Vikan


Vikan - 06.03.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 06.03.1958, Blaðsíða 4
Tilkynnina utn tnarö eftir Agöthu Christie AMT sem áður hlaut eitthvað af heimilisfólkinu að hafa borið á lam- irnai'. Þeg'ai' hér var komið heyrði hann eitthvað hljóð niðri. Hann flýtti sér fram á stigapaUinn og leit niðxn’. Frú Swettenham kom þvert yfir anddyrið. Hún vai' með körfu á hand- leggnum. Hún leit inn í dagstofuna og hvarf svo inn í borðstofuna. Síðan kom hún aftur fram með körfxma á handleggnum. Það barkaði í gólffjöl undan Fletcher lögregluþjóni og hún Ieit við. Svo kallaði hún upp á loftið: — Ert þetta þú, ungfrú Blacklock? — Nei, frú Swettenham, það er ég, svaraði Fletcher. FVú Swettenham gaf frá sér hljóð. — ö, hvað þér gerðuð mér bilt við. Bg hélt að þarna vœri kominn annar innbrotsþjófur. Fletcher kom niðui- stigann. — Þetta hús vírðist ekki sérlega vel varið fyrir innbrotsþjófum, sagði hann. Geta allir gengið hér út og inn? — Ég kom bara með svolítið af ávöxtum handa ungfrú Blacklock. Hún ætlar að búa til aldiixmauk. Ég skildi þá eftir í borðstofunni. Hún brosti. Æl, ég skil. Þér eruð að velta því fyrir yður hvemig ég hafi komizt inn. Ja, ég kom bara inn um garðdyrnar. Við göngum öll út og inn hvert hjá öðru. Enginn lætur sér detta i hug að læsa fyrr en fer að dimma. Enda mundi það vera ansi óþægilegt að koma með ýmislegt smávegis, og komast svo ekki inn til að skilja það eftir. Það er ekki eins og hér áðui- fyrr, þegar nóg var af þjónustufólki til að opna fyrir manni. Hún stundi við. Eg man þegar við höfðum 18 þjóna í Indlandi... Fi'ú Swettenham kvaddi og fór. Fletcher leit út eins og hann hefði fengið högg á höfuðið. Hann .hafði vei'ið svo sannfærður um að einhver heimilismanna hefði borið á hui’ðarlamirnai'. Nú sá hann að hann hafði rangt fyrir sér. Hann gat ekki útilokað neitt af þvi fólki, sem vei’ið heifði í setustofunni þetta umrædda kvöld. — Murgatroyd! Eg hef verið að hugsa. Það var eitthvað skrýtið við þetta þarna um daginn. Stingdu hárinu undir netið, Murgatroyd, og taktu við þessu handklæði. Hafðu það fyrir skammbyssu. Komdu svo með mér fram að eldhúshurðinni. Þú átt að látast vera innbrotsþjófur. Stattu hóma. Komdu nú inn í eldhúsið, eins og þú ætlir að ógna heilum hóp af heimsk- ingjum. Taktu þetta vasaljós og kveiktu á því. Murgatroyd gerði það sem fyrir hana var lagt. Hún lyfti vasaljósinu með klaufalegum tilburðum, veifaði handklæðinu og gekk að eldhús- hui’ðinni. — Upp með hendunxar, másaði hún, og bætti svo við móðguð á svip: Ösköp er þetta erfitt, Hinch. Hurðin skellur alltaf til baka og ég er með báðar hendurnar fullEU’. — Einmitt, sagði ungfi’ú Hinchliffe sigri hi’ósandi. Setustofuhurðin í lattle Paddocks sveiflast lílca til baka. Hún tollir aldrei opin. Hvemig hefur árásarmaðui’inn farið að þvi? Kannski hann hafi hrxmdið upp hurð- ini, sagt „afsaluð andai’tak", sett klemmu á hurðina og haldið svo áfram að skipa okkur upp með hendumar! Heyndu að halda við hurðína með öxlinni. — Það er lítið skárra, sagði Murgatx-oyd. — Eínmitt, það er nefnilega nokkuð mikið að eiga að halda skamm- byssu og vasaljósi og halda dyrxmum opnum um leið, er það ekki? Hver er þá skýringin? Við vitum að hann var með skammbyssu, af því hann skaut úr henni. Við vitum lika að hann var með vasaljós, þvi það sátim FORSAGA: Samkvæmt auglýsingu í þorpsblaðlnu Uta vlnir ungfrú Blacklock, þau Easterbrook ofurstl og kona hans, vinkonurnar ungfrú Murgat- royd og ungfrú Hinchllffe og Edmund Swettenham og móðfar hans, Inn til hennar. Þau ero stödd i stofunnl, ásamt helmlllsfólkinu, þegar ijósin slokkna, maður birtist í dyrunum og ógnar þeim meS skammbyssu, og þrjú skot kveða við. Anixað skotlð særir ungfrú Blacklock, en sjálfur fellur hann fyrir því þriðja. Þetta reynlst vera vmgur Svlsslendingur, sem ekkl átti sökótt við neinn. I.