Vikan


Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 13

Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 13
* \ „Mugridge var að spyrja eftir þér áðan.“ „Nú?“ „Hann ætlar að vera búinn að skipa í vagnana fyrir kvöldmat." „Ágætt. Þá á ég frí í kvöld. Eigum við að reyna að fá einhverja í spil?“ Ken féllst á það og talið snerist fyrst að almennum hlutum og síðan — eins og nærri því var óhjákvæmilegt þessa dagana — að hvarfi Gwen Bensons. „Skrítið,“ sagði Ken, „að Rustam gamli skyldi reyna að bendla þér við þetta.“ „Hann er farinn að ganga í barndóm, karlgarmurinn. Auk þess verður hann að reyna að klóra i bakkann. Hann má þakka sínum sæla ef hann fær að halda stöðunni. Það er ekki á hverjum degi, sem dauðadæmdur fangi strýkur úr vörslu fangavarðar, sem allt bendir til að hafi verið dauðadrukkinn.” Ken hellti kaffi í bollana okkar og við sötruðum kaffið, reyktum og létum fara vel um okkur. Það var greinilegt, að Ken lá eitthvað á hjarta, en kom því ekki upp. Loks sagði ég og brosti góðlátlega: „Hvað ertu að hugsa um, Ken? Komdu! Út með það! Ég er ekkert hörundssár.“ Hann horfði vandræðalega á mig. „Mugridge . . .“ „Já.“ „Mugridge hefur verið að láta að því liggja undanfarna daga, að Rustam gamli sé kannski ekki að rugla. Með öðrum orðum, að þú hafir átt einhverja hlutdeild í hvarfi stúlkunnar." Ég hló hæðnislega. „Ég er óhræddur við Mugridge.“ „Varaðu þig samt á honum. Ég er dálítið naskur á menn, og ég er sannfærður um, að honum er meinilla við þig. Honum væri ekkert kær- ara en að koma þér í klípu.“ Elg lofaði Ken vini mínum að fara að öllu með gát og hann fór fram í varðstofuna að leita að mönnum i spilin um kvöldið. Ég fór aft- ur í kápuna og hélt út að fangavögnunum, þar sem ég hitti Brody fyrir og spurði um Mugridge. Það voru tveir fangar með Brody og annar þeirra var Rex Carson. Þeir voru að prófa járnateinana svokölluðu, sem gengu í gegnum fangavagnana endilanga og læstu fangana við fletin um nætur. Brody sagði mér í óspurðum fréttum að Mugridge hefði skipað Carson fangastjóra i sínum vagni. Hann hélt að Mugridge væri í smiðjunni, og þar kom ég að honum þar sem hann var að yfirlíta járnin' á fangaflokkinn. Það var vínlykt af honum og hann var úfinn og óhreinn eins og endranær. En hann tók mér eins og ég væri glataði sonurinn kominn heim til föðurhúsa. „Feginn þú ert kominn!" kallaði hann. „Hér er enginn maður með viti.“ „Brody segir mér, að Carson eigi að vera fangastjóri í vagni númer fjórtán." „Laukrétt." Mugridge brosti. „Hann er tilvalinn í embættið." „Þú átt við, að hann sé nógu samviskulaus til að níðast á félögum sínum?" „Það er kannski full hart að orði kveðið, Gaston minn góður, en I»að heyrðist lágur hlátur og út tun vind- augað á vagninum, sem Gvven stóð undir, seildist hendi . . . V. ?? ' ij. ' J| 'A 1 \ ** ^ : Æfk \\& Á - 1 yjrm 'ögn af sannleika er i því samt. Mér hefur alltaf reynst best að setja stóru þrjótana yfir litlu þrjótana, ef svo mætti orj.a það.“ Hann brosti aftur. „Og mundu það, drengur minn, að ég hef meiri reynslu i þessum efnum en þú.“ v Tónninn var föðurlegur og nærri þvi mildur, en það var ögn af ögrun í svipnum og látbragðinu. Ég horfði á hann þegjandi litla stund, en ypti svo öxlum. „Þú stjórnar, Mugridge. Þetta er þinn fangaflokkur." Hann tók undir handlegginn á mér og leiddi mig út að vögnunum og rabbaði um það, sem gera þyrfti. Hann sagðist ætla að vera búinn að skipa föngunum í vagnana ekki seinna en sjö, og hann væri búinn að gera ráðstafanir til þess að þeir yrðu komnir í portið á slaginu fjög- ur. Það væri þvi tæpur klukkutími til stefnu. Hvað segði ég um að koma upp á herbergið hans og eyða þessum klukkutíma yfir einu eða tveimum glösum? Það var komin neitun fram á varirnar á mér, þegar mér datt í hug,' að úr því við Mugridge ættum eftir að umgangast daglega næstu mán- uðina, væri ekki vert að sýna honum meiri fjandskap en nauðsyn krefði. Auk þess var mér hrollkalt eftir flækinginn. Þannig atvikaðist það, að næsta klukkutímann sátum við uppi á hei'berginu hans og drukkum viský á meðan Brody vesalingurinn stóð úti í rigningunni og leit eftir föng- unum, sem voru að leggja síðustu hönd að undirbúningi fararinnar. Mugridge svolgraði viskýið eins og vatn og hann var orðinn. þétt- kenndur eftir kortér. Fáeinum