Vikan


Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 14

Vikan - 28.06.1956, Blaðsíða 14
H EIMILIÐ RITSTJÓRI: ELÍN PALMADÓTTIR HÉR ER TÆKÍFÆRI TIL AÐ „SVINDLA“ DALÍTIÐ Kinnaroða er hægt á kaupa í hverri snyrtivöruve'rzlun, og ef þér eruð fölar í kinnum, ættuð þér að notfæra yður það — en það er mikilvægt að gera það á réttan hátt. Þeir tímar eru nú löngu liðnir, þegar það þótti fallegt að vera fölur í andliti. Nú á dögum vildu margar konur gefa mikið fyrir að hafa eðlilega rjóðar kinnar, en því miður eiga ekki nema fáar því láni að fagna. Kinnalit er nú hægt að fá í þrennskonar ástandi: duft í dósum, krem í krukkum, og lög í glösum, — og hvers vegna þá ekki að „svindla“ svolítið. Það er nokkurn veginn sama hvers kon- ar roði er notaður, ef aðeins liturinn er réttur, en þess bera að geta, að fljótandi roði, sem annars er svolítið erfiður viður- eignar fyrir viðvaninga, er borinn strax á hreina húðina, en krem-roði er borinn á á eftir dagkreminu (og á undan púðrinu). Þurri roðinn er aftur á móti borinn yfir púðrið. Hvaða tegund sem þér notið, skul- uð þér ávallt nota hana með hinni mestu varúð og vandvirkni. Það er hreint og beint sorglegt að sjá kinnaroða misnot- aðan. Ef að þér hafið „normál andlitslög- un“, á kinnaroðinn að vera borinn á þar sem eðlilegur roði kemur fram. Sláið létt á kinnarnar og þar sem roði kemur fram, skal kinnaroðinn borinn á. Það er ósköp auðvelt. Ef að þér hafið langt, lítiö andlit, sem þér viljið gjarnan láta sýnast svolítið breiðara, þarf meiri vandvirkni við og skal bera roðann á hákinnbeinið og dreifa síðan úr honum út til eyrnanna. Látið hánn um fram allt ekki koma nálægt nefinu, en vera mestan undir augunum og yzt á kinn- beinunum. Örlítill roði á hökunni og eyrn- arsneplunum styttir andlitið. Ef að and- litið er of breitt, er roðinn settur á nær nösunum, í þríhyrning, með eitt hornið beint niður. Auðvitað er ekki ætlunin, að þetta sé nákvæmlega afmarkaður þrí- hyrningur, en aðeins eitthvað í þá átt- ina! Gætið þess, að mörkin sjáist ekki, heldur smádofni. Ef að langt er á milli augnanna, má bæta svolítið úr því, með því að setja ör- lítinn lit innst í augnakrókinn, en ekki er ráðlegt að nota þetta bragð nema við ljós. Á kvöldin er alveg óhætt að auka svolít- ið kinnaroðann. En það er kannski þess virði að bæta því við, að jafnvel þótt hægt sé svona auð- veldlega að fá „roða“ í kinnarnar, má engan veginn draga úr útiverunni! Litur- inn er og verður ailtaf hjálparmeðal, sem aldrei kemur til með að standa jafnhliða hinum sanna roða, sem á upptök sín í heil- brigði. ' _ i ! GÓMSÆT OG FALLEG Atta-laga terta. Skeinmtileg tilbreytni í tertu-uppskrift. 1 bolli smjör eða smjörlíki. 1 bolli sykur. Fjögnr egg. 2 bollar sáldrað hveiti. 1 peli súrmjólk. 1 bolli möndlur, smátt skornar. 1 teskeið vanilla. Þrennskonar (mislitt) aldinmauk. Ofnhiti: 350. Bök- unartími: ca. 12 mín. Biðtími: yfir nótt. Tvær plötur ósætt súkkulaði, brætt. 