Vikan


Vikan - 13.06.1957, Síða 10

Vikan - 13.06.1957, Síða 10
LVKILL AÐ LEYNDARMALI Þúsundir kvenna svöruðu, þegar þær voru spuröar: Hvernig verður maður farsæll í hjónabandinu? rjAILY MUiIlOR, sem er útbreiddasta dagblað veraldar, lagði fyrir skemmstu eftirfarandi spumingu fyrir kven- lesendur sína: HVAÐ GKRIIi HJÓNABANDUE) FAKSÆLT? Þúsundir svöruðu. Hér fara á eftir nokkur bréfanaa. Kannski felst í einhverju þeirra lykillinn að leyndarmálinu — fyrir þig. Og að minnsta kosti geturðu gert það þér til dægrastyttingar að athuga, hvort þú sért þessum konum sammála. Hér eru bréfin þeirra. Það er mikil list að vera hamingjusamur í hjónabandinu. Það útheimtir lagni og talsverða greind, en 'þó fyrst og fremst skilning. Konan þarf að gera sér ljóst, að hún giftist manninum sínum til þess að elska hann. Maðurinn gefur henni ást sína og umhyggju og það fell- ur í hans hlut að sjá fjölskyldunni farborða. Það er óhyggi- legt að taka þetta sem sjálfsagðan hlut. Þegar hann er á annað borð orðinn maðurinn þinn, þá er það þitt að ganga svo frá hnútunum, að hann vilji vera það unz dauðinn skilur ykkur að. Þetta er ósköp auðvelt. Þú verður bara að skjalla hann og leika hlutverk smæl- ingjans. Hann þarf ekki endilega að vera rómantísk sál. En ef þú segir honum nógu oft hve duglegur og dásamlegur hann sé, þá mun hann gleypa agnið og reyna eftir megni að bregðast ekki trausti þínu. ¥ ¥ ¥ Eg finn það á mér á augabragði, þegar maðurinn minn er hnugginn. Ég veit upp á hár, hvenær hann þarfnast ástar og blíðu. Ég veit hvenær hann þarfnast uppörfunar — og ég veit líka hvenær kæti hans og gleði gengur úr hófi fram. En kætin er vissulega fyrir miklu. Henni fylgir auðvitað hlátur, og hlátur er hollur fyrir hjónabandið. Það boðar gott, að við hjónin skulum ennþá geta hlegið að því, þegar ég í reiði minni braut glerbrúðu á höfðinu á honum! ¥ ¥ ¥ Eftir tíu ára hjónaband, þreytist maðurinn minn ennþá ekki á því að segja mér, að hann elski mig meir en nokkuð annað í veröldinni. Og ég veit, að þetta kemur frá hjartanu. Hvernig hefur mér tekist að halda honum ástfangnum svona lengi? Ég er ekki falleg, ég er dálítið of feit og mat- reiðsluhæfileikar mínir eru rétt eins og gengur og gerist. Satt að segja er ég ósköp hversdagsleg manneskja — en ég elska hann. Það veit hann og er ánægður. ¥ ¥ ¥ Mundum við verða nokkuð hamingjusamari þótt við yrð- um skyndilega rík? Önei, ekki aldeilis! Við höfum lifað á ást okkar í þrjátíu ár. Maður þarf ekki að vera neinn mill- jónamæringur. ¥ ¥ ¥ Við hjónin leggjum alúð við útlit okkar — og ég held að ýms hjón hefðu gott af því að taka okkur til fyrirmyndar. Við reynum að ganga vel til fara og við erum hreinleg. Þótt fólk sé farið að eldast, þarf það ekki að vera sinnulaust um útlit sitt og framkomu. ¥ ¥ ¥ HEIMILID Til þess að vera farsæll í hjónabandinu, þarf maður að kunna að taka mótlæti. Maður þarf líka að treysta maka sínum fullkomlega. Hjón skyldu alltaf sættast fyrir svefninn, hversu hörð sem rimman hefur verið. Og sættast af heilum hug! ¥ ¥ ¥ Við byrjuðum búskapinn eins og flest hjón — eigingjörn og ástfangnari af ástinni en hvoru öðru. Fyrir nokkrum dög- um hafði maðurinn minn talsverðar áhyggjur, en hann sneri sér að mér og sagði: „Skiptir ekki máli, ástin mín. Á meðan þú bíður mín heima, er allt í stakasta lagi.