Vikan


Vikan - 24.05.1956, Qupperneq 19

Vikan - 24.05.1956, Qupperneq 19
RANNSÓKNIR á hegðun bama Framhald af bls. 14. um og því sem er bara ,,þykjast“, og ímyndunaraflið hleypur ekki eins með það í gönur. Samt sem áður getur það ruglazt svolítið i því, hvað hefur í rauninni gerzt og hvað gerðist bara í sögu. Á þessu skeiði geta mörg seinþrozka börn náð sér á strik, t. d. börn, sem hafa verið sein til að tala. Börnin geta tekið þozkastökk ef svo má að orði komast. FIMM ÁRA. ÞAÐ ,er jafnvel enn betri aldur. „Hann er hreinasti engill,“ segja mæð- ur fimm ára drengja. En á eftir auðsveipa fimm ára barninu, kem- ur fyrirferðarmikið sex ára barn. SEX ÁRA. HEGÐUN sex ára barnsins minnir talsvert á hinn erfiða tveggja og hálfs árs aldur. Hið viðkvæma barn á i sífelldri baráttu og er yfir sig tilfinninganæmt. Það faðmar móður sína kannski ákaft að sér aðra stundina, en æpir „Ég hata þig“ hina. Móðirin er ekki lengur miðpunkt- ur tilveru þess og það lætur það koma niður á henni. Hvað sem amar að er mömmu að kenna. Aukinn þrozki kemur oft frani í aukinni sjálf- stæðishvöt. „Nei, ég geri það ekkert, reyndu bara að láta mig gera það“. Sex ára barn á erfitt með að sætti sig við gagnrýni, ásakanir eða hegn- ingu. Ef það fær ekki hrós og hefur rétt fyrir sér, þá koma tár og ásakanir um að aðrir hafi rangt við. 1 raun og veru er það sex ára barn- inu sjálfu, sem hættir- til að hafa rangt við og jafnvel stela. Það er hægt að létta undir með barninu með þvi að gera sér það ljóst, að það á í erfiðleikum, bæði innvortis og gagnvart umhverfi sínu. Það er því rétt að leiða hjá sér eins mikið af vandræðunum og hægt er. Barnið er yfirleitt erfiðast við móður sína á þessum aldri og því ætti faðirinn að taka það meira að sér ■— og það áður en móðirin er orðin uppgefin. Eins ber að varast að láta börnin byrja of snemma i skóla, jafnvel þó þau séu álitin „gáfuð" eða þó þau séu „rétt að komast“ á hæfilegan aldur. Þó að sjö ára barn sé yfirleitt ekki eins erfitt og sex ára barn, þá á það líka við ýmsa erfiðleika að stríða 1 næsta blaði mun ég svo taka úrdrátt úr því, sem dr. Gesell og samstarfsmenn hans tveir segja um 7, 8, 9 og 10 ára börn, en hærra fara þeir ekki í rannsóknum sinum. En hafið það í huga, að aldurinn er ekki einhlýtur, heldur geta stigin færst til eftir þrozka barnanna. abragdi er þvottinum loki<J Þér þurfið ekki að eyða tímanum við þvottabalann ef þér notið WIP P . Hrærið Wipp út í heitu vatni og látið þvottinn liggja í því 2—3 tíma og skolið síðan. CliMMINS dieselvélin ryður sér æ meira til rúms í fiskiskipum. Því veldur eftirfarandi: 1. Einföld PT olíudæla, sem er jafn auðveld í stiilingu og karborator í bíl. 2. Nægar varahlutabirgðir. 3. Verksmiðjuþjálfaður viðgerðarmaður á staðhum. Fáarfleg í stærðunum 100—600 hestöfl. €W€//lg LAUGAVEGI 166 Allir Reykvíkingar verða að eignast bókina GAMLA REYKJAVÍK eftir Árna Óla BÖKAVERZLUN ISAFOLDAR SÚPUTENINGAR Ljúffengir og kraftmikl- ir, bragðbæta súpur, sós- ur og gefa matnura bið rétta bragð. Fást í 6 stykkja pökk- um, 25 í dós eða 50 i smekklegu glasL HEILDSÖLUBIRGÐIR: Eggert Kristjánsson & Co. h.f. 19 V

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.