Vikan


Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 5

Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 5
fram allt Stiller, að nú væri kominn tími til að fá launahækkun. Þeg'ar Metro-Goldwyn varð kunnugt um þessa ósk hennai’, bað Louis B.. Mayer hana dag nokk- urn að koma til viðtals við sig á skrifstofu sína. Það var í nóvember 1926. Eftir að hafa rætt sam- an um daginn og veginn, spurði hann hana hve há laun hún vildi fá á viku. 5000 dolara, svaraði hún. Það var kannski ekki bara tilviljun ein, að á þessari stundu fundu menn svolítinn jarð- skjálftakipp í Hollywood! Mayer bauð 2500 dollara á viku, en þessi nýja stjarna úr skóla Stillers, sagðist ekki vilja ræða tilboð undir 5000 dollurum. Mayer sagði, að það væri algjörlega úti- lokað að nýliði, sem aðeins hefði verið á launum hjá þeim í eitt ár, gæti fengið svo há laun. Ef svo er, þá er ástæðulaust ,að halda þessum sam- ræðum áfram, sagði Greta. ,,Ég fer heim.“ Og það gerði hún. Hún hélt sig heima næstu sjö mánuði, þrátt fyrir hótanir og formælingar frá Metro-Goldwyn. Vegna þvermóðsku hennar að hlíða skipunum, var lienni refsað með þögn, sem varð til þess að hún fékk engin laun borguð og gat heldur ekki fengið vinnu hjá nokkru öðru kvikmyndafélagi. Til þess að hræða hana til undanhalds var henni gefið til kynna, að hún væri atvinnulaus útlend- ingur, og það kynni að hafa erfiðleika í för með sér, þegar hún þyrfti að endurnýja dvalarleyfi sitt. Ht á við sýndi Greta engin merki um óró- leika, en í raun og veru var hún mjög áhygju- full, sem kemur bezt fram í bréfi sem hún skrif- aði einum vini sínum, bókaútgefandanum Lars Saxton i Stokkhólmi: „ . . . Þú getur ekki ímyndað þér allt það, sem átt hefur sér stað síðan þú heyrðir frá mér síð- ast. Tvisvar hef ég snúið baki við kvikmynda- vélinni og farið heim. Mér hefur verið hótað — það hefur ekkert gagnað. Ég sneri ekki aftur fyrr en ég hafði náð valdi yfir tilfinningum mínum. Ég fékk nýtt hlutverk strax eftir aðra myndina, sem ég lék í. Ég var þreytt og taugaóstyrk. Það var sannkallað blóðsuguhlutverk. Ég bað um hvíld, en þvi var neitað. Ég hélt kyrru fyrir heima í eina viku, en hvarf svo aftur til þeirra og lék hlutverkið. Það var hneyksli! Fólk hélt að ég væri vitlaus! Svo kom ein myndin enn með andstyggilegu hlutverki og einum versta stjórn- andanum. Ég fór heim í annað sinn. Slíkt er ekki gert hérna. En ég varð svo taugaóstyrk yfir þessu öllu saman, að ég missti stjórn á mér. Mér er sagt, að ég verði rekin heim aftur. Ég veit ekki hvað á eftir að koma fyrir. Ég hef ekki látið sjá mig hjá Metro í heilan mánuð. Önnur myndin, sem ég lék í, hefur nú verið frumsýnd. Ég bið afsökunar á henni, Lasse. Hræðilegt — leikurinn, Greta — allt er hræði- legt! Ég ýki ekki — ég var ómöguleg. Og ég get ekki skellt skuldinni á neinn. Ég var kvíðin, þreytt, gat ekki sofið — allt var öfugt og snú- ið, en það versta við þetta allt var það, að ég er enginn gamanleikari. Ég veit ekki hvað verður um mig. En þegar kölski er einu sinni kominn um borð . . . Ég' býst við að þú hafir lesið eitthvað um mig og ákveðinn gamanleikara í blöðunum, en það er ekki rétt, sem sagt er, að ég ætli að giftast honum. En hér eru allir vitlausir í fréttir. Þess- vegna taka þeir mig fyrir. Við og við er ég veik af heimþrá og nú, þegar jólin nálgast, get ég grátið. Bara að ég væri komin aftur til Stokk- hólms, sæi snjóinn, fyndi andrúmsloftið. Þetta verða þriðju jólin, sem ég er i burtu að heim- an og ég er óhamingjusöm og meðhöndluð eins og stjúpdóttir. Skilurðu þetta? Það er barna- legt að láta svona, í staðinn fyrir að vera þakk. látur fyrir stöðu, sem milljónir stúlkna myndu þaklta guði fyrir. En svona er það . . . Stiller hefur nú lokið við myndina með Pola Negri. Hún er stórkostleg. Evrópsk er hún, og því full af lífi. Endirinn er amerískur, en svo vel gerður, að rhaður fyrirgefur það. En allir verða að hegða sér eftir aðstæðunum hér og gefa áhcrfendum það, sem maður heldur að þeir vilji fá. Ég vona að Stiller, sem ekki var komið mjög vel fram við heima, eigi eftir að verða með þeim beztu, eða beztur, hér. Hann er nú hjá Para- mount. Ég varð að vera kyrr hjá Metro, þar sem enginn kærir sig um mig.