Vikan


Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 18

Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 18
Svertingjadrengur handa... Framhald af bls. 14. aðir 17 réttir prjónar. Takið nú prjóninn með rauða gaminu og haldið honum fyrir framan bláa prjóninn, og prjónið síðan með rauðu saman eina rauða og eina bláa lykkju út fyrsta prjóninn. Haldið svo áfram með rauða garnið 23 prjóna. Þá er komið að handleggjunum, og fitjaðar upp 20 lykkjur sitt hvoru megin við bol- inn. Nú eru 60 lykkjur á og prjónaðir enn 10 réttir prjónar. í byrjun næstu 4 prjóna eru felldar af 10 lykkjur á hverjum og síðan þær 20 lykkjur, sem eftir eru. Framhliðin: Fitjið upp 10 lykkjur með rauðu. 1. iirjónn: réttur, 2. prjónn: 2 rétt- ar, 2 saman, síðan réttar lykkjur þar til 2 eru eftir, þá er ein lykkja aukin í, og rétt út prjóninn. Þessir 2 prjónar eru endurteknir fjórum sinnum og þessar tíu lykkjur svo geymdar á aukaprjóni. Hin hliðin prjónuð á sama hátt, nema aukning- in og úrtakan eru nú á gagnstæðum hlið- um. Nú eru buxurnar að framan prjón- aðar á sama hátt og bakstykkið upp að mitti. Haldið svo jakkalykkjunum fyrir framan þær bláu og prjónið tvær og tvær saman (rauða og bláa lykkju) og ljúkið framstykkinu á sama hátt bakinu. Höfuðið: Fitjið upp 10 lykkjur með svörtu eða dökk bláu. Prjónið 3 rétta prjóna. I byrjun og endi næsta prjóns er aukin ein lykkja, og þessi aukning er endurtekin 4. hvern prjón þar til 18 lykkj- ur eru á. Prjónið 10 rétta prjóna. Prjónið 2 lykkjur saman í byrjun og endi næsta prjóns, og þetta er endurtekið 4. hvern prjón þar til aftur eru eftir 10 lykkjur. Prjónið 3 prjóna og fellið svo af. Prjónið annað stykki á sama hátt. Takið upp 12 lykkjur framan á ermun- um og prjónið hendurnar með svörtu eða dökk bláu; níu réttir prjónar, felldar af 2 lykkjur í byrjun tveggja næstu prjóna, 2 réttir prjónar, fellt af. Kraginn er prjónaður úr hvítu. Fitjið upp 24 lykkjur. Prjónið einn prjón, takið svo úr eina lykkju hvoru megin næstu 6 prjóna, prjónið einn prjón, fellið af. Nú er brúðan saumuð og stoppuð upp með ,,vatti“. Hnappar eru festir framan á jakkann og tautölur hafðar fyrir augu. Nef og munnur saumað með rauðum ,,kontórsting“. Hárið er búið til úr svörtu eða dökk bláu. 7V2 cm. langir endar eru lagðir saman og festir í samskeytin á höfðinú. Blá silkislaufa er saumuð við kragann og rautt „belti“ spennt um mittið. Jafnvei kóngar láta... Framhald af bls. 11. tólf dansstúlkna. Stúlkur í hernum og flot- anum koma líka alloft. Oftast láta þær tattóvera fætumar á sér og þá helst lærin. Viðskiptavinurinn — hvort sem hann er karlmaður eða kvenmaður — getur val- ið úr miklu myndaúrvali. Hann getur lát- ið tattóvera á sig hjörtu og ankeri fyrir fáeinar krónur, og hann getur líka fengið sér nokkurra þúsunda króna ,,málverk“ á bakið. Hversvegna lætur fólk tattóvera sig? Af hjátrú? Til fegurðarauka ? Til þess að sýna, að það sé búið að sjá veröldina? Til þess að vera öðruvísi en fólk er flest? Leslie Burchett stendur hjartanlega á sama um ástæðurnar. „Það skiptir mestu máli, að það kemur,“ segir hann. — NEILL HIRZT. I háalofti — með lífið... Framhald af bls. 17. skipað að „fylgja vélunum út á flugbraut- ina“, þ. e. a. s. sita á stélum þeirra, þar til þær væru tilbúnar til flugtaks. Það hvarflaði því ekki að honum, að hann væri með „farþega". Honum fannst vélin að vísu einkenni- lega „þung“ þegar hún hóf sig til flugs, en áttaði sig ekki á því fyrr en hann var kominn á loft, að það var eitthvað alvar- legt að hæðarstýrinu. Hann flaug upp í 600 feta hæð, en þá lét vélin svo illa að stjórn, að hann velti því fyrir sér í fullri alvöru, hvort ekki væri vissast að grípa til fallhlífarinnar. Til allrar hamingju ákvað hann þó að yfirgefa ekki vélina fyrr en í fulla hnefana og kallaði á flug- turninn um talstöðina og bað um leyfi til að lenda. Vaktstjórinn í flugturninum leit út um gluggann og sá samstundis, að einkennis- klædd stúlka sat á stéli orustuflugvélar- innar! Hann ákvað á slaginu, að tryggast væri að gefa flugmanninum lendingar- leyfið án þess að upplýsa hann um þetta. Ég á einn lítinn grip til minningar um flugferðina mína. Flugvélin varð fyrir skotum nokkru seinna, og þótt hún lenti heilu og höldnu, datt ýmislegt úr henni. Ég fann dálitla jámþynnu úr henni, og lét búa mér til merki flughersins. — MARY I. HORTON Hún var að fara á stefnumót F'ramhald af bls. 7. \ hann bara gott af því að verða fyrir svo- lítilli sorg. Hann sagði alvarlegur á svip: „Mér þykir það leitt, en ungfrú Briand er dáin.