Vikan


Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 4

Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 4
Ævintýrið um IfcPCTII PftPPft UHE. I U VHVDU Ævísaga annáluðustu kvikmyndastjörnu veraldar FORSAGA: Greta Gustafsson ólst upp f basli og fátækt f Stokkhólmi, en dreymdi um að verffa leikkona. Fyrir tilviljun komst hún f Dramatíska skólann og þar fann kvikmyndastjórinn frægi, Mauritz StUler, hana og ákvað öUum til mikUlar furSu, að umbreyta henni f draumadísina sfna — frægustu ieikkonu heims. Hún fær hlutverk f „Gösta Berlings saga“, og flæk- lst síðan með StUler tU Konstantfnópel, þar sem peningaleysi hamlar myndatöku. Fegar þau koma þaðan tU Beriinar, fær StUler ekkert að gera, en þau lifa á laun- um Gretu fyrir leik hennar í „Gleðisnauðu götunni.“ Þá fá þau tilboð frá Metro í Hollywood og lialda þangað, þar sem ýms- ir erfiðleikar mæta þeim. YINIR Gilberts þekktu hann sem skemmtilegan náunga, ábyrgðarlausan og bráðlyndan. Hann var líka maður sem „átti erfitt með að gera greinarmun á ást í kvikmynd og raunveruleik- anum“, eins og einn af vinum hans komst að orði. Áður en Greta varð á vegi hans hafði hann verið giftur og skilinn tvisvar — önnur konan var statisti í kvikmyndum, hin var hin fræga leik- og kvikmyndastjarna Leatrice Joy. Hvorugt hjónabandanna entist lengi. Þó að alltaf væri talað um Gilbert í leikarablöðunum sem áhuga- saman um tennis, sund, siglingu og útilif, var það drykkjuskapur hans, sem Leatrice Joy sagði ástæðuna fyrir skilnaðinum. Hann eignaðist óvini jafn auðveldlega og vini, og utan við kvikmyndaverið var hópur af fólki, sem fannst hann óþolandi dutlungafullur og að hann hegðaði sér sem illa uppalinn krakki. Versti óvinur hans var Jim Tully, hinn svokallaði ,,Flakkarahöfundur“, sem hafði yfirleitt mjög lítinn skilning á kvikmyndaheiminum. 1 grein um Gilbert í „Vanity Fair“ skrifaði Tully: — Til- finningar hans eru mjög yfirborðskenndar. Hann vantar allar rætur. Hann er ekki fremur sann- ur en fyrirsögn í dagblaði. Og seinna í þessari sömu grein segir hann að þessi guðlausi töfra- maður sé „hæfileikasnauður eins og ga'manleik- ari“. Einu sinni lenti Gilbert og Tully saman. — Ég hélt að hann ætlaði að fremja sjálfsmorð, svo að ég gaf honum nokkrar svefnpillur, var skýring Tullys á atburðinum. Gilbert var tuttugu og níu ára og Greta tutt- ugu og eins árs, þegar Clarence Brown kynnti þau, áður en kvikmyndun á „Löngun" átti að hefjast. — Það var ást við fyrstu sýn og átti eftir að endast í mörg ár, sagði Brown. Það leikur heldur enginn vafi á því, að Gilbert varð yfir sig ástfanginn af mótleikara sínum. Fegurð hennar, hæverska, aðlaðandi málhreimurinn, löng augnhárin — allt þetta var nýtt og æsandi fyrir hann. Gilbert, fallegur og kátur, var líka nokkuð, sem Greta hafði ekki þekkt áður, því að hún hafði lifað fábreyttu lífi með þunglyndum eldri manni. yiðbragð hennar við hinni djörfu ásókn Gilberts varð líka skyndilegt, enda þótt það væri ekki eðli hennar að taka skjótar ákvarðanir. Hún var ung stúlka, sem vissi lítið um hæðir og lægð- ir ástarinnar. Vinna þeirra krafðist þess að þau væru sam- an daginn út og daginn inn, og Gilbert var ekki seinn á sér að notfæra sér það. Honum gáfust líka góð tækifæri. 1 myndinni áttu þau að leika mann og konu, sem báru vonlausa ást í brjóst hvort til annars. Jafnvel þótt „Löngun“ virðist nú gamaldags og brosleg, þá eru ástarsenurnar milli Gretu og Gilberts sannar og innilegar, en ekki að- eins leiknar. „Aldrei hefur Gilbert leikið inni- legri elskhuga" sagði New York Herald Tribune, og hélt svo áfram: — Og aldrei hefur nokkur kona verið svo töfrandi, átt svo lokkandi að- dráttarafl, hættulegi'a en fullkomnasta fegurð. Greta Garbo er tilfinningin holdi klædd. í sann- leika sagt höfum við aldrei séð neitt sem jafn- ast á við þessa töfra. Greta og Gilbert voru jafnvel saman utan vinnu. Þau borðuðu oft saman kvöldverð og Greta var tíður gestur hjá Gilbert í dásamlega einbýlishús- inu hans, sem stóð upp á hárri hæð, sem gnæfði yfir Hollywood. Á sunnudögum fóru þau í öku- ferðir í einum af sportbílunum hans. Þau höfðu fundið gælunöfn hvort fyrir annað. Gilbert kallaði Gretu „Fleka“, sem var stæling á sænska orð- inu „flicka“, og stundum kallaði hann hana „Geebo". Hún kallaði hann aftur á móti „Jacky“ eða „Yacky" eins og hún bar það fram. Greta talaði aldrei um „Yacky“ við annað fólk, en