Vikan


Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 12

Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 12
FORSAGA: Það var óeirð í föngunum. Ég var fangavörður í fylkisfang- elsinu í Georgíu. Mér leið ekki sem bezt sjálfum. Það var kominn nýr f angi í fangelsið — Gwen Ben- son, 21 árs gömul stúlka. Það átti að taka hana af lífi fyrir morð. Þetta gerðist fyrir fimmtíu árrnn. Fang- elsin voru fangelsi í þá daga, engar uppeldisstofnanir. Fangarnir kipptu sér ekki upp við það, þótt einn og einn karlniaður væri tekinn af lífi. En kvenmaður — og kornung stúlka í þokkabót! Það var annað mál. Það lá í loftinu, að þeir voru reiðubúnir að fóma lífi sínu til að bjarga henni. Svo sá ég hana og talaði við hana nokkur orð. Eftir það fór mér að líða illa. Eftir nokkrar andvökunætur, komst ég að þeirri niður- stöðu, að hún væri saklaus. Ég afréð að bjarga henni, ef þess væri nokkur kostur, og tækifærið fékk ég kvöld- ið fyrir laftökudaginn. Þá andaðist Robert Flowers, seytján ára gamall ógæfupiltur, sem var nýkominn í fangelsið. Ég fékk fanga að nafni Lynn í lið með mér, og í sameiningu tókst okkur að grafa lík Roberts Flowers á laun, ná Gwen Benson með brögðum úr dauðaklefanum og láta hana klæðast einkennisbúningi karifanga. Mér var það um megn að smygla henni út úr fangelsinu. Hinsvegar treysti ég því, að henni væri óhætt í gerfi Roberts Flowers, að engum mundi detta í hug að leita að henni meðal sjálfra refsifanganna. Sú von rættist. Og svo var „Robert FIowers“ valinn í fangaflokkinn, sem senda átti til þvingunarvinnu hjá Continental jámbrautafélaginu! A I G S A EG átti ftí laugardagsmorguninn og var snemma á fótum. fig lagði af stað til Kenham rétt eftir að fangarnir héldu til vinnu sinnar. Ég átti aftur erindi í ritstjórnarskrifstofu Morg- unpóstsins. Það var hráslagalegt veður, rigningarsuddi og rok. Ég tók eftir því, að David Wint, klefafélagi Gwen Bensons, gekk áveðurs við hana, eins og hann væri að reyna að skýla henni með líkama sínum. Ég vonaði, að hann reyndi elcki að vera allt of riddara- legur við stúlkuna, því að til lengdar gæti það vakið grun. Lynn Hale og Rex Carson voru næstir á undan þeim í röðinni, sá fyrrnefndi þögull og brúnaþungur, hinn kæruleysislegur á svipinn sem endranær og með hrokafullt glott á vörunum. Hann var að tala við Lynn, þegar þeir gengu fram hjá, og var í bezta skapi. Rex Carson virtist ekki kvíða ferðalaginu, sem fyrir honum lá. Hann benti á fangavagnana fimm, um leið og þeir gengu fram hjá, og ég sá að hann hló. Tom Mugridge var áð sýsla fyrir framan vagnana og með honum Hector Brody, annar fangavarðanna, sem fylgja áttu Continental- floklcnum auk min. Brody var gildur og samanrekinn, hai'ður í horn að taka og óvæginn. Ég vissi að hann og Mugridge voru góðir kunningjar. Ég elti fangafylkinguna út úr porthliðinu, og fáeinum mínútum síðar var ég kominn upp í póstvagninn til Kenham. Ég var feginn að kom- ast i skjól, því að veður fór versnandi. Þegar ég steig út úr vagninum spölkorn frá ritstjórnarskrifstofu Morgunpóstsins, var komið mesta slag- veður. Ég hljóp yfir götuna og stóð fáeinum mínútum síðar holdvotur og móður í skrifstofu ritstjórans. Hann horfði á mig og ég sá, að hann þekkti mig aftur. Hann beit í vindilinn og sagði ólundarlega: „Nú, þú? Hvað viltu núna?“ Ég fór óboðinn úr kápunni og fleygði mér í hægindastólinn andspænis honum. „Ég veit, að ég var dálítið ósamvinnuþýður þegar ég var hérna síðast," sagði ég, ,,en nú get ég kannski gert ykkur greiða. Það er að segja, fyrst K U G G A L G A JV S eftir William Gaston jr. verðið þið að gera mér greiða." „Grunaði mig ekki!“ „Það er viðvikjandi Gwen Benson.