Vikan


Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 9

Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 9
Dömur Herrar NÝTT NÝTT OATINE FILMS MASKE Þetta nýuppfundna undracreme er borið á andlit og háls. Það þomar á örfáum mínútum og er þá strokið af með köldu vatni. Árangurinn er undraverður: Andlit yðar yngist upp; þreytu- svipur og hrUkkur hverfa. Andlitið verður slétt og mjúkt. Óhreinindi í húðinni eru einnig á burt. Oatine films maske er einn bezti árangur, sem vísindamenn hafa náð í framleiðslu snyrtivara á seinustu 25 árum. Hjá Englendingum, sem taldir eru mjög fastheldnir hvað snyrtingu viðkemur, sló Oatine films maske, eða 'Facial Pack eins og þeir kalla það, í gegn á svipstundu. Oatine films maske hefir farið sigurför um mörg lönd. Reynzlan er ólýgnust. Kaupið yður túbu strax í dag. Fylgið leiðarvisinum ná- kvæmlega. Oatine films maslte fæst í þessum snyrtivöruverzlunum: Hygea. Oculus. Kemedia h.f. Sápuhúsið. UMBOÐSMENN. Hugleiöingar UM HÁRID Á KVENFÚLKINU EITT af því, sem ég aldrei mun botna upp né niður í, er hárið á kvenfólkinu. Frá sjónarmiði karlmannsins, er hár ein- faldlega eitthvað, sem maður þarf að láta klippa öðru hvoru. Hann segir við rakarann: ,,Klippa“, seilist eftir blaði, les eina eða tvær greinar, segir: ,,Sæll og bless“, og snýr sér að því aftur að hafa áhyggjur af rafmagnsreikningnum. Hvað kvenfólkinu viðvíkur, er ekkert vandamál stærra í veröldinni en viðureignin við hárið. Þegar þetta er ritað, er sennilegast ekki ein einasta kona á öllu landinu, sem ekki er annaðhvort að ná sér eftir permanent, að bíða eftir því að fara í permanent eða að velta því fyrir sér, hvort hún eigi að hafa hárið sítt, stutt eða í hrúgu ofan á höfðinu. Þegar konan mín fer að búa sig undir ferð á hárgreiðslu- stofuna, byrjar hún á því að tilkynna: „Ég fer í hárgreiðslu eftir tvær vikur. Þú verður að lita eftir börnunum." Nú jæja, ég tek þessu með mestu ró. Ég segi: „Ágætt! Sjálfsagt!“ Konan mín byrjar að horfa í spegilinn. Hún lyftir hárinu á sér eins og hún sé að reyna að taka sjálfa sig upp, stingur prjónum í það, grettir sig, togar í nokkra lokka, virð- ist ekki vita sitt rjúkandi ráð. Hinn stóri dagur rennur upp. Ég er skilinn eftir heima með dósahnífinn og börnin. Ég hugsa til konunnar minnar í einstæðingsskap hennar á vígvellinum. Mér er svolítið órótt innanbrjósts. Klukkan sex kemur hún aftur. Hún lítur á mig aðvörunar- augum um leið og hún gengur beint inn í svefnherbergið. Ég er ekki sá asni að elta hana. Að lokum kemur hún fram og staðnæmist beint fyrir framan mig. „Hvernig finnst þér það?“ „Það er ansi fallegt,“ segi ég. „Minnir mann svolítið á dún.“ Hún er að háskæla. „Ég fer í mál við hana!“ hrópar hún. Hún tekur sér á ný stöðu fyrir framan spegilinn og stendur þarna og togar í einn og einn hárlokk í einu, eins og hún sé með snæri. Ég hef reynt að skilja kvenfólkið í þessu máli málanna, en ég veit ekki einu sinni, hvar ég á að byrja. Þetta er dulspeki, sem aðeins konur geta skilið. Nágrannakona okkar kemur í heimsókn til konunnar minnar, og höfuðið á henni er alsett krullupinnum. Hún er eins og broddgöltur. Þar sem ég veit, hve lagleg hún er undir venjulegum kringumstæðum, rek ég upp stór augu, þegar konan mín segir: „Lois, mikið óskaplega fer þetta þér vel.“ Ég á von á því, að Lois rjúki út náföl af bræði. Þess í stað brosir hún og virðist mjög ánægð. Næst þegar Lois birtist, er hárið á henni eins og það á að vera á kvenfólki — mjúkt og eðlilegt og án krullupinna. Konan mín segir: ,.Ja, þú getur auðvitað huggað þig við það, að það á eftir að síkka. En í þínum sporum mundi ég aldrei fara til hennar aftur.“ Þegar Lois er farin, segi ég: „Hvað er að? Mér fannst það svo ansi snoturt." „Snoturt!“ segir konan mín hæðnislega. „Og hve lengi? Þær klipptu það allt á hárgreiðslustofunni. Aumingja Lois!“ Seinna kemur Lois enn, og í þetta skipti eru allir ánægðir. Konan mín segir, að hárið á henni sé blátt áfram yndislegt. Lois finnst það sjálfri yndislegt. Mér finnst það yndislegt. En — eftir matinn birtist hún á kafi í krullupinnum. Þegar ég spyr konuna mína, hvað sé eiginlega að ske, segir hún: „Þú bjóst þó varla við því að það héldi áfram að vera svona af sjálfu sér?“ Eina tilraun gerði ég til að komast til botns í málinu. Einu sinni þegar konan mín kom af hárgreiðslustofunni, sagði hún: „Jæja, ég fer í hárgreiðslu á þriðjudaginn kemur.“ Mér féll allur ketill í eld. Ég sagði hægt: „Heyrðu . . . varstu . . . ekki . . . í hárgreiðslu........í dag?“ „Eg fékk mér ekki permanent. Ég lót bara lcggja það,“ sagði hún. Framhald á bls. 1S. 6H 7 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.