Vikan


Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 16

Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 16
I s k u g ff €B ff á I ff u n s Framhald af bls. 13. hún snærisendanum í grönnu festina, þannig að keðjan milli ökla hennar varð laus frá jörðu, og gekk þannig frá þessu. Það tók hana dálitla stund, og Rex virtist óþolinmóður og kallaði til hennar að flýta sér Hún leit upp og hneppti aftur að sér jakkanum. Þegar hún gekk af stað, gekk hún eins og barn sem er að læra að ganga. Hún hnaut, horfði upp og brosti vandræðalega. Ég horfði á Rex. Hann stóð við vagninn með kross- lagðar hendur og blístraði kæruleysislega. Ég horfði þangað sem David Wint stóð hjá austasta vagninum. Hann hafði ekki augun af Gwen. Svo steig hann allt i einu frarn, benti niður fyrir sig, brosti til hennar og kallaði: „Hugsaðu þér að þú sért að vaða!“ Ég gaut augunum til Rex; hann var að hlægja. Þegar ég horfði aftur á Gwen, var hún komin miðja leið að vagninum. Hún var gleiðgeng og fótaburðurinn var þunglamalegur og óeðlilegur, en hún ætlaði að verða fljót að komast upp á lagið. TJm leið og hún hallaði sér upp að vagn- ittum þat' sem Rex benti henni, lyfti hún hendinni og veifaði henni til Davids Wint. Ég stóð kyrr í skotinu og gaf mig allan að því að fylgjast með Rex Carson. Féll mér ekki við það hvernig hann lét. Það var einhver ofsi bak við þetta kuldalega, ögrandi bros, sem lék um varir hans. Og hafði hann ekki eitt andartak rennt augunum til mín sigri hrósandi? Hrósandi sigri yfir hverju eða hverjum? Ég beit í pípuna og beið. Ef þetta var ekki eintómur hugarburður hjá mér, þá gat í rauninni aðeins eitt valdið þessu glaðklakkalega strunsi hans, þessu reiginslega brosi. Að hann byggi yfir mikilvægu leyndarmáli. Aö hann vissi sannleikann urn Gwen Benson. Ég ætlaði mér að fá úr þessu skorið strax. Það var búið að járna alla fangana og þeir stóðu í smáhópum og töluðu saman. Gwen beið ein við vagninn. Hún barði sér öðru hvoru. Hún beit saman tönnunum og reyndi að skýla höndunum í jakkaermunum. Henni hlaut að vera mjög kalt svona holdvotri. Jafnvel mér var kalt. Mugridge kom kjagandi fram hjá henni og nam staðar við hliðina á mér. „Jæja, þá er þetta að verða klárt. Hvað er klukkan?" „Rúmlega sex." ”■ „Heyrðu, ég ætla upp á herbergi; mín er ekki þörf hérna lengur. Þú kemur kannski upp?“ „Néi, þakka þér fyrir, ég ætla að spila í kvöld." Hann horfði yfir öxlina á sér á fangana og sagði: „Við eigum eftir að hafa nóg að gera. Verri slæpingjalýð hef ég ekki séð á ævinni." „Eru þeir ekki eins og gengur og gerist?" „Nei, það geturðu bölvað þér upp á! Það er einhver bölvuð þrjóska í þeim síðan stelpan hvarf. Það er engu líkara en þeir þykist hafa unnið éinhverskonar sigur. En ég á eftir að dusta úr þeim dyntina." Hann belgdi sig út, hrækti fyrirlitlega og flýtti sér inn í hlýjuna. Ég kallaði til Brady, hvort við gætum ekki farið að koma þeim inn. Hann tók sér stöðu við austasta vagninn og byrjaði að telja í hann. Hann skrifaði upp númer fanganna jafnóðum og þeir fóru inn, og þetta tók dálítinn tíma. Ég ákvað að nota tækifærlð til að tala ögn við Gwen. „Jæja?“ Hún ypti öxlum eins og hún vildi segja: Hér er ekkert títt, sem þú ekki getur séð sjálfur. Svo sagði hún: „Þessu er að verða lokið, er það ekki?“ „Jú, um þetta leyti á morgun ættirðu að verða komin langt í burtu. Það ætti að vera þér gleðiefni." „Já.“ „Þetta ætlar að lánast." „Já, er það ekki?" Hún brosti dálítið beisklega og horfði niður á stig- vélin sín. „Ég er víst ekkert auðþekkt." Ég sagði og benti á vagninn fyrir aftan hana: „Þú átt eftir að kynn- ast ýmsu þarna inni og heyra ýmislegt." „Hafðu engar áhyggjur af mér. Ég kaus þetta." „Ég hef það ekki,“ sagði ég þurrlega, en sá strax dálítið eftir þvi. Hún horfði þannig á mig eins og hún vildi segja: Sérðu nú eftir öllu saman ? Ég flýtti mér að segja: „Ég fór til Kenham í morgun og gerði ráðstaf- anir til þess að spurst yrði fyrir um læknirinn í New York. Ég býst við áð heyra eitthvað á mánudaginn?" Það birti strax yfir henni. „Á mánudaginn? Það er gott! Þá hlakka ég til mánudagsins." Ég sagði: „Annað var það ekki. Og þó. Reyndu að komast I eitthvað af efstu fletunum í vagninum. Þar er hlýjast.