“ „Það er meiri áhuginn sem þú hefur á þeim herjans kvenmanni. Þekk- irðu hana, eða hvað?“ Ég teygði úr mér og geyspaði. „Ég hafði aldrei séð hana, ritstjóri góður, áður en hún kom í fangelsið. Svo talaði ég við hana fáein orð. Það sem hún sagði mér, vakti áhuga minn.“ Ég útskýrði fyrir honum, að ég væri bara réttur og sléttur fanga- vörður að stytta mér stundir með því að leika leynilögreglumann. Ég lét hann skilja á mér, að ég teldi mjög ósennilegt, að Gwen Benson hefði verið dæmd saklaus. Hinsvegar væru tvö þrjú atriði athyglisverð við sögu hennar. Og samvisku minnar vegna, yrði ég að kynna mér þau nánar, jafnvel þótt títtnefnd Gwen Benson væri nú horfin. Það lyftist á honum yglibrúnin því lengur sem ég talaði og að lokum setti hann hátíðlega upp gleraugun og bauð mér vindil. „Hvað sagði hún yður?“ spurði hann um leið og hann gaf mér eld. Ég sogaði að mér reykinn. „Það get ég því miður ekki sagt yður, ritstjóri, að svo stöddu máli. En einu skal ég heita yður. Ef . . . rann- sóknir mínar bera jákvæðan árangur, þá skal blaðið yðar verða fyrst með fréttirnar." Hann velti þessu fyrir sér stundarkorn, ypti síðan öxlum og sagði: „Þér ráðið. Ég verð að treysta yður.“ „Þér sögðuð mér á sínum tíma, að minnst hefði verið á ákveðinn lækni við réttarhöldin yfir henni.“ „Alveg rétt. Stephen Klinksr hét hann „Þér sögðuð líka, að Patrick Shayne, verjandi ákærðu, hefði reynt að kalla hann sem vitni.“ „Kemur heim.“ „Hinsvegar,“ hélt ég áfram, „kom á daginn, að Stephen Klinker átti ekki heimangengt ef svo mætti orða það. Hann lá fótbrotinn í New York.“ „Laukrétt!“ Ritstjórinn hallaði sér aftur á bak í stólnum. „Hann hafði fai’ið til New York og orðið fyrir því óhappi, manngarmurinn, strax við komuna, að fótbrotna. Svo hann gat ekki borið vitni í réttarhöldunum." Ég stóð á fætur og gekk að glugganum. Regnið buldi á rúðunni. Ég sagði: „,Ritstjóri, nú verðið þér að treysta mér og spyrja engra spurn- inga. Eins og ég sagði áðan, heiti ég yður því á móti að láta blað yðar ganga fyrir öllum fréttum — éf einhverjar reynast.“ Ég sneri mér frá glugganum. „Þér verðið að láta fréttaritara yðar eða umboðsmann í New York ganga úr skugga um, hvort Stephen Klinker læknir hafi nokk- urntíma þangað komið, og ef svo. er, þá hvort hann hafi slasast." Ég beið talsvert spenntur eftir svari ritstjórans. Hann horfði á mig gegnum gleraugun, hallaði undir flatt og setti stút á munninn. Ég sá, að það var að brjótast i honum, hvort hann ætti að reyna að fá mig til að leysa frá skjóðunni. En að lokum dæsti hann mæðulega og sagði: „Ég skal sjá um, að þetta verði gert.“ Hann hjálpaöi mér í lcápuna og fylgdi mér til dyra og niður í and- dyrið. Ég rétti honum höndina og spurði um leið: „Hvenær má ég búast við svari?“ „Þetta er fljótgert," ansaði hann, „og ég mun strax sima til New York. Ég held ég geti lofað yður svari á mánudag.“ „Ágætt,“ sagði ég. „Ég reyni þá að skjótast hingað." „Þér hafið kannski einhverjar fréttir að segia mér þá?“ Hann horfði á mig eins og barn, sem er að biðja um brjóstsykur. Ég brosti. „Við sjáum til.“ Svo opnaði ég hurðina og skundaði út í rigninguna. ÉG iETLAÐI að taka póstvagninn til baka klukkan eitt en var svo hepp- inn að hlaupa í fangið á manni, sem átti búgarð skammt frá fangelsinu og var einmitt að leggja af stað heimleiðis. Hann ók mér alla leið að port- hliðinu, og klukkan var rétt rúmlega tvö, þegar ég gekk inn í borðsal fangavarðanna og byrjaði á því að fá mér bolla af lútsterku kaffi. Ken Mills var þar fyrir og rabbaði við mig á meðan ég borðaði. „Jæja, þá ertu á förum.“ „Já. Það er ætlunin að leggja af stað í fyrramálið." 12

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.