Vikan


Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 6

Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 6
Hún valhoppaði af kœti og dansaði vals við sjálfa sig . . . HÚIM VAR AÐ FARA Á STEFIMUMÓT eftir WILLIAM BRANDON. UNGFRÚ BRIAND var 28 ára og lang- yngsti aðstoðar-bókávörðurinn í ríkis- bókasafninu í París. Hún var líka lagleg- ust þeirra allra, tágrönn og brúneyg stúlka með alveg óvenjulega fallegt bros. Þegar á þetta er litið, er það einkar at- I hyglisvert, að hún skyldi alltaf vera köll- uð ungfrú Briand. Það er að segja, hún var ávörpuð með hinu hátíðlega ættarnafni sínu, en ekki skírnarnafninu, sem var Colette. Þennan maídag var ungfrú Briand hins- vegar býsna ólík því sem hún var dags daglega. Ungfrú Ramage, sem starfaði í skrásetningardeildinni, sá hana valhoppa fram í anddyrið. Hún válhoppaði aðeins stuttan spöl, en valhopp var það engu að síður og fullt af gáska og kæti. Ungfrú Ramage, sem starfað hafði í bókasafninu síðan 1911, hafði aldrei séð neinn valhoppa í húsa- kynnum þess. Ríkisbókasafnið var must- eri frægra og roskinna fræðimanna og síst staður til þess að láta 1 ljós barna- leg gleðilæti. Skömmu seinna kom annar starfsmað- ur, náungi að nafni Pique, að ungfrú Bríand, þar sem hún lést vera að reyta krónublöðin af fjólu, sem raunar var ekk- ert annað en laglega lituð mynd, sem hékk uppi á vegg í einum ganganna. Pique starði á þessar aðfarir með galopinn munn og læddist dauðhræddur burtu. Hálfri stundu síðar kom prófessor Fidéle, sem kenndi við Parísarháskóla, að ungfrú Briand þar sem hún var að dansa við sjálfa sig í kortaherberginu. Hún hætti að dansa og sagði: „Æ,. drottinn minn!“ ,,Stórkostlegt!“ sagði Fidéle prófessor og klappaði saman höndimmn, en þó ekki svo hátt, að það heyrðist fram. Hann var hár og hvíthærður og klæddur svörtu slái. ,,Ég bið innilega afsökunar," sagði ungfrú Briand. ,,Ég var . . . ja, ég var sat1: að segja að dansa. Þér verðið að fyrirgefa þessa vitleysu.“ ,,Með mestu ánægju!“ sagði Fidéle prófessor. Honum þótti vænt um ung- frú Briand, þótt honum hefði stundum staðið stuggur af því, hve dugleg og úr- ræðagóð hún var. Nú fannst honum ein- hvernveginn, að með þeim væri að tak- ast mikill kunningsskapur, og hann horfði á hana fullur velþóknunar. „Það var heppni, að þér komuð að mér, en ekki einhver annar,“ sagði ungfrú Briand. Hún reyndi að vera hátíðleg á svipinn, en það var undarleg glóð í aug- unum á henni, sem kom upp um hana. Svo gaf hún hátíðlega svipinn upp á bát- inn og sagði: „Sjáið þér nú til, ég á stefnu- mót við mann.“ 6 „Ah! Mínar hjartanlegust hamingju- óskir!“ „Þetta er fyrsta stefnumótið, sem ég hef átt í meir en ár,“ hélt ungfrú Briand áfram. „Síðasti maðurinn, sem bauð mér út, sagði að ég kærði mig ekki um neitt annað en bækur, og hann giftist annari, og þá hélt ég, að ég mundi aldrei gera þetta aftur. Fara á stefnumót á ég við. Og sjáið nú bara hvað hefur skeð! Ég veit ég er ósköp kjánaleg að láta svona. Og þó! Nei, ég skammast mín satt að segja ekkert fyrir það. Fyndist yður, að ég ætti að skammast mín? Já, og eftir á að hyggja, þá verður þetta að vera al- gert leyndarmál. Að minnsta kosti þang- að til ég veit, hver hann er.“ „Hvað sögðuð þér? Þangað til þér vit- ið hver hann er?“ „Ég veit bara númerið á póstboxinu hans. Þetta er í rauninni óskaplega rómantískt. Fyrir nokkrum mánuðum bað ungfrú Ramage mig að skrifa grein í Listvininn um sjaldgæfustu eintökin okk- ar af Victor Hugo. Og þegar greinin birt- ist, skrifaði einn af lesendum blaðsins mér, til þess að ræða um kvæðagerð Vic- tors Hugos, og við byrjuðum að skrifast á. En undir bréfunum sínum kallar hann sig bara „Lesanda" Hann er svo ófram- færinn.