“ Þetta er ást, sem stenst allt mótlæti. ¥ ¥ ¥ Við eigum þrjú dásamleg böm, en ég gæti þess að láta þau aldrei skyggja á manninn minn. Ég segi þeim, að hann sé mikilvægasti meðlimur fjölskyldunnar, því að án hans væri eyða í lífi okkar. ¥ ¥ ¥ Ég legg á það áherzlu að hafa allt tilbúið handa honum, þegar hann kemur heim á kvöldin: hreint og fágað hús, bragðgóðan mat og kvöldblöðin. Reikningarnir og áhyggjurnar geta beðið þar til hann er búinn að borða. ¥ ¥ ¥ Við hjónin reykjum hvorki né drekkum, eigum hvorki útvarps- né sjónvarpstæki og höfum aldrei tekið okkur sum- arfrí — og þó erum við glöð og ánægð. Vinnugleði, lífsgleði, ást og trú — þetta hefur gert hjónaband okkar hamingju- samt. ¥ ¥ ¥ Kappkostaðu að halda áfram að ganga í augun á honum, þó að þið séuð gift. Þetta skiptir miklu máli. Hikaðu samt ekki við að skreppa út endrum og eins með gömlum kunn- ingjum, en láttu það ekki koma niður á heimilinu. Elskaðu manninn þinn og skemmtu þér með honum og reyndu að fá eins mikið út úr tilverunni við hlið hans og þér er unt. ¥ ¥ ¥ Við hjónin eigum tvo syni og einn fósturson, erum ákaf- lega hamingjusöm og höfum komist að þeirri niðurstöðu, að það þurfi meir en TVO til þess að gera hjónabandið farsælt. Góðir nágrannar, vinir og foreldrar hafa hjálpað okkur á hamingjubrautinni. ¥ ¥ ¥ Ef ég vil fá mér frí frá húsverkunum og eyða deginum úti, veit ég að maðurinn minn mun taka ,á móti mér með spurningnnni: „Var gaman í bænum?“ Þegar hann kemur heim, veit hann, að hann er ekki heldur bundinn í báða skó. Ef þannig liggur á honum, getur hann snúið sér að hugðar- efnum sínum, án þess að ég fari í fýlu. ¥ ¥ ¥ Þið spyrjið: Hvað gerir hjónabandið farsælt? Þar er því til að svara, að það tekur tíma að læra þessa list. Það er eins með hjónabandið og flest annað: maður lærir með því að reka sig á. En því verður heldur ekki með orðum lýst, hve launin eru dásamleg! ¥ ¥ ¥ Við hjónin noturri alltaf sömu aðferðina, þegar við ríf- umst. Hún er barnaleg, en hún hefur líka þann kost, að hún bregst okkur aldrei. Þegar rifrildið stendur sem hæst, hrópa ég: „Farðu norður og niður og komdu aldrei aftur!“ Hann strunsar út, en það bregst ekki, að andartaki seinna birtist hausinn á honum í gættinni og hann spyr góðlátlega: „Nokk- ur heima?“ Ég veit ekki hvernig á.því stendur, en á þessu stigi máls- ins förum við að hlægja, og rifrildinu er lokið. ¥ ¥ ¥ Ég held að maður verði því aðeins hamingjusamur í hjóna- bandinu að maður sé þolinmóður og vilji í raun og veru gera maka sínum til geðs. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.