Vikan


Vikan - 15.07.1954, Side 3

Vikan - 15.07.1954, Side 3
Á einum stað i sölum Atlantshafsbandalagsins: Brosleitur maður í sjóklœðum ------------------- IÞREMUR síðustu blöðum hefur verið sagt lítillega frá ferð til Englands og Frakk- lands í boði Atlantshafsbandalagsins. Okkur var sagt í París, að tilgangurinn með þessrnn heimsóknum væri innbyrðis kynning bandalagsþjóðanna. Að kjör- orðið væri: „Þekktu nágranna þinn.“ Að enginn mundi reyna að segja okkur um hvað við ættum að skrifa — né hvernig við ættum að skrifa — en að við gætum spurt bandalagsstarfsmenn spjörunum úr og þeir mimdu svara eftir beztu getu. Það voru haldnir með okkur tveir upp- lýsingafundir í París, þessum ellefu blaða- mönnum frá sex löndum, sem þangað komu í maí. Þar lýstu forustumenn samtakanna tildrögum að stofnun þeirra og verkefnum í ár og í nánustu framtíð. Síðan var spurn- ingatími. En þessum fundum var þannig háttað, að allar ræður voru túlkaðar jafn- óðum á ensku eða frönsku, allt eftir því, hvort málið ræðumenn notuðu. Heyrnartól við sæti áheyrandans gerði honum kleift að „stilla inn á“ bæði tungumálin, þannig að hann gat (svo dæmi sé nefnt) fengið ensku þýðinguna á því, sem franski full- trúin var að segja, um leið og sá sleppti orðinu. í SKRIFSTOFUNUM Ég minnist þess ekki að hafa áður komið í opinbera stofnun þar sem ríkt hafi jafn alþýðleg kurteisi og menn almennt verið jafn blessunarlega lausir við yfirborðs- mennsku og óþarfa mælgi eins og í skrif- stofum Atlantshafsbandalagsins í París. Þær eru til húsa í Palais de Chaillot, í kall- Fáni bandalagsins blaktir steinsnar frá Eiffel-turninum færi við Eiffelturninn. Við sátum þar há- degisverð samtakanna, og ég get nefnt það sem dæmi um, hve lítið jafnvel hinir æðstu menn þarna láta yfir sér, að einn þeirra — hershöfðingi — kom of seint til veizlunnar — „af því að ég missti af str ætisvagninum* ‘. Víða á veggjum þessarar stórbyggingar Sundurleitir en samhentir eru myndir úr starfsemi Atlantshafs- bandalagsins og fróðleg línurit. Á einum stað gefur að líta myndir af hermönnum frá bandalagsþjóðunum, það er að segja af þrettán hermönnum í varðstöðu og ein- um brosleitum manni sjóklæddum. Les- endum Vikunnar mun ef til vill þykja fróð- legt að frétta, að maðurinn í stakknum er Islendingurinn í þessu myndasafni. F YL GDARMAÐ URINN Við höfðum fylgdarmann frá Atlants- hafsbandalaginu með okkur í Englands- ferðinni, kanadiskan borgara að nafni Paul Lieven. Þetta er maður um fimm- tugt, fæddur í einhverju Eystrasaltsland- anna, skólagenginn í Svisslandi og mikill heimsborgari. Hann barðist í síðustu heimsstyrjöld og varð höfuðsmaður, en er annars blaðamaður að atvinnu og auglýs- ingamaður og hefur farið ákaflega víða. Hann talar frönsku reiprennandi og ensku, getur bjargað sér í rússnesku, pólsku, ítölsku, spænsku og portúgölsku og kann að segja rödgröd meö flöde paa á ‘dönsku og sterkasta afbrigðið af haltu pér saman á íslenzku. Rödgröd med flöde paa bar hann fram með tilheyrandi skorti á r-hljóðum, og þótti setningin að vonum einhver sú skoplegasta, sem hann hafði kynnst á ferðum sínum. Að Atlantshafsbandalaginu standa þjóð- Ismay lávaröur, framkvæmda stjóri A-bandalagsins, er nú staddur hér í heimsókn ir með hina ólíkustu skapgerð og erfða- venjur og menningarsjónarmið. í fljótu bragði sýnist þetta því allsundurleitur hóp- ur, og má það heita því meira þrekvirki að takast skyldi að sameina hann eins og gert hefur verið í þessum voldugu sam- tökum. Þess er enda skemmst að minnast, að ein bandalagsþjóðanna stóð í styrjöld við núverandi vopnabræður sína, og rifj- aði hinn bráðsnjalli Paul Lieven það skemmtilega upp fyrir okkur kvöld eitt á veitingahúsi í London. Það var í ferðalok. Lieven hafði setið á tali við einn ítölsku blaðamannanna, Sikileyjarbúa að nafni Emanuele Bon- figlio, þegar hann allt í einu snýr sér að okkur og segir hlægjandi: „Haldið þið ekki, að ég hafi verið að uppgötva rétt í þessu, að vinur minn Bon- figlio reyndi að drepa mig!“ „Hvernig þá?“ „Jú, ég var í Norður-Afríku ’41 og Bon- figlio var líka kominn þangað til þess að skjóta — í mína átt, þrjóturinn, með ítalska hernum.“ — G.J.Á. Hvert sérðu? Einn af forstjórum bandariska flugfélags- ins Eastern Air Lines, áætlar, að í þau 20 ár, sem hann var atvinnuflugmaður hafi naumast færri en 10,000 farþegar spurt hann, hversu langt þeir gætu séð úr mismun- andi hæð. Þegar einn af flugmönnum Eastern Air Lines tjáði honum fyrir skemmstu, að þessar spurningar væru líka sífellt lagðar fyrir flugfreyjuna hans, tók forstjórinn sig til og reiknaði út svörin. Samkvæmt útreikningum hans er sjónarsvið ' meðalmanns við sjávarmál 2,9 mílna vítt í heiðskírú veðri. 1 100 feta hæð getur hann .séð 13 mílur; í 1000 fetum 42; í 3000 feturm 72; og í mílu hæð getur farþeginn séð til staða, sem eru í nærri 100 mílna fjarlægð. 1 10,000 feta hæð er sjónarsviðið orðið 132 mílna vítt og í 25,000 feta hæð — en hærra fljúga farþega- flugvélar sjaldnast — er það 180 mílur. Forstjórinn bætir við, að þegar farþegaflug- vélar fari að fljúga í 40,000 feta hæð, eigi far- þeginn að geta séð til staða í 250 mílna fjar- lægð. 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.