“ Þessi óhamingjusama og þráa stjarna Metros vissi auðvitað, að Stiller og margir aðrir land- ar hennar höfðu í hyggju að fara heim til Sví- þjóðar, og eins og nú var ástatt var hún reiðu- búin að fara með þeim. Hún hélt áfram mótþróa sínum þrátt fyrir hótanir og aðvaranir Metros, og hélt fast við sína „hærri launa“ kröfu, sem er, eins og Jim Tully skrifaði: — ein þau sorgleg- ustu orð, sem þeir þekkja, sem vinna að kvik- myndaframleiðslu. Forráðamenn Metro-Goldwyn vissu hvorki i þennan heim né annan. Þeir stóðu frammi fyrir því, sem þeir aldrei áður höfðu fyrirhitt hjá nokkurri stjörnu — fullkomnu af- skiptaleysi.. Þessi eiginleiki átti eftir að verða skæðasta vopn Gretu, því fengu þeir að kynnast. 1 þessu taugastríði við Metro naut hún stöð- ugt stuðnings Gilberts. Ögrun hennar við for- ráðamenn Metros, sem hann sjálfur hafði háð margan hildarleikinn við, naut fyllstu samúðar ■hans og hann hvatti hana til að gefast ekki upp. Það var líka önnur ástæða fyrir áhuga hans á því, að hún héldi áfram verkfalli sínu. Siðan hann hafði gefið þá yfirlýsingu I New York, að hann og Greta væru bara „góðir vinir“, hafði hann snúið sem skjótast aftur til Hollywood og hafið nýja sókn, enn sterkari en áður. Vegna atvinnuleysis Gretu, gáfust honum nú ótal tæki- færi. Stiller var að hefja stjórn á nýrri mynd, og Greta kom oftar en nokkru sinni fyrr upp í húsið hans á hæðinni. Kvikmyndaframleiðandi hjá Metro, Carey Wilson, góður vinur Gilberts, bjó þá hjá honum. Greta og hann hittust þar þá oft og urðu góð- ir vinir. „Gilbert var hrifinn af henni og hún af honum. Það var enginn vafi á því," sagði hann. „Við sátum oft við sundlaugina og ræddumst við tímum saman. Hún talaði aldrei um sjálfa sig, heldur aðeins um John. „Af hverju gerir John þetta eða hitt?“ spurði hún oft. Ég vissi, að John vildi giftast henni, en við töluðum aldrei um það. Þá hefði hennar einkamál komizt inn í umræðurnar, og það leyfði hún aldrei." Gilbert kenndi henni að leika tennis og þó. að tilburðir hennar væru ekki samkvæmt ströng- ustu reglum — hún hélt um mitt skaftið í staðinn ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitni^iiiniiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiininiiiiiiiiimniiiiiiiiiiiiiiiiiimf^ ! VEIZTU—? X%. 'L. “ 1. Hvað eru til margar fílategundir ? 2. Hvenær og livar er Paganini fæddur? r 3. Hvað er lengsta fljót heims? 4. I hendur hvers lagði Lúther stjórn : kirkjunnar ? I 5. Hver var mesta verzlunarborg Evrópu = á 18. öld? 6., Hverjir af þjóðhöfðingjum 18. aldar I voru nefndir „hinir menntuðu einvald- i ar“ ? 7. Eftir hvern er þessi vísa? : 1 æsku tók ég eins og barn allieimskunnar trúna? i Með aldri varð ég efagjarn. Engu 'trúi ég núna. : 8. Hver stofnaði Viðeyjarklaustur? 9. Hvenær var lagður ritsími hingað til : lands ? i 10. Hvað eru meltingarfærimannsinslöng? 