Vikan - 24.05.1956, Síða 13
ÞESSI LÆKNIR SEGIR: „ENGINN GETUR NOTIÐ HJÓNABANDSINS í RÍKARA MÆLI EN SA SEM
★ ★★★★★ GIFTIST UNGUR.“ * * * * * * '
ÞA.Ð er í tízku núna að giftast ungur.
Menn eru ósammála um, hvort það
sé til góðs. Ég er læknir og frá læknis-
fræðilegu sjónarmiði er ég sannfærður
um, að svo sé.
Athugum þessa nýju tízku andartak.
Hún er orðin fimmtán ára gömul. 1 Eng-
landi að minnsta kosti var það venjan, að
konur giftu sig ekki fyrr en þær voru
byrjaðar að nálgast þrítugt. Nú giftast
þær á fyrri helmingi þriðja tugsins. Einn
af hverjum þremur Bretum á aldrinum
tuttugu til tuttugu og fjögra ára er gift-
ur.
Hvað hefur valdið þessari breytingu?
Eitt sinn lifðu menn aðallega á land-
• búnaði og heimilisiðju allskonar. Börnin
unnu við hlið foreldra sinna og þótt þau
væru mörg, gerðu þau ekki foreldrana
i fátæka. Þau voru verðmætt vinnuafl. Það
voru oft erfiðir tímar, en heimilið var
ekki í hættu.
Svo kom iðnbyltingin. Fólki var hrúgað
saman í lélegu húsnæði. Fjölskyldur voru
stórar, launin lág. Fátæktin fór verst með
þá, sem áttu fyrir stórum barnahóp að
sjá. Þetta bitnaði mest á móðurinni.
Árangurinn var meðal annars sá, að
fjölskyldur byrjuðu að minnka. Breyting-
in tók að vísu langan tíma, en þegar á
miðri síðustu öld voru menn byrjaðir að
átta sig á því, að mörg börn gátu þýtt
mikla fátækt. Barnsfæðingum fækkaði
smásaman og giftingaraldurinn þokaðist
upp.
Milli heimsstyrjaldanna tveggja var
mikið og almennt atvinnuleysi. Barnsfæð-
ingum fækkaði enn. Fólk bókstaflega
þorði ekki að eignast börn. Nú er allt
gjörbreytt. I ýmsum Evrópulöndum og í
Ameríku hefur framtíð konunnar aldrei
verið glæsilegri. Tvennt veldur þar eink-
um miklu um.
I fyrsta lagi hefur afkoma fólks í þess-
um löndum aldrei verið betri. I öðru lagi
er gift fólk almennt búið að gera sér það
ljóst, að það verður að hafa einhvem
hemil á barnseignum sínum.
Árangurinn? Sífellt fleiri smella sér í
hjónabandið og giftingaraldurinn er sí-
fellt að lækka.
Barnsfæðingum fjölgar og færri giftar
konur þurfa að vinna úti. I Bretlandi (svo
að dæmi sé nefnt) er svo komið, að að-
eins ein af hverjum fimm eiginkonum
vinnur úti, samanborið við þrjár af hverj-
um fjórum ógiftum.
Það er líka svo komið í Bretlandi, að
þar er orðinn skortur á ógiftum konum á
giftingaraldri. Þetta hefur aldrei gerst áð-
ur þar í landi.
Hinar miklu framfarir á sviði lækna-
vísindanna valda hér nokkru um. Á móti
hverjum 100 meybörnum, sem fæðast,
koma ætíð um 105 sveinbörn. Meybörnin
eru hraustari og lífseigari. Nú hafa lækna-
vísindin tekið í taumana. Nú deyja þeir
ekki þessir fimm drengir, sem eru um-
fram stúlkubörnin. Á móti hverjum tíu
HERSKÁAR KONUR HÚÐSTRÝKJA KARLMENN!
j FJALLAHÉRUÐUM Mis-
L souri í Bandaríkjunum hef-
ur óvenjulegur óaldaflokkur
verið á ferðinni undanfarna
mánuði. Margir hafa orðið fyr-
ir barðinu á honum — en að-
eins karlmenn.
Þannig er mál með vexti, að
í flokki þessum eru einungis
konur. Þær fara um á hest-
baki, klæddar kuflum, og á
höfðinu bera þær síðar hettur,
svo að þær eru óþekkjanlegar.
Þær hafa valið sér það hlut-
verk, að fylgjast með siðferði
karlmannanna í „umdæmi"
sínu. Ef þær komast að þeirri
niðurstöðu, að einhver karl-
maður hafi gerzt brotlegur í
þeim efnum, gera þær honum
fyrirsát og refsa honum
grimmilega, ef þær ná honum.
Þannig varð bóndi einn fyrir
barðinu á þeim fyrir skemmstu.
Hann var á heimleið drukkinn
og átti aðeins um hundrað
metra ófarna að bæ sínum,
þegar hinir dulklæddu berserk-
ir réðust að honum. Foringi
þeirra tilkynnti honum: „Við
erum úr Eftirlitsfélagi kvenna.
Þú drekkur of mikið!“
Áður en hann slapp úr klóm
kvennanna, voru þær búnar að
afklæða hann, rjóða hann tjöru
frá hvirfli til ilja og hella yfir
hann fiðri!