“ „Og þér vitið enn ekkert um hann?“ „Jú, ég þykist sjá að hann búi hér ein- hverstaðar í grendinni. Og einu sinni sagði hann, að hann væri ekki giftur. Hann gæti verið kennari við háskólann, eða hann gæti jafnvel unnið hér í bóka- safninu! Það er svo skrítið að hafa ekki hugmynd um þetta. Og þó þekkjumst við í rauninni svo vel. Við höfúm sömu hugðarefnin, sama hugs- anaganginn. Ég geri ráð fyrir, að það sé auðveldast að tjá sig bréflega, og þetta er búið að vera alveg* dásamlegt. Og nú eigum við að mætast augliti til auglitis. Hann ætlar að koma hingað klukkan fimm og við ætlum út að ganga.“ „Fyrsta stefnumótið ykkar?“ „Það allra fyrsta!“ Fidéle prófessor varð hugsi á svipinn. Loks sagði hann: „Afsakið framhleypn- ina, ungfrú Briand, en eruð þér ekki of . . . bjartsýn, ef svo mætti orða það? Eða kannski dálítið fljótfær ?“ „Jú, mikil ósköp, prófessor, það veit ég vel. Honum finnst ég kannski dauðleiðin- leg. Ég geri mér það fullkomlega ljóst.“ _ „Nei, þér misskiljið mig, ungfrú Briand. Ég á ekki við yður sjálfa. En óttist þér ekki ,að þér kunnið að verða fyrir von- brigðum?" „En hvernig á það að ske? Þarna er einmitt óskadraumurinn minn að rætast. Nú á það loks fyrir mér að liggja að kynnast manni, sem virðist hugsa ná- kvæmlega eins og ég og sem þar að auki er alveg eins einmana. Hvernig í ver- öldinni á ég þá að verða fyrir vonbrigð- um?“ „Því miður gæti margt valdið því. Hann gæti til dæmis verið 67 ára gamall, eins og ég.“ Hún brosti. „Nú eruð þér að stríða mér. Það kæmi mér ekki á óvart þótt ég þekkti hann af bréfunum hans, þegar ég sé hann.“ „Það er jafnvel hættulegra.“ „Ég á ekki við, að ég ímyndi mér, að hann sé svo skelfilega laglegur. En hann verður geðfelldur í sjón, og hann verður alveg áreiðanlega kurteis og hugulsamur. Hann mun hafa viðkvæmnisleg grá augu og vera dálítið feimnislegur og barnaleg- ur í framkomu, og hann verður 1 göm- um sportjakka. Sennilegast reykir hann pípu, og það kæmi mér ekki á óvart þótt hann ætti hund. En, drottinn minn — ég verð að greiða mér! Ég er svo óttalega úfin. Það má enginn sjá mig svona!" Ungfrú Briand þagnaði andartak og roðinn hljóp fram í kinnarnar á henni. „Ég skil ekki, hvað að mér gengur. Mér finnst allt í einu eins og ég sé gerbreytt manneskja. Ég kannast naumast við sjálfa mig. Ég ætti að vera dauðhrædd, en ég er það bara alls ekki. Nú verð ég að flýta mér. Þér lofið því þá að nefna þetta ekki við nokkurn mann?“ „Þér getið treyst mér eins og ég væri afi yðar.“ Hún sneri sér við í dyrunum, og nú var svipur hennar allt í einu dálítið kvíð- inn. Hún sagði lágt: „Og óskið mér nú góðs gengis.“ Hún var furðulega falleg sem hún stóð þarna, hugsaði Fidéle prófessor. Hann hneigði sig kurteislega og svaraði: „Ég óska yður alls hins besta.“ V V HÚN var nýhorfin út um dyrnar, þegar gamall dyravörður staulaðist inn í kortaherbergið með bréf til hennar. Hann sagði: „Ég hélt hún væri hérna, herra prófessor. Þetta bréf kom rétt áðan til hennar.“ „Ég skal taka við því,“ sagði Fidéle prófessor. Það var eins og einhverju væri hvislað að honum. Auk utanáskriftarinnar, stóð ekkert á umslaginu annað en númerið á póstboxi sendandans. Þegar dyravörðurinn var far- inn, leit Fidéle prófessor varlega í kring- um sig, hikaði andartak, ypti svo öxlum og reif bréfið upp. Innihald þess var á þessa leið:

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.