1 matsk. srrrör. % bolli mjólk. Suðutími: þrjár mínÚLar. Ca. 2 bollar flórsykur. % tesk. vanilla. Smjörið (smjörl.) hrært í skál þar til það er létt og ljóst. Sykrinum blandað í smátt og smátt. Eggjarauðurnar, ein og ein, settar í, og síðan hveitið. Eggjahvíturnar stífþeytt- ar og blandað varlega saman við deigið. Kringlótt tertumót smurð. Deiginu smurt þunnt þar i, og bakað þar til brúnirnar eru orðnar Ijósbrúnar Tekið varlega úr mótun- um. Endurtekið þar til átta lög eru bökuð. Þrem matsk. af rauðu aldinmauki er smurt á neðsta lagið. Nú er súrmjólkinni, möndlun- um og vanillunni blandað saman í skál. Þess- ari blöndu er smurt yfir aldinmaukið á neðsta laginu. Síðan eru hin lögin sett ofan á og aldinmauki (sitt með hverjum lit) og möndlu- blöndu smurt á milli. Þá er málmpappír sett- ur yfir kökuna og eitthvað þungt (þykk bók eða þ.u.l.) þar á ofan og látið bíða til næsta dags. Þá eru brúnirnar jafnaðar með beittum hníf. Svo er kringlóttur biti, ca. 7 V2 cm. í þvermál, skorinn úr miðri kökunni, og tek- inn varlega í burtu, lítilli skál af sömu stærð komið fyrir í hans stað og bitinn siðan sett- ur ofan á skálina Kremið: Súkkulaðið, smjörið og mjólkin sett í pott og hitað þar til súkkul. er bráðið. Látið bíða um stund. Flórsykur hrærður út í þar til komið er nógu þykkt til að smyrja því á. Vanillu bætt í. Smurt yfir alla kök- una, og hún skreytt með möndlum. Látin kólna og síðan sett á kökufatið og borið fram. SVERTINGJASTRAKUR HANDA LITLA ANGANUM SAMVISKUSPURNINGAR Hér eru nokkrar spumingar, sem Dr. Ben- der, enskur sálfræðingur, hefur tekið saman og ráðleggur ykkur að svara í einrúmi. Ver- ið nú hreinskilnar! 1. Áttu erfitt með að halda uppi samræð- um við eiginkonur þeirra manna, sem mað- urinn þinn á í viðskiptum við, þegar þið þurfið að bjóða þeim heim? 2. Hefur þú enga trú á því, að maðurinn þinn hafi hæfileika til að komast í hærri launaf lokk ? 3. Reiðist þú, þegar maðurinn þinn þarf að vinna eftirvinnu? 4. Eruð þið oft ósammála og æst við morg- unverðarborðið ? 5. Óskar þú þess stimdum, að maðurinn þinn væri ekki alveg eins ástúðlegur og hann er ? 6. Reynirðu að komast hjá því að vera kosin í nefndir eða taka að þér trúnaðar- stöður fyrir samfélagsfólk þítt? 7. Hefur þú verið að minna manninn þinn á það síðustu mánuði, að hann verði að reyna að fá hækkun á launum? 8. Finnst þér að starf mannsins þíns komi þér ekkert við? 9. Myndir þú mótmæla, ef félagið, sem maðurinn þirm vinnur hjá, vildi flytja hann á annan stað til þess að taka að sér ábyrgð- armeiri stöðu ? 10. Er fjárhagurinn oft í öngþveiti vegna þess að þú gerir enga áætlun um innkaup? Ef þú hefur svarað þremur eða fleiri af þessrnn spurningum játandi, þarftu áreiðan- lega að taka þig á að einhverju leyti. Væri ekki gaman að geta útbúið sjálf uppáhaldsbrúðu handa baminu, sem það helzt kýs að sofna með á kvöldin? Þér getið sjálfar búið hana til úr ullargarns- afgöngum, svona: I brúðu, sem er ca. 35 cm. á hæð, þarf fjórþætt ullargarn og tilsvarandi prjóna, svo að 12 lykkjur verði 5 cm. á breiddina. Og litirnir: ca. 30 gr. af svörtu eða dökk bláu í höfuðið, 30 gr. af rauðu í jakkann, 30 gr. í ljósblátt í buxurnar og svolítið hvítt. Bakið: Byrjið á jakkanum að neðan og fitjið upp 30 lykkjur á prjóna nr. 3%. Prjónið garðaprjón. 1. prjónn: réttur, 2. prjónn: 2 réttar, 2 saman, síðan réttar þar til 4 eru eftir, þá 2 saman og 2 réttar. Þessir tveir prjónar eru endurteknir 4 sinnum, og nú eru 20 lykkjur eftir á prjón- inum. Þær eru geymdar á aukaprjóni. Fitjið upp 10 lykkjur fyrir hvorn fót með svörtu eða dökk bláu, prjónið 12 prjóna rétta, takið síðan ljósblátt gam og prjón- ið 48 rétta prjóna. Svona eru báðir fæt- ur prjónaðir hvor fyrir sig. Sðan eru 20 lykkjurnar teknar á sama prjón og prjón- Framhald á bls. 18. 14

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.