Nokkrir karlmenn hafa ver-
ið húðstrýktir. Einn giftur
maður var tekinn, þegar hann
var að fylgja stúlku heim. Sið-
ferðisverðimir grmiuðu hann
um að halda fram hjá konunni
sinni. Hinar herskáu konur
voru búnar að binda hann við
tré, þegar eiginkonuna bar að.
Hann slapp við húðstrýking-
una, þegar hún gat sannað,
að stúlkan, sem hann hafði
verið í fylgd með, væri vin-
kona beggja og hefði verið
gestur þeirra um kvöldið.
Lögreglustjórar á þessum
slóðum hafa tjáð fréttamönn-
um, að þeir séu í standandi
vandræðum. Menn þori sýni-
lega ekki að bera vitni gegn
hinum sjálfskipuðu eftirlits-
konum. Þær hafa líka látið
það boð út ganga, að hver sá,
acm ljóotri því upp, hverjar
þær séu, muni hljóta verra af.
„Auk þess,“ sagði einn lög-
reglustjóranna í viðtali fyrir
skemmstu, ,,er erfitt að eiga
í stríði við konur. Maður má
eiginlega ekki beita þær sömu
tökum og ef karlmenn ættu
í hlut. Ég veit ekki, hvað við
eigum að taka til bragðs.“
Það er áætlað, að Eftirlits-
félagið hafi um 400 konum á
að skipa. Margar eru ungar
— og ógiftar.
Aginn kvað vera strangur,
trúnaðareiðar eru svarnir og
grimmilegar refsingar liggja
við því að ljóstra upp félags-
leyndarmálum.
PHILIP STREET.
ungum ógiftum konum koma þrettán ung-
ir ógiftir menn. Samkeppnin hefur aldrei
verið meiri, og það kann að vera ein af
ástæðunum fyrir því, hve fólk er farið að
ganga ungt í hjónabandið.
Hverjir eru meginkostir slíkra hjóna-
banda. Læknar líta svo á, að ungt fólk eigi
hraustustu börnin. Og þegar börnin
stækka, eru foreldrarnir enn nógu ungir
til þess að njóta til fullnustu þeirrar gleði,
sem börn geta veitt.
Peningahliðin skiptir líka talsverðu
máli. Ung hjón eiga einfaldlega auðveld-
ar með að sjá f jölskyldu sinni farborða en
hjón, sem tekin eru að reskjast.
Auðvitað héntar það ekki öllum að gift-
ast ungur. Fólk er misjafnlega lengi að
þroskast og átta sig á hlutunum. Sumu
fólki er áreiðanlega fyrir beztu að doka
svolítið við.
Þegar ungmn hjónum semur illa, ættu
þau ævinlega að leita ráða hjá lækninum
sínum — og helst bæði. Erfiðleikar þeirra
stafa oft af þekkingarskorti á hinni kyn-
ferðislegu hlið hjónabandsins. Það er mín
reynsla að minnsta kosti. Og læknir getur
oftast hjálpað þeim.
Ég er þeirrar skoðunar, að ungt fólk
græði oftast á því að gifta sig. Hjóna-
bandið verður því hvatning til að sýna
hvað í því býr.
Hvað þá um pilta og stúlkur, sem gift-
ast innan við tvítugt? Ég held að þar
sé of fljótt farið af stað. Yfirleitt hygg
ég, að þær stúlkur eigi ekki að eignast
börn, sem eru enn á vaxtarskeiði sínu.
Skýrslur sýna, að ein af hverjum fjór-
um breskum stúlkum, sem giftist 16—20
ára gömul, skilur að lokum við eiginmann-
inn. Þetta er fjórum sinnum hærri tala
en hjá þeim, sem giftast upp úr tvítugu.
Fáeinum orðum vildi ég beina til þeirra,
sem leita lífshamingjurinar með maka,
sem er annaðhvort mikið eldri eða yngri
en þeir sjálfir. Reynslan er oftast sú,
að þegar þeir eldast, virðist aldursmun-
urinn oft mun meiri en þegar þeir gengu
í hjónabandið. Þetta veldur ósjaldan mikl-
um erfiðleikum og endar stundum með
skilnaði.
Fráskilið fólk virðist annars bera mikla
virðingu fyrir hjónabandinu. Þetta lætur
kannski skrítilega í eyrum. En það er
staðreynd, að þrír af hverjum fjórum frá-
skildum reyna aftur.
Hjónaskilnaðir gerast sífellt tíðari, en
ég held samt ekki, að það sanni á neinn
hátt, að núverandi „giftingartízka“ sé
slæm. Ég held einfaldlega, að fólk sé hætt
að vilja sætta sig við óþolandi heimilir-
líf af eintómri skyldurækni. Unga fólkrð
metur hjónabandið eftir þeirri hamingjri
sem það færir því.
Það er gott þegar fólk giftist imgt. Ég'
held því ekki fram, að það verði alltaf
hamingjusamt. En ég fullyrði, að fólk,
sem giftist ungt, öðlist tækifæri til að
njóta hjónabandsins í ríkustum mæli.
— DR. JEREMY GOSLIN.
13