Vikan


Vikan - 06.03.1958, Blaðsíða 14

Vikan - 06.03.1958, Blaðsíða 14
I»eáL.i grein binisi í síbasta iiei'ti ,, _e:lbrígðs lífs“, tímariti Bauða kross íslands. Hún var þar ætluð „yngstu lesendunum“. En þar sem hún er ekki síður fróðleg fyrir fullorðna, fékk Vikan leyfi ritstjóranna til að birta hana óbreytta. VM HOSTA OG HIMERRA BÖRNIN góð. Nú skuluð þið taka vel eftir því sem hér fer á eftir. Það á að segja ykkur dálítið um það, hvernig: þið eigið að halda góðri heilsu. Góð heilsa gerir hæði ykkur sjálf, foreldra ykkar, systkini og önnur skyld- menni ánægðari með lífið. Þegar þið eru lasin þurfið þið stundum að liggja í rúminu og það leiðist ykkur. Pabbi og mamma hafa þá áhyggjur vegna ykkar. Það er því betra fyrir ykkur að vita sjálf, hvað þið getið gert til þess að halda góðri heilsu. Nú á að segja ykkur svolítið frá hósta og hnerra. Hvað er þá hægt að segja um það? Hvernig fer maður að því? Það er nú eitthvað skrýtið með hnerrann — eitthvað sem kitlar nasirnar, svo fer allt á stað og hnerrinn kemur allt í einu -— þið vitið nú hvernig það er. Nefið ér þýðingarmikið líffœri. Það er ekki bara til þess að halda uppi gleraugunum eða finna lykt af einhverju, — heldur upphaf öndunarfær- anna. 1 nefinu er rás fyrir loftið, sem fer niður kokið og síðan til lungn- anna, sem liggja í brjóstholinu. Á leiðinni um nefið hreinsast það og dreg- ur í sig hita og raka. Nú skalt þú þreifa á nefinu með fingrunum og þá finnurðu að nefbroddurinn er linari heldur en efri hlutinn. 1 miðju nefinu er skilrúm, sem líka er lint neðst en hart efst. Það er kallað miðnesið og skiptir nefinu í 2 holrúm, sem opnast út í nasirnar. Aftan til sameinast þau þar sem nefið opnast aftui' í nefkokið. Nefið er að innan klætt mjúkri, hlýrri, rakri slímhúð, sem er alsett örfínum bifhárum. Þegar loftið leikur um þessa slímhúð verða óhreinindi þess þar eftir bæði ryk og svo bakterí- ur, þessar örsmáu lífverur, sem gera okkur stundum veik. Þær eru hvorki skordýr né yrmlingar, þæi' eru hvorki jurtir né dýr heldur beggja blands; þær- eru meðal smæstu lífveranna. Bakteríur eru alls staðar: á fötunum, húsgögnunum og í loftinu og jafnvel í okkur sjálfum. Það er þó vissu- Iega ekki hægt að eygja þær með berum augum. Með tækjum, sem stækka þær mörg hundruð eða þúsund sinnum er hægt að skoða þær. Þessi tæki eru kölluð smásjár. Stundum verður að lita þær með ýmsum litum, rauðar, grænar eða bláar til þess að þær komi i Ijós í smásjá. Fáestar bakteríur valda sjúkdómum og margar þeirra eru mjög al- gengar. En sumar þeirra gera menn veika. Þær eru kallaðar sýklar. Þegar þeir komast inn í likamann geta þeir lifað þar, dafnað og margfaldast, svo að upp af einum spretta billjónir. Það gera þær þegar maður fær kvef, skarlatssótt og barnaveiki eða hálsbólgu. Nefslímhúðin heldur oft eftir sýklunum úr loftinu, sem við öndum að okkur, líkt og þegar flug- urnar festast á flugnabréfið. 1 friskum manni komast bakteríurnar venjulega ekki alla leið í gegn- um nefið, þær hafa orðið þar eftir og þar farast þær áður en þær komast lengra. ‘Ög í nefinu hefur loftið hlýnað og tekið til sín raka, en það er heil- næmt fyrir kokið og lungun. Nú 'skulum við atliuga