Vikan


Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 7

Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 7
Kœra ungfrú Briand: Ég er í vand- rœöum. Eigum viö aö hittast? Ég efast um, að það borgi sig fyrir okk- ur. Hiö bréflega samkomulag okkar hefur verið meö þeim ágœtum, aö ég héld við eigum ekki aö eiga þaö á hættu aö spilla því. Ég vona þér lítiö sömu augum á þetta og ég, að þér veröiö ekki fyrir vonbrigöum, þegar ég mæti ekki til stefnumótsins, og aö þér haldiö áfram aö skrifa mér yöar fallegu bréf. Meö beztu kveöj- um frá „LESANDA“ „Herjans þrjóturinn!“ tautaði Fidéle prófessor, vöðlaði saman bréfinu og stakk því í vasann. Hann þrammaði út úr her- berginu, út ganginn, niður stigann og út á tröppur safnbyggingarinnar. Dyravörðurinn, sem komið hafði með bréfið, var ekki 'í anddyrinu. Starfsbróð- ir hans, álíka gamall, sat á stól sínum við dyrnar. Fidéle próféssor sagði: „Bréfið hérna — vitið þér hver kom með það? Það var boðsent hingað; á því er ekkert frímerki.“ Gamli maðurinn tók við umslaginu og athugaði það gaumgæfilega. Loks sagði hann: „Nei, herra prófessor, ég hef ekki hugmynd um, hver kom með það. Ég er nýkominn á vörð. Og Anatole er nýfar- inn heim.“ Fidéle prófessor tók við umslaginu, vöðlaði því jafnvel rækilegar saman en í fyrra skiptið og hvæsti: „Sá djöfuls hund- ur!“ Dyravörðurinn spurði undrandi: „Ana- tole ?“ „Þessi ást,“ tautaði þrófessorinn. „Þessi óttalega ást. Hún getur eyðilagt mann og hún getur blásið í mann nýjum þrótti. Og það er einmitt hættulegasta augna- blikið.“ Gamli dyravörðurinn bar hendina upp að eyranu og sagði: „Ha?“ „Ástin er hættuleg. Það er ekkert til hættulegra í allri veröldinni. Hin sáru von- brigði, sem hún stundum veldur mönn- um, geta lagt líf þeirra í rúst.“ Fidéle prófessor togaði reiðilega í hatt- inn sinn og bjóst til að þramma sína leið. Þá kom hann auga á ungan mann, sem stóð á grasflötinni fyrir framan húsið og mændi upp í einn gluggann á skrifstofu- hæðinni. Ungi maðurinn var hár og grann- ur; hann virtist vera hæglátur og mátu- lega óframfærinn og hann var í gömlum sportjakka og með pípu milli tannanna. Við fætur hans sat lítill en snotur hundur. Fidéle prófessor horfði sem þrumu lost- inn á unga manninn og þreif báðum hönd- run í dyravörðinn. „Hver er þetta?“ hvísl- aði hann. Dyravörðurinn setti upp gleraugun sín. „Kennari við háskólann, eftir því sem ég veit bezt, herra prófessor. Hann kemur hingað nærri því daglega um þetta leyti.“ „Hann er að horfa upp í gluggann henn- ar ungfrú Briand, er það ekki?“ „Kanski er hann að horfa á dúfurnar á þakinu,“ sagði dyravörðurinn. „Mörg- um finnst gaman að horfa á dúfur. Þeir geta ekki dúfnalausir verið, ef svo mætti orða það.“ Augu Fidéles prófessors skutu gneist- um, þegar hann stikaði niður steintröpp- urnar, þrammaði rakleitt til unga manns- ins og sagði: „Afsakið, en þér eruð fífl.“ Ungi maðurinn var nokkra stund að jafna sig eftir ávarpið, en að lokum sagði hann: „Það hefur oft hvarflað að mér, herra minn, að svo væri, én mig skortir sönnunargögn.“ „Mér væri það sönn ánægja að útvega yður þau,“ sagði Fidéle prófessor og hneigði sig kuldalega. „Viljið þér vera svo vænn að koma með mér?“ Ungi maðurinn beit í pípuna og hikaði. En maðurinn gat naumast verið hættu- legur svona um hábjartan dag. Hann brosti góðlátlega og elti Fidéle prófess- or inn í bókasafnið. Hundurinn hljóp á eftir þeim. Fidéle prófessor gekk beint til skrif- stofu ungfrú Briands. Hún sat við glugg- ann og horfði dreymnum augum út á götuna. Hún leit fram að dyrunum, þeg- ar þeir komu inn,' greip andann á lofti og starði á unga manninn. „Má ég kynna yður fyrir ungfrú Briand?“ sagði Fidéle prófessor. Ungfrú Briand stóð á fætur og tók í hendina á unga manninum. Hún var bros- andi og kinnar hennar voru mjög rjóðar. Hún sagði: „Ég veit ekki einu sinni hvað þú heitir.“ „Henri,“ sagði ungi maðurinn ákafur, „Henri Duplaix.“ Hann tók eftir því, að hann hélt enn í hendina á henni, en virt- ist ekki geta fengið sjálfan sig til að rjúfa þetta samband. „Ja, svei mér ef þú ert jafnvel ekki feimnari en ég,“ sagði ungfrú Briand. „Það gleður mig. Og þú verður að nota skýrnarnafnið mitt, sem er Colette, því að þegar öllu er á botninn hvolft, þá er- um við í rauninni gamlir vinir.