“ Þegar drengurinn var farinn, horfði Fidéle prófessor niður götuna, og hann gat enn séð Colette og Henri þar sem þau leiddust undir trjánum. Kannski var Colette ekki enn búin að uppgötva, að Henri var ekki hinn nafn- lausi pennavinur hennar. Þau virtust of ánægð með sig eins og á stóð til þess að víkja að þeim atburðum, sem leitt höfðu til fundar þeirra. Prófessorinn brosti ánægjulega. ý*að lá í augum uppi, að þegar misskilningurinn kæmi í Ijós, mundu þau hafa af því litlar áhyggjur. Hann togaði hressilega í hattinn sinn, þandi út brjóstkassann og gekk út í sól- skinið. Honum var innanbrjósts eins og hann væri sjálf forlögin. Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 4: 1. Tvær: Indverski fíllinn og Afríku-fíllinn. 2. Hann er fæddur 1782 í Genova, dáinn 1840. 3. Mississippi, ásamt þverá sinni, Missouri, er talið lengsta fljót heims. Það er 7,000 km. 4. Hann fól hana þjóðhöfðingjanum. 5. London. 6 . Friðrik II. af Prússlandi, Jósep II. í Aust- urríki, Katrín II. í Rússlandi og Gústaf III. í Svíþjóð. 7. Stephan G. Stephansson. 8. Þorvaldur Gisurarson í Hruna, faðir Gisurar jarls. 9. 1906. 10. Nálega 10 m. Brautryðjandastarf Loftleiða BANDARlSKA tímaritið „Business Week“, sem er eitt stærsta og víðlesnasta vikublað ame- riskra kaupsýslumanna, birti nýlega langa grein um starfsemi Loftleiða. Bendir tímaritið m. a. á hina eftirtektarverðu þróun félagsins og telur það hafa unnið braut- ryðjandastarf með hinum lágu fargjöldum milli meginlanda Evrópu og Norður-Ameríku. Tímaritið telur að afleiðing stefnu Loftleiða í fargjaldamálunum hafi m. a. orðið sú, að um- ræður séu nú hafnar á fundi IATA — alþjóðasam- steypu stóru flugfélaganna — í Cannes, sem hófst nýlega, um það að lækka fargjöldin verulega, með flugvélum annarra félaga. Business Week staðhæfir að Loftleiðir séu þyrnir í augum stóru flugfélaganna, sem halda uppi áætlunarferðum á þessum leiðum, ekki sízt sökum þess hve mjög starfsemi félagsins hefur aukist að undanförnu. Þess er getið, að Loftleiðir hafi til að byrja með haft samstarf um sölu á farmiðum við mjög fá- ar ferðaskrifstofur, en nú hafi um 4 þúsund ferðaskrifstofur vestan hafs farmiða Loftleiða til sölu. Greint er frá samkeppninni við SAS og þeim hindrunum, sem hið skandinaviska félag hefur reynt að leggja í götu Loftleiða. Þrátt fyrir nokkrar missagnir, er grein þessi rituð af velvild og skilningi og er auðsætt, að höfundur hennar telur Loftleiðir hafa markað •athyglisverð tímamót í sögu farþegaflutning- anna yfir Norður-Atlantshafið með hinum lágu fargjöldum. UM HÁRIÐ Á KVENFQLKINU Framhald af bla. 9. „Hversvegna fékkstu þér ekki permanent?“ „Það er of stutt.“ „Hversvegna varð það of stutt.“ „Það er nýbúið að klippa mig.“ ,,Hversvegna?“ spurði ég og gaf mig ekki enn. „Til þess að það yrði fallegra." Ég rölti burtu til þess að athuga bílinn minn svolítið og reyndi að hugsa ekki meira um þetta. Ég hugsaði með sjálf- um mér, að þegar öllu væri á botninn hvolft, keyrði konan mín bíl, án þess að hafa hugmynd um, hvað væri undir lokinu á vélarhúsinu. Og ég ætti þá að geta tjónkast við hana, án þess að skilja, hvað væri undir hennar loki. — ROBERT THOMAS ALLEN. HVAÐ GERIRÐU í FRÍSTUNDUM ÞÍNUM . . . Framhald af bls. 8. HAMINGJUSAMT HJÓNABAND Sálfræðingar eru ásáttir um, að fátt geti haft meiri og betri áhrif á það, að hjónabönd verði farsæl, en sameiginleg áhugamál hjónanna, tómstundaiðja, sem þau geti stundað sam- an. En þar sem annaðhvort hjónanna ver miklu af frítíma sínum í að fást við hluti, sem hitt hefur engan áhuga á, vill oft hlaupa snurða á þráðinn. Þetta þýðir ^ þó engan veginn, að menn verði að leggja hugðarefni sín á hilluna til þess að bjarga heimilisfriðnum. En það á við um þetta eins og flest annað, að kapp er bezt með forsjá. 18

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.