hann gat ekki látið vera að tala um sænsku vinkonuna sina. „Greta er dásamleg!" Svo hélt hann áfram: — Aldrei hefur nokkur vera verið sköpuð eins töfrandi og hún. Dutlungafull eins og skollinn sjálfur, óútreiknanleg, bráðlynd, lokk- andi. Stundum neitar hún að mæta til vinnu. Ef hún vill ekki vinna, þá gerir hún það ekki. Hún leikur bai-a þegar henni finnst það vera henni sjálfri fyrir bestu. En segulmagnið, sem geislar út frá henni frammi fyrir myndavélinni! Þvílíkt að- dráttarafl! Þvilík kona! Einn daginn er hún barnsleg, einföld eins og unglingur. Næsta dag er hún leyndardómsfull, reynd, alvitur og hæð- in. Greta hefur margbreytilegri persónuleika til að bera en nokkur annar lifandi maður. Þegar „Löngun" var frumsýnd, bað hann henn- ar. Honum til mikillar furðu neitaði hún honum og Gilbert þaut báh'eiður til New York. Þar hittu blaðamenn hann að máli og vildu fá upplýsingar um þetta rómantíska samband hans og Gretu, sem farið var að vekja áhuga fólks um allt land- ið. — Greta er dásamleg stúlka, sagði Gilbert. —• En við erum bara góðir vinir. ölduna hafði lægt í bili, en hún átti eftir að rísa aftur. Stiller hafði ekki hátt um hugsanir sínar varðandi þetta háttarlag Gretu. Eftir þvi sem hinir sænsku vinir hans best muna, talaði hann aldrei um þetta mál, en hann lét í Ijós óánægju sína með hjutverkið í „Löngun". — Fíflin í Metro eyðileggja hana, sagði hann. Stiller vai' líka upp- tekinn af sínum eigin áhugamálum. Með stjórn sinni á „Hotel Imperial" vonaði hann að rétta við heiður sinn í Hollywood. Aldrei hafði hann unniö svona hamslaust. Hann þjáðist af gigt. Hann ímyndaði sér, að hann gæti læknað þenn- an sjúkleika með leikfimi og sjóböðum. Hann synti oft eftir að sjórinn var orðinn ískaldur og kom oft heim til Lars Hanson skjálfandi af kvölum eftir þessar íþróttir. Við prufusýningu á „Hotel Imperial“, þar sem viðstödd voru Greta og aðrir Svíar í Hollywood, var einnig Irving Thalberg og margir aðrir sem framarlega stóðu í kvikmyndaiðnaðinum. Stiller var svo taugaóstyrkur, að hann var náfölur í andliti. „Hann þráði fyrir alla muni að mynd- inni yrði vel tekið,“ segir Lars Hanson. „Ég man að hann var svo yfirkominn, að hann fór að gráta, þegar við ræddumst við í anddyri leik- hússins fyrir sýninguna. Gestirnir tóku mynd- inni með miklu lófataki.“ Thalberg sagði seinna við Lars Hanson, að það væri misskilningur af Metro að láta hann fara. „Hotel Imperial" var mjög vel tekið, þegar hún var frumsýnd í New York. Á einni viku tóku þeir inn 87.000 dolara fyrir sýningar. Nú loksins hafði Stiller tekizt að sýna hvað í honum bjó, og Paramount bauð honum samning upp á 2.500 dollara á viku. Hann tók boðinu. „Fyrst að ég fæ svona góðan samning, ætla ég að stjórna einni mynd enn,“ sagði hann við Lars Hanson. „En það verður sú seinasta. Svo tek ég peningana og fer heim.“ Lars Hanson hafði líka í hyggju að fara heim til Svíþjóðar. Svo var einnig um Gretu. „Ég ætla ekki að vera hérna lengi,“ sagði hún við Lars Hanson. „Stiller og ég för- um bráðum heim.“ „Löngun" fékk stórkostlegar móttökur, og það var ekki sist að þakka hinum víðauglýstu ástar- senum. Gagnrýnendurnir stráðu rósum milli Gretu og Gilberts. Hún var nú orðin viðurkennd stjarna. Eftir að hafa aðeins leikið í þrem amerískum kvikmyndum, stóð hún nú jafnfiotis þeim Gloria Swanson, Pola Negri og Norma Shearer, sem voru, eins og Lewis Jacobs komst að orði: „fyrir- myndir hinnar siðfáguðu, grönnu, grófu, opin- skáu, taugaveikluðu konu, sem „lifir sínu eigin lífi“.“ Þetta var samt sem áður ekki sú kven- tegund, sem Gretu og Stiller fannst heppilegt að hún héldi áfram að sýna. Þegar Metro stakk upp á sem fjórðu mynd hennar: „Konur elska gimsteina", þar sem hún átti enn einu sinni að leika „heimska blóðsugu“, eins og hún sjálf kallaði það, þá fannst henni nóg komið. Hún neit- aði að mæta í búningssölunum og lét tilkynna í gegnum sima, að hún vildi ekki fleiri „vond- ar konur“. Á bak við neitun hennar lágu einnig fleiri orsakir. Stiller hafði ráðlagt henni að leika ekki í fleiri myndum fyrir Metro, ef hún fengi ekki hærri laun. Þetta var annað ár þriggja ára samn- ings hennar og hún fékk 600 dollara á viku. Þar sem sigurinn í „Lönguninni" hafði engu siður ver- ið hennar en Gilberts, og hann fékk 10.000 doll- ara á viku, álitu bæði hún og Stiller, en þó um 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.