“ Henri var líkastur svefngöngu, en mjög ánægðri svefngöngu. Hann sagði: „Já, mér finnst ég hafa þekkt þig árum sam- an.“ Hundurinn smeygði sér milli fótanna á honum, settist og mændi á hann. „Þetta er Hercule,“ sagði hann. „En þetta er blátt áfram ótrúlegt,“ sagði Colette. „Þú ert nákvæmlega eins og ég ímyndaði mér að þú værir. Og jafnvel hundinn vantar ekki.“ „Kannski stafar það af því, að þú hef- ur séð mig daglega,“ sagði Henri. „Ég stoppa daglega hérna fyrir utan til þess að horfa upp í gluggann þinn. Þú ert venju- lega að skrifa.“ „Þá hlýt ég að hafa séð þig án þess að gera mér það ljóst,“ sagði hún. „Þannig hefur myndin af þér orðið til í huga mér. Æ, hvað þetta er dásamlegt! Þetta er eins og yndislegt kraftaverk." „Það er kraftaverk.“ Þau störðu hvort á annað full aðdáunar. Fidéle prófessor var notalega heitt um hjartaræturnar, þegar hann sagði: „Ef þið viljið afsaka mig eitt andartak . . .“ „Þetta er eins og draumur," sagði Col- ette, „eins og yndislegur draumur.“ „Ef þetta er draumur, þá vil ég aldrei vakna,“ sagði Henri. Fidéle prófessor sagði: „Ef þið viljið eitt andartak afsaka mig . . .“ „Eigum við að fara í göngutúrinn okk- ar?“ spurði Colette. „Ef þú villt,“ sagði Henri alvarlegur. „Við skulum fara í göngutúrinn okkar, Colette. Kannski vöknum við ekki fyrr en honum er lokið.“ Colette sagði fullt eins alvarlega: „Kannski eigum við aldrei eftir að vakna.“ Þau brostu hvort framan í annað. Fidéle prófessor dæsti. Hann fór niður í anddyrið til þess að horfa á þau ganga út saman, og hann var kominn út á tröppurnar og horfði hugfanginn á eftir þeim, þegar ungur piltur kom á reiðhjóli og spurði eftir ung- frú Briand. „Ertu með skilaboð til hennar?“ spurði prófessorinn. „Ég átti að hitta hana,“ sagði dreng- urinn. Hann virtist vera á fimmtánda árinu. „Því miður hætti ég við að koma, en svo snerist mér aftur hugur. Við ætl- uðum að tala saman um skáldskap. Ég ætla sjálfur einhverntíma að verða skáld.“ Prófessorinn deplaði augunum. Hann sagði: „Þekkirðu ungfrú Briand?“ „Ja, það geri ég raunar, þó að hún þekki mig bara undir nafninu „Lesandi“,“ ansaði drengm’inn. Eitt andartak hafði prófessorinn með- aumkun með þessum listhneigða unglingi. Nú, en ef hann ætlaði að verða skáld, hafði Framhdld á bls. 18. „ALLT I V0LLI“ í NÍGERÍU PIPARSVEINAR í Austur-Nígeríu eiga erfiða daga um þessar mund- ir. Þótt þá dauðlangi marga hverja í hjónabandið, hafa þeir í rauninni alls ekki efni á því. Ástæðan er sú, að kvenfólk á gifting. araldri hefur stórhækkað í verði. Fyrir stríð kostaði snoturt konuefni um 1800 krónur. Greiðsla fór annað- hvort fram í peningum eða skartgrip- um og vörum. Foreldrarnir fengu and- virðið. Nú er verðbólga á þessum slóðum og konuefnin kosta upp undir fimm þús- und krónur stykkið eða jafnvel meira. Skólagengnar stúlkur eru algerlega ófáanlegar fyrir fimm þúsundir. Núver- andi verð á kennurum eða hjúkrunar- konum er nær 15,000 krónum. Auk þess eru ósviknir svarta markaðs braskarar búnir að skerast í leikinn. Efnaðir og ófyrirleitnir þrjótarerutekn- ir til við að hamstra kvenfólki í hagn- áðarskyni. Oft kaupa þeir kornungar telpur, því að í Nígeríu eru stúlkur oft heitbundnar karlmönnum á meðan þær eru ennþá óvitar. Foreldrarnir gæta þeirra svo, uns þær ná giftingaraldri. Fregnir herma, að einn slunginn f jár- málamaður hafi keypt tuttugu telpur fyrir rösklega 2,000 krónur stykkið, ,,geymt“ þær í nokkur ár og selt þær aftur fyrir allt frá 5,000 til 10,000 krón- ur. Þar sem karlmönnunum í Nígeríu finnst konur gimilegastar, þegar þær eru í góðum holdum, er það mikil tíska, að unnustinn sendi kærustunni fitandi fæðu á meðan hún dvelst í föðurhús- rnn. Fullyrt er, að sniðugur náungi hafi hagnast vel á því að kaupa konuefni og fita þær á — innfluttu lýsi! Hvað sem hæft er í þessu, þá er hinu ekki að neita, að verðbólgan á kvennamarkaðinum veldur stjórnar- völdum Nígeríu sívaxandi áhyggjur. Til athugunar er núna að setja hámarks- verð á konuefni — um fjórtán hundruð krónur. Við það situr. En gömlu mennirnir í Nígeríu tala um þá góðu gömlu daga fyrir fimmtíu árum, þegar fallegustu stúlkurnar kostuðu tæpar 500 krónur og hægt var að eignast bara snotra eiginkonu fyrir tvö til þrjú hundruð. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.