mínútum seinna var farin að kjafta á hon- um hver tuska, og þegar við komum niður í portið klukkan tæplega hálf fimm, var hann búinn að segja mér þrisvar sinnum sömu skrítluna. Hins- vegar tók ég eftir því, að hann tók sjálfum sér tak um leið og við gengum út í portið, og þegar hann byrjaði að skipa fyrir verkum, var það aðeins eldrautt andlitið sem gaf til kynna, hvé mikið áfengismagn maðurinn hafði innbyrt. Fangarnir níutíu sem fara áttu til Continental járnbrautafélagsins, stóðu undir fangelsismúrnum i þrefaldri röð. Rennblaut fötin limdust við líkama þeirra og andlitin voru sljó og þreytuleg. Ég renndi augunum yfir fylkinguna og sá, að David Wint var enn við hliðina á Gwen og Lynn Hale beint fyrir aftan hana. Wint var að tala við hana í hálfum hljóðum, og öðru hvoru leit hún upp og horfði snöggvast á fangavagnana og mennina, sem voru á stjái í kringum þá. Ég gat mér til, að hann væri að útskýra fyrir henni, hvað í vændum væri, búa hana undir það, sem í hönd fór. Rex og fjórir fangastjórar aði’ii' — einn fyrir hvern vagn — voru komnir með járnin; þau lágu í hrúgu við vagnana. Úr smiðjunni höfðu verið fluttir tveir steðjar, og við þá stóðu fjórir filefldir fangar með tengur og slaghamra. Mugridge öskraði á fangana að þegja og flutti yfir þeim stutta ræðu. Hann kynnti fangaverðina, lofaði föngunum öllu illu ef þeir óhlýðnuð- ust, hét þeim glottandi nægri vinnu og endaði með því að tilkynna, að fangastjórarnir — félagar þeirra, sagði hann og brosti kuldalega — mundu semja um það sín á milli í hvaða vögnum fangarnir höfnuðu. Skiptingin fór þannig fram, að fangastjórarnir kusu sér menn á víxl, eins og þeir væru að skipta liði fyrir leik. Þeir gengu á röðina og bentu, og fangarnir skiptust í fimm jafnstóra hópa, uns 18 voru í hverjum hóp, að fangastjóranum meðtöldum. Ég horfði yfir þyrpinguna og sá, að það sem ég hafði ósjálfrátt óttast, hafði einmitt skeð. Gwen var orðin viðskila við Lynn Hale og David Wint. Hún stóð í hópnum, sem hýmdi undir vagni númer fjórtán — vagninum sem Rex Carson stjórnaði. Ég stóð í skjóli í skoti skammt frá porthliðinu og fylgdist með því sem fram fór. Það var hætt að rigna allt í einu, en vindurinn var nístingskald- ur. Ég sá Rex Carson skipa mönnum sínum í einfalda röð og leiða röð- ina að öðrum steðjanum. Hann tók í handlegginn á Gwen og ýtti henni inn í röðina, en þó ég gæfi honum nákvæmlega gætur, gat ég ekki séð, að hann skipti sér meir af henni en hinum föngunum. Hann stjakaði þeim á undan sér einum og einum í senn upp að steðjanum, og að vörmu spori höktu þeir burtu með þessu einkennilega, afkáralega göngulagi, sem fótajárnum fylgir. Það er rétt að ég skjóti því inn í hér, að allt fram að síðustu heims- styrjöld var það algengt í Suðurrikjmium, að fangar, sem hýstir voru í fangavögnum, bæru fótajárn. Það var regla á þeim árum, :cm hér greinir frá. Járnin þjónuðu tvöföldum tilgangi. Á daginn komu þau i veg fyrir, að fanginn gæti fleygt frá sér verkfærunum og hlaupið eitt- hvað út í buskann; þau voru þyngri en svo, að hægt væri að komast langt í þeim. Um nætur voru þau svo notuð til þess að læsa fangann við svefnstað sinn; hann var fastur við fletið, sem hann lá á, og gat sig eklci þaðan hrært nema losna fyrst við járnin. Fangaröðin við steðjann styttist uns komið var að Gwen Benson. Hún bar sig að eins og hinir fangarnir, sottist á jörðina og studdi sig með höndunum, um leið og tveir fangar gripu fætur hennar og lögðu þá yfir steðjann. Tveimur járnhólkum var smeygt um öklana, glóandi hnoðboltum þrætt í götin, slaghamrinum sveiflað nokkrum sinnum; svo voru járnin föst. Þegcr hún stóð á fætur, hlykkjaðist gild keðja milli ökla hennar, en úr henni miðri hékk löng festi, sem endaði i allstórum járnhring. 1 gegnum þennan járnhring var járnateininum skotið á kvöldin, þegai' fanginn var kominn á sinn stað í vagninum. Ég horfði á Gwen. Hún hikaði, og í þeim svifum sá ég Rex vinda sér að henni og benda upp að vagni númer fjórtán. H.ann dró snærisspotta úr hönkinni, sem hann hélt á, benti á mittið á henni og sagði eitthvað. Hann var að segja henni, hvernig hún ætti að binda upn um sig járnin. Hún hneppti frá sér jakkanum og hnýtti snærið um sig miðja. Svo brá Framhald á bls. 16. 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.