Vikan


Vikan - 24.05.1956, Blaðsíða 8

Vikan - 24.05.1956, Blaðsíða 8
Var þetta eintómur hugarburður hjá Láru? Hún stóð á því fastar en fótunum, að það væri .... Draugur í baðherberginu j^G HEF ALLTAF SAGT, að Lára hefði -*-J átt að verða ein af þessum gamaldags leikkonum í þöglu kvikmyndunum. Hún nýtur þess að leika eitthvað átakanlegt hlutverk. Hún hefur kolsvart hár og dökk augu og er á svipinn eins og stúlka, sem er búin að týna töskunni sinni eða hefur fundið mús í búrinu sínu. Jói kvæntist henni af því að hann hefur alltaf verið veikur fyrir dularfullum konum og Lára var alveg við hans hæfi. Ég samgladdist Jóa af heilum hug, þeg- ar þau fundu loks réttu íbúðina, sem þau voru búin að leita að lengi. Hún var alveg eins og þau vildu hafa hana, og Lára var svo ánægð að hún gleymdi að leika, en leit út fyrir að vera alsæl eiginkona og húsmóðir. En hvað þá? Jú, hún rekst á nágranna- konu sína, eina af þessum alvitru konum, sem ganga með skrúflykil í töskunni, til að trufla vinnu annars fólks við fyrstu hentugleika. — Þið vitið víst hvers vegna ykkur gekk svona vel að fá íbúðina ? spurði hún. — Nei, hvers vegna? — Maðurinn, sem bjó þar, hengdi sig! Auðvitað þurfti þetta endilega að koma fyrir Láru. Það var engu líkara en að hún hefði allt í einu fengið aðalhlutverkið í sakamálaleikriti. Hún gekk um, mædd á svipinn, í leit að vofum og velti því fyrir sér hvar í íbúðinni þessi hræðilegi atburð- ur hefði nú gerzt. Eg verð að játa það, að það er ekkert skemmtilegt að vita af því að einhver hafi hengt sig í íbúðinni manns, en í augum Láru var þetta reglulegt saka- mál, sem tók hug hennar fanginn. — Við getum ekki, haldið áfram að búa hér, sagði hún við Jóa. — íbúðin fer í taugarnar á mér. Þetta ásækir mig. Við verðum að flytja. — Rétt þegar við erum loks búin að finna almennilega íbúð? maldaði Jói í móinn. — Vertu ekki svona mikíll kjáni, elskan. Hvað gerir þetta til? Gleymdu því bara. — Gleyma því? Hún neri hendur sínar og það fór hrollur um hana, eins og hún ætti von á höggi frá ósýnilegri vofu. — Hvernig get ég það, þegar vesalings aum- inginn er hér alls staðar? Ég þykist vita hvar hann hefur gert það. Þarna á krókn- um yfir baðkarinu! — Á þessum? sagði Jói og rak upp hlátur. — Þennan hefur einhver gamall farlama leigjandi notað til að hala sig upp úr baðinu á . . . Hann ætlaði að segja reypi, en breytti því á síðustu stundu í streng. En Lára lét ekki sefast. — Ég er samt sem áður sannfærð um að þama hefur það gerzt, og ég get ekki hugsað til þess að baða mig hérna. Líklega er líka drauga- gangur í setustofunni og svefnherberginu. Ég sé hann fyrir mér, þar sem hann reik- ar um íbúðina og hugsar um þennan hræði- lega verknað sinn. Það er alltof hryllilegt að hugsa til þess. Einasti staðurinn, þar sem ég kann sæmilega við mig, er eld- húsið. Það er einasti staðurinn í húsinu, sem ekki er eitthvað óhugnanlegur. — ímyndun, hreytti Jói út úr sér. — Ekkert annað en sjúkleg ímyndun. Ef þetta konufífl hefði ekki sagt . . . — O-o, við hefðum komizt að því fyrr eða seinna, svaraði Lára. — Þú veizt hve næm ég er á slíkt. Það er í ættinni — einhvers konar skyggni. Þetta gerir þér ekkert til, Jói. Þú ert hér ekki aleinn allan daginn og hlustar á alls kyns hljóð. Stundum finnst mér ég heyra djúpar stun- ur . . . — Þær koma úr vatnspípunum, svar- aði Jói. — Nei, þær eru eitthvað svo ægilegar, draugurinn . . . — Jæja þá, elskan. Úr því þér líður svona . . . En við getum ekki flutt fyrr en við finnum hentuga íbúð. Það reyndist okkur nógu erfitt að fá þessa. Gagnvart vinrnn sínum varð Lára nú eins og hetja í harmleik. Þegar hún ræddi um þetta — og það gerði hún í sífellu, eins og fiðla með einrnn streng — þá fór hrollur um hana, og hún náfölnaði og sagði: — Ég skil ekki hvernig ég afber