1 Bjá avör á hls. 18. í Hiiiiiliiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiminimv'* fyrir um endann — varð hún ágætur tennisleik- ari. Hún æfði sig reglulega. Einu sinni, þegar Gilbert var önnum kafinn við leik í einhverri mynd, léku þau tennis, hún og Wilson, á hverj- um degi, sextán daga í röð, og seinasta daginn vann hún Wilson, í fyrsta sinn. „Nú ætla ég aldrei framar að leika tennis við þig,“ sagði hún. — Hún gaf enga skýringu á þvi hvers vegna, en hún hafði nú augsýnilega náð takmarki sem hún hafði sett sér. 1 félagsskap beirra Gilberts og Wilsons var hún alltaf létt og kát. Gilbert og Wilson áttu eins sportjakka með hnýttu belti. Dag nokkurn birtist Greta í ná- kvæmlega eins jakka. „Nú ér ég ein af ykkui'," sagði hún. I þessum jökkum fóru þau oft í kvik- myndahús — og hafði Greta mjög gaman af því. Hún hafði fullan hug á að bæta enskukunnáttu sína og þegar Wilson eða Gilbert sögðu eitthvert orð, sem hún ekki þekkti, sagði hún: — Engin leyndarmál fyrir mér. Útskýrið hvað þetta þýðir! Það kom fyrir, þegar þau sátu að snæðingi, að hún reis á fætur og sagði: — Ég held að ég fari i gönguferð. Ipeir skildu, að hún vildi þá vera ein og hún hvarf upp i hæðirnar fyrii' ofan hús Gilberts. Þeir vöruðu hana við því að fara þangað, því að þar gætu verið snákar. — Og hvað um það ? svaraði hún. Hún dvaldi þar stundum þar til komið var myrkur, og það kom fyrir oft- ar en einu sinni, að þeir hófu leit að henni. í félagsskap þeirra Gilberts og Wilsons, eða með Gilbert einum, var hún ræðin, hispurslaus og róleg. En byði Gilbert til sín fleiri gestum varð hún þögul, og flúði oft upp i hæðirnar eða heim í hótelherbergi sitt. Gilbert, sem hafði gaman af að fá gesti, reyndi að fá hana til að samlagast vinum sínum. Sérstaklega gilti þetta um sunnu- dagsgestina hans, sem var hópur fólks úr kvik- myndalífinu. Gilbert vonaði, að Greta myndi gleyma feimninni innan um vingjarnlegt og kátt fólk. Hann talaði við hana i léttum tón, leiddi hana á milli gestanna, og reyndi að hjálpa henni til þess að finna öryggi og sjálfstraust í slík- um veizlum. — John vildi láta hana koma fram sem húsmóður að nokkru leyti, segir Wilson. — Hún var ein fallegasta og fíngerðasta kona sem ég hef nokkru sinni hitt, og hún reyndi að leika það hlutverk, sem John vildi, en það var erfitt fyrir hana. Oft varð hún taugaóstyrk, þegar gest- irnir gerðu sig ekki líklega að byrja á matnum. Hún var þá vön að fara til Gilberts og hvísla áhyggjufull i eyra hans, að maturinn vaeri til- búinn. — Segðu þeim þá að byrja, sagði haim þá. En hún gat það ekki. Það sem honum fannst léikur, var henni kvöl. Þó að hún ætti í erfiðleikum að samlagast í samkvæmislífinu, minnkaði ekki aðdáun Gilberts á henni. — Ég vildi heldur vera með „Fleka“ eina klukkustund, heldur en nokkurri annari konu alla ævi, sagði hann eitt sinn við vin sinn. En hann vildi líka vera með henni alla ævi — að minnsta kosti vildi hann giftast henni. Gilbert bað hana þrásinnis að giftast sér, en hún vildi það ekki. — Einu sinni heyrði ég hana segja við hann: — Þú ert svo mikið barn, John. Hvort sem Gilbert var barn eða karlmaður, þá var hann aðdáandi, sem neitaði að gefast upp. Hann var svo viss um að ná takmarkinu að lokum, að hann gaf það oft í skyn, að þau ætluðu að gifta sig. Þetta sagði eitt dagblaðanna að myndi „skreyta enni hans hinu dýrasta djásni". Nokkrum dög- um síðar mótmælti Gilbert þessum fréttum með þvi að segja: „Ég er trúlofaður Gretu, en ég veit ekki hvort hún álítur sig lofaða mér.“ Tvisvar sinnum að minnsta lcosti var Gilbert nálægt þvi að vinna „fegursta djásnið". Einu sinni var hann — og einnig Wilson — sannfærðui' um, , að hann hefði fengið talið hana á að giftast sér. Þau myndu yfirgefa Hollywood og dvelja á Suðurhafseyjum í eitt ár. Hann var svo öruggur um þetta, að hann keypti tvímastraða skonnortu fyrir 100.000 dollara, og skýrði hana „Freistar- ann“, Gretu til heiðurs. En það kom brátt í ljós, að Gilbert hafði ofmetið löngun Gretu til að gift- ast, -- brúðkaupsferðin var aldrei farin. Framhald í nœsta blaöi. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.