forsetafáni“, sem hann hafði látið búa til. Mér finnst núna eins og allt hafi komið fyrir á þessu ferða- lagi, nema hvað okkur tókst einhvernveginn að halda skip- inu á floti. Það var siglt á okk- ur við Portúgal, við strönduð- um í Tangier, fengum sekt á Canaryeyjum og vorum hund- eltir af lögreglunni í Marocco. Robert hafði látið slá sér- staka mynt handa sér. Enn- fremur hafði hann látið búa til heiðursmerki úr skíru gulli. Hann sæmdi alla karlmenn leiðangursins tignarheitum og veitti þeim hin mikilvægustu ,,embætti“. Allt öðru máli gegndi um konurnar. Hann mælti svo fyrir, að þær yrðu að vinna honum hollustueið og hneigja sig djúpt fyrir honum, þegar hann yrði á vegi þeirra. Nowak skipstjóri sagði fréttamönnunum, hvernig Ro- bert hefði slegið embættismann í La Corunna til riddara með silfurbúnu viðhafnarsverði. Síðan var haldið til Norður-Afr- íku. En þá fór að brydda á óá- nægju meðal sumra farþeganna. Nokkrum þeirra tókst að fá fé sitt endurgreitt og fóru af skiþ- inu. Þegar það að lokrnn sneri til baka til Southampton, höfðu ,,landnemarnir“ týnt svo mjög tölunni, að eftir um borð voru aðeins Robert, foreldrar hans, bræður og systur. Skipið var selt, og þegar Ro- bert sneri heim til Hollands, var hann handtekinn. Hvað varð um heiðursmerkin úr gullinu ? Þau voru brædd upp, þegar leiðangurinn varð pen- ingalítill. Og koníakskassarnir, wiskýið og vínið? „Þetta var að mestu drukkið upp á ferðalaginu,“ segir Now- ak skipstjóri. „Afgangurinn var seldur í Englandi.“ HLESSAH BARNIi Pabbinn: Hvert ertu að fara með nýja tilraunakass- ann þinn? Lilli: Ég œtla að sýna strákunum hann. Pabbinn: Hvað hefur nú komið fyrir drenginn? Pabbinn: Æ-nei, hann hefur ekki getað sprengt sig í loft upp með þessum litilfjörlegu tækjum. Siggi: Finnst þér ekki gaman að leika Indíána, Lilli? ‘ Lilli: Jú, það cr samt mest gaman að gcfa merici með reykn- r.m. 8 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.