Vikan


Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 3

Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 3
Einn daginn dansa ég í glæsilegri höll og daff er éff stmdd ú blóöuffwm víffvelli Er G er ,,aukaleikari“. Ég er ein af þeim þúsundum ,,leikara“, sem við sjáum bregða fyrir í kvikmyndunum, sem sjást kannski brot úr mínútu — og sem aldrei segja orð. Vinir mín- ir sumir segjast öfunda mig. Þú ert heppin, segja þeir, að þurfa naumast að gera annað en slæpast úti í kvikmyndaverunum allan liðlangan daginn — og fá fyrir það borgun. Þrjú pund# á dag meira að segja! Jæja, ég er búin að vera aukaleikari á fimmta ár, og það er ein erfiðasta vinna sem hugsast getur. Sein aukaleikari er ég í rauninni sífellt í atvinnuleit. Ég veit það ekki fyrr en á síðustu stundu, hvort ég fæ vinnu daginn eftir. Það eru um 1400 félagsbundnir aukaleikarar í London og það er ekki nærri nóg vinna handa öllum. Á hverjum degi milli fimm og sjö hringi ég á Ráðningastofu kvikmyndafélaganna og segi nafnið mitt, og sá, sem svarar, flettir upp í ráðningaskránni og svarar eitthvað á þessa leið: „Elstree kvikmyndaverið. Samkvæmiskjóll. Loðkápa. Vetur.“ Eða hann segir: „Ekkert í kvöld,“ og það þýðir, að ég er at- vinnulaus næsta dag. Vinnan í kvikmyndaverunum hefst ýmist klukkan hálf átta eða hálf níu. Sé maður búsettur í Suður-London, eins og ég, þýðir þetta, að maður verður að vera kominn á fætur um fimmleytið á morgnana. Þegar ég kem út í kvikmyndaverið, hef ég fataskipti í búnings- herbergi, þar sem allt að fimmtíu aðrar stúlkur eru stundum fyrir. 1 hádeginu borða ég eina eða tvær brauðsneiðar, sem ég kaupi í veitingastofunni á staðnum. Vinnu lýkur tuttugu mínútum yfir sex, nema unnin sé eftir- vinna. Þá verð ég að taka mér stöðu í feiknlangri biðröð, til þess að fá kaupið mitt. Það þýðir að ég kemst heim einhverntíma á níunda tímanum um kvöldið. Þá veit ég líka, hvort mín er þörf daginn eftir. Ég bý heima hjá foreldrum mínum, og það gerir mér þetta svolítið auðveldara. Sumar starfssystur mínar verða að byrja á því að elda sér mat, þegar þær loks komast heim. Hvað mér við- víkur, þá þvæ ég af mér andlitsfarðann, borða og laga á mér hárið. Ég þvæ það tvisvar í viku. Það síðasta, sem ég geri áður en ég fer að hátta, er að straua eða pressa fötin, sem ég þarf að fara með í kvikmyndaverið næsta dag. Aukaleikarinn á í rauninni allt sitt undir fötunum sínum. Því meiri fatnað sem hún (eða hann) á, því meiri vinna. Ef hún hinsvegar er svo óheppin að vera lengi atvinnulaus, þá vantar hana peninga til þess að kaupa sér ný föt, og það veldur því aftur, að hún fær sjaldnar vinnu. Stúlka, sem ætlar sér að lifa á því að vera aukaleikari, þarfn- ast sex til átta samkvæmiskjóla! Ég hef komist að þeirri niður- stöðu, að ég þurfi líka að eiga talsvert úrval af síðdegiskjólum, kápum og skóm. Annars fæ ég einfaldlega ekki nóg að gera. Þetta er dýrt. Auk þess verð ég að eyða talsverðu í fargjöld, símahringingar og allskyns snyrtivörur. Það eina, sem ég þarfn- ast og ekkert kostar, er svefn. Ég þarf að geta verið vel hvíld að morgni. Sumarfrí? Mér tekst venjulega að fé mér svosem viku frí, en á meðan á því stendur, hef ég sífelldar áhyggjur af töpuðu vinnu- dögunum. Aukaleikarinn á í rauninni aldrei frí, því að vinnu sína fær hann með símahringingum. Ef ég fer í bíó klukkan fimm, verð ég iðulega að skjótast í símann þrisvar fjórum sinnum meðan á sýningu stendur, til þess að hringja á ráðningastofuna. Hvað þurfa stúlkur að gera, til þess að vera góðir aukaleikar- ar? Auk fatnaðarins, sem ég minntist á áðan, þurfa þær alltaf að vera fallega og snyrtilega klæddar, tandurhreinar og að forð- ast það eins og heitan eldinn að fara til kvikmyndaversins í rauðum, hvítum eða svörtum fötum. Ástæða: Engin föt myndast verr. Og eftir á að hyggja verða þær að vera stundvísar. Ef aðstoðar-leikstjórinn verður að leita að þér í miðju kafi, er harla ósennilegt, að þú verðir beðin um að koma aftur. Reynsla mín er sú, að jafnvel þótt ég hafi nokkurnveginn * Það eru 45 krónur í pundinu. stöðuga vinnu, beri ég harla lítið úr býtum. Ég er svo heppin að vera sjaldan lengi atvinnulaus, vegna þess að ég er oft beðin um að vera „staðgengill“ tveggja kunnra leikkona. Staðgengill- inn hefur það verkefni að standa fyrir framan kvikmyndavél- arnar á meðan verið cr að. koma þeim fyrir og stilla þær, en síðan tekur hinn raunverulegi leikari við. Þrátt fyrir þetta, læst ég vera heppin, ef ég hef tíu pund frí á viku upp úr krafsinu. Mjög fáir aukaleikarar hafa meira en 350 punda árstekjur. Ég varð aukaleikari eftir að hafa verið um skeið sýningar- stúlka á tískusýningum. En sumar starfssystra minna eru afgreiðslustúlkur, nemendur, vélritunarstúlkur eða húsmæður, sem þarfnast aukateknanna. .Þeir dagar eru hinsvegar liðnir, þegar hver sem var gat gert það sér til gamans að bregða sér út í kvikmyndaverin og biðja um vinnu sem aukaleikari. Nú höfum við félagsskap með okkur og í honum verða allir aukaleikarar að vera. Umsækjendur um upptöku eru kvaddir fyrir sérstaka nefnd, sem spyr þá, hvað hann eða hún geti gert, hver sé fataeign viðkomandi o. s. frv. Þeir, sem komnir eru „bara að gamni sínu“, fá ekki inngöngu. Við erum líka vel á verði gagnvart stúlkunum, sem hafa fengið þá flugu í höfuðið, að þær þurfi ekki annað en komast inn í kvikmyndaver, til þess að leikstjórarnir flykkist að þeim og Framhald á bls. 19 SAMlíLMJHU ÞJÓÐIRNAR vilja gjarnan gefa stúdentum víðs- vegar að úr heiminum kost á að kynnast starfsemi samtakanna á staðnum. Sérstakur sjóður hefur því verið stofnaður og styrkir hann imgt fólk til einskonar námsdvalar í aðalbækistöðvum S. Þ. í New York. Alls eru stúdentamir tuttugu í ár. Á myndinni eru fimm þeirra. Stúlkan fyrir miðju borði er indversk, en vinstra megin við liana sænsk stúllca og liægra megin austurrískur pilt- ur. Bak við þau er stúlka frá Argentínu og Filippseyingur. 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.