ögregi- an er nú að leita að einhverjum, sem hefur fengið hann tll að koma, leeðst út um hliðardyr á stofunnl, hleypt af skotunum og Iaumast lnn aftur. Gömul kona, ungfrú Marple, sem oft hefur aðstoðað lögregluna, er komin á staðlnn. við öll, nema allur hópurinn hafi verið dáleiddur, eins og í sögunni hans Easterbrook gamla um indverska töfrabragðið. Spumingin er því þessi: Hélt einhver opinni hurðinni fyrir harrn ? — Hver hefði það átt að vera? — Ja, til dæmis þú, Murgatroyd. Eftir þvi sem ég bezt man, stóðstu á bak við hurðina þegar ljósin fóni. Ungfrú Hinchliffe skellihló. Þú ert ákaflega tortryggileg manneskja, Murtatroyd. En hver skyldi halda það eftir svipnum á þér að dæma. Svona, fáðu mér handklæðið — hamingjtinni sé lof fyrir að það er ekki ósvikin skammbyssa. Þú værir búin að klára þig á henni. IV. — Ákaflega furðulegt, tautaði Easterbrook ofursti. Ákaflega furðu- legt! Lára, komdu snöggvast inn í svefnherbergið! — Hvað viltu, elskan? Frú Easterbrook birtist í dyrunum. — Manstu ekki að ég sýndi þér skammbyssxma mína? — Jú, Archie, þessa andstyggilegu, svörtu byssu. — Hún lá hér í skúffunni, var það ekki ? En hún er bara ekki hérna lengur. — En hvað það er skrýtið, Archie. — Þú hefur þá ekki flutt hana til eða neitt þessháttar ? — Nei, ég hefði aldrei þorað aö snei’ta hana, — Heldurðu að hún þarna gamla, hvað hún nú heitir . . . ? — Nei, það get ég ekki imyndað mér. Frú Butt mundi aldi’ei gera neitt slíkt. Á ég að spyrja hana? — Nei, nei, ég vil ekki koma af stað neinu þvaðri. Heyrðu, manstu hvaða dag það var sem ég sýndi þér hana? FTú Easterbrook lokaði augimum og vii’tíst hafa rnikið fyrir að rifja það upp. — Jú, það var á laugardaginn. Eg man það svo vel, þvi við ætl- uðum einmitt að fara i bió. Það var daginn effcir árásina hjá xmgfrú Blacklock, og þegar ég sá skammbyssuna, minnti hún mig á skothríðina þar. — Ah, mér léttir mikið við að heyra það. Hefði skammbyssan horfið fyrir árásina, nú þá hefði þessi Svisslendingur getað verið með skamm- byssuna mína. En úr þvi þú manst svona vel eftir að hafa séð byssuna mina eftir árásina, þá getur maðurirm ekki hafa verið með hana, eða hvað? Mér hefði ekki verið neitt vel við að þurfa að kæra þetta til lög- reglurxnar. Þeir hefðu kannski farið að spyrja allskonar spuminga. Satt að segja fékk ég aldrei neitt leyfi til að hafa byssu. Það er nú einhvern veginn svona, á striðstímum gleymir maður öllum reglum. En hvar i fjár- anum getur hún verið? — Frú Butt hefur kannski tekið hana. Hún virðist vera þrælheiðarleg, en eftir árásina hjá ungfrú Blacklock hefur hún kannski verið hrædd, og fundizt öruggara að hafa skotvopn heima hjá sér. En það játai- hún auð- vitað aldxei. Eg ætla ekki einu sinni að spyrja hana um það. Hún kynni að móðgast. Og hvað gex-um við þá? Hxisið héma er svo stórt — ég gseti blátt áfram ekki . . . — Jæja, góða mín, svaraði Easterbi'ook ofursti. Það er líklega eins gott að vera ekkert að nefna þetta. ÞRETTÁNDI KAFLI. Morgunstörf t Chipping Cleghom (framhald). Ungfrú Marple kom út um hliðið á prestsetrinu, gekk niður götuna og beygði inn i aðalgötu þorpsins. Hún stanzaði við gluggann á fomsölu Elliots, sem var staðsett við hliðina á kaffistofurmi Blábrystingxxiinn, svo að ferðanienn sem stönzuðu til að fá sér kaffisopa og vinsælu „heimabökuðu kökurnar" í Blábrystingnum, mundu freistast af þvl sem Elliot hafði til sýnis I glugganum hjá sér. Ungfrú Marple skoðaði með athygU í gluggann, og Elliot gægðist út úr vefnum slnum eins og kónguló, til að vega mögxileikana á nýrri flugu. En rétt þegar hann var farinn að halda að eitthvað hefði freistað gömlu konunnar, sem dvaldist á prestsetrinu (þvi auðvitað vissi Elliot alveg eins og allir aðrir hver hún var), þá sá ungfrú Marple útundan sér að Dóra Bunner var að fara inn i kaffihúsið, og hún fann umsvifalaust að hún hefði einmitt gott af kaffísopa í þessum morgunsvala. — Nei-ei, góðan daginn, ungfrú Mai’ple. Fáið yðxu’ sæti héma hjá mér. Ég er ein. — Þakka yður fyrir. Ungfrú Marple settist fegins hugar á litla fer- kantaða blámálaða stóhnn með blábrystingsmyndinni. Gömlu konumar spjölluðu góða stund um gigt, og hvöt,tu hvora aðra til að bragða nú á kökunum. Þegar kaffið kom, sagði ungfrú Marple: — Svo þér voruð i skóla með ungfi-ú Blacklock? Vinátta ykkar er sannarlega gömul og gróin. 4 VHCAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.