þetta. Ég mundi ekki þola það í eina ein- ustu mínútu, ef ég gerði það ekki Jóa vegna. Þið vitið hvað karlmenn eru vana- fastir. Þeim er alveg meinilla við að flytja. Ég reyni því að brosa og afbera það. En það tekur á mig. Látið það ekki koma ykkur á óvart, þó það komi í ljós ein- hvern daginn, að ég hafi farið eins að. Frú Alvitur, sem var upphafsmaður allra þessara erfiðleika, var ein af þeim, sem hún leitaði samúðar hjá. Og auðvitað sagði hún henni frá króknum yfir baðnu. — O-o, þér þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur af því, svaraði frú Alvitur um hæl. — Engin ástæða til að hætta að fara í bað. Hann gerði það ekki þar inni. eftir GREVOR ALLEN — Ekki það? sagði Lára vantrúuð. — Nei, ég held að hann hafi gert það í eldhúsinu. — I eldhúsinu ? Eruð þér vissar um það ? -— J-a, ég get auðvitað ekki verið alveg viss um það, góða mín, ég er ekki búin að búa hér lengi sjálf. En mig minnir að ég hafj heyrt . . . Þarna fór síðasta hálmstráið. Einasta herbergið þar sem hún þoldi við, þar sem hún eyddi mestum hluta dagsins og þar sem hún borðaði hádegismatinn, var nú . . . EGAR Jói kom heim af skrifstofunni um kvöldið, tók hún á móti honum með leikrænum tilburðum. — Við verðum að flytja undir eins! sagði Lára, þegar hún hafði sagt honum síðustu fréttirnar. — Ég þoli ekki við stundinni lengur á þessum stað. — En, elskan, hefurðu nú ekki fengið baðherbergið og hin herbergin aftur? sagði Jói og reyndi að beita allri sinni röksemdafærslu. — Ég á við . , . — Hvar á ég að elda og þvo upp? Hvar — Gætirðu ekki bara skotizt þangað inn snöggvast á daginn og flýtt þér svo að þvo þar upp, þegar ég kem heim, ég á við þeg- ar ég er hjá þér . . . ? Hann vissi að þetta voru ósköp máttlaus mótmæli, en honum datt ekkert annað í hug þessa stundina. Lára horfði á hann með þessum dökku harmþrungnu augum. — Skilurðu ekki, Jói, að öll íbúðin er spillt? Skilurðu ekki að ég get aldrei losnað við þessa tilfinn- ingu gagnvart baðherberginu og hinrnn herbergjunum, og nú þegar eldhúsið er líka . . . ? Nú var Jóa öllum lokið. — Jæja þá! En finnst þér það ekki mikil synd . . . Ekki svo að skilja, að hann héldi að henni væri í rauninni alvara með það sem hún sagði . . . Hann átti aðeins um eitt að velja, og hann var mest hissa á að hann skyldi ekki hafa gripið til þessa úrræðis fyrr, en hann hafði bara verið orðinn þreyttur á allri þessari vitleysu. Ég hafði litið inn til þeirra og var að hlusta á síðustu við- bótina í harmleik Láru, þegar Jói kom þjótandi inn í herbergið, en hann „hafði skroppið snöggvast út.“ — Húrra, Lára! hrópaði hann og brosti út undir eyru. — Við þurfum ekki að flytja eftir allt saman. Þetta var eintóm vitleysa! — Hvað var eintóm vitleysa? — Að maðurinn hafi hengt sig. Það gerðist alls ekki í þessari íbúð, heldur í íbúðinni hérna fyrir neðan okkur. Ég er búinn að leita upplýsinga hjá lögreglunni. — En . . . ertu alveg viss um það? — Vissulega! Þeir flettu því upp í skýrslunum sínum. Þessar alvitru konur í þessari veröld hafa sjaldnast fyrir að leita sér upplýsinga. Ilvar býr hún? — Niðri á annarri hæð til vinstri, svar- aði Lára. — Ágætt, ég fer beint niður til henn- ar, og segi gömlu nöðrunni að maðurinn hafi hengt sig í íbúðinni hennar! — Gerði hann það? spurði ég. — Nei, svaraði Jói. — En ég ætla að segja henni það samt, að hann hafi gert það, aðeins til að vita hvernig henni lízt á blikuna! Ég horfði á Láru. Virtist hún ánægð, eins og þungri byrði hefði verið létt af henni? Nei, langt því frá. Hún hafði sýnilega orðið fyrir vonbrigðum. Upp- spretta mikils harmleiks var skyndilega horfin úr lífi hennar. Nú var hún aðeins húsmcðir í ósköp hversdagslegri íbúð, sem ekkert hafði fram yfir aðrar íbúðir. Vesalings Lára! 8

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.