“ Hún kinkaði kolli. „Ég skal muna það.“ Ég sneri mér við og gekk af stað frá henni. Þegat' ég var kominn fáeina metra, heyt'ði ég lágan hlátur. Ég leit við. TJt um vindaugað á vagninum seildist hendi. Hún hlaut að hafa gripið til Gwen, en hún hallaði sér dálítið til hliðar og brosti rólega um leið og hún sagði: „Hvað er nú þetta?" Ég tók á rás fram með vagninum og stökk upp stigann og inn um dyrnar. Rex Carson var að renna sér niður úr fletinu við vindaugað. Við stóðum grafkyrrir stutta stund og horfðumst í augu. Svo sagði ég: „Hvað varstu að gera?“ „Ég? Ég var ekki að gera neinn skapaðan hlut." „Eigum við ekki að hætta þessum skrípalátum, Carson?" „Jæja, hvað viltu vita?“ „Hvað veistu?“ Hann krosslagði handleggina. „Ég veit ýmislegt, sem fróðlegt er að vita.“ „Eins og?“ „Ég veit til dæmis, að ef ég tæki fangann, sem stendur þarna fyrir utan, og færði hann úr fötunum . . .“ Hann þagnaði og brosti drýginda- lega. „Hvenær komstu að þessu?" „Blessaður vertu, kvöldið sem hún hvarf! Ég hraut að vísu eitthvað, þegar þú varst að tala við Lynn, en ég svaf ekki, þó merkilegt megi teljast." „Jæja, hvað viltu?" ,,Ég?“ Hann horfði á mig með hræsnislegum furðusvip. „Ég? Ég vil hreint ekki neitt!" „Þú veist hvað skeður, ef þú kemur upp um hana.“ Hann kinkaði kolli. „Ég fæ hníf í bakið einhverja nóttina. Nei, ég fullvissa þig um það, að ég segi ekki orð. Hitt er annað mál, að úr því ég veit hver hún er, þarf hún ekki að leika neinn karlmann, þegar ég einn er viðstaddur." Ég horfði á hann lengi þegjandi, ansaði að lokum: „Þvi ræður hún sjálf," og stökk niður úr vagninum. Rex Carson kom á eftir mér. Brody var að búa sig undir að telja upp í vagninn og Carson lét fangana skipa sér í einfalda röð og ýtti þeim einum og einum upp í vagninn um leið og hann tilkynnti Brody númerin þeirra. Hann deplaði kankvislega framan í mig augunum um leið og Gwen gekk upp stigann og hvarf inn um dyrnar. Svo var þessu lokiö og hver fangi kominn á sinn stað. Járnateinun- um var rennt inn — fjórum hvoru megin — og fangarnir þræddu hring- inn, sem hékk úr festinni á fótajárnunum, upp á teinana, og voru þar með fastir, tveir á hverjum tein. Ég tók við olíuluktinni, sem Brody fékk mér, og fór upp í vagninn til þess að aðgæta, hvort allt væri í lagi. Þessir vagnar voru liðlega tvær mannslengdir og sinnhvoru megin við þröngan gang voru fletin, sem fangarnir lágu á. Þetta var líkast hillum i verzlun; það voru fjórar tvískiptar „hillur" hvoru megin, pláss fyrir átta fanga. Bilið milli „hillanna" var sextíu sentimetrar; það var því alls ekki hægt að setjast upp í þeim. Sextán fangar sváfu á þessum fletum, en auk þess fetnga- stjórinn, sem var ójárnaður, og einn fangi enn, á hálmdýnum á gólfinu. Þannig geymdi hver vagn átján fanga; Ég gekk inn ganginn og aðgætti, hvort nokkur hefði svikist um að festa sig á járnatein. Gwen lá á innri bríkinni, sem efst var hægra megin. Lampinn lýsti upp andlitið á henni og hún horfði fram af bríkinni og brosti karlmannlega niðtir til mín. Ég spurði: „Er allt í lagi?“ og þegar enginn svaraði, gekk ég út úr vagninum. Skömmu seinna var slagbrandurinn kominn fyrir dymar, vagninn læstur. Ég flýtti mér inn og þvoði mér og borðaði, og um níuleytið var ég sestur að spilum. Þegar við gerðum hlé á spilamennskunni um miðnætti, skrapp ég út í' portið. Vagnarnir fimm stóðu undir fangelsismúrnum eins og líkkistur á hjólum. Stormurinn var þagnaður, nóttin var hljóð. Ég horfði á númer fjórtán og velti því fyrir mér, hvað væri að gerast inni í hon- um. Vöktu þær eða sváfu þessar manneskjur, sem geymdar voru í hon- um hlekkjaðar á bása eins og dýr? Raunar, hugsaði ég, var einn fangi þarna inni laus og liðugur. Fangastjórinn, sem Mugridge hafði valið — Rex Carson. Og þó var hann eins og nú var komið sá sem síst skyldi njóta slíkra forréttinda. Framhald í nœsta blaði. Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að VIKUNNl # Nafn .............................. Heimilisfang ...................... Til Heimilisblaðsins VIKUNNAIi H.F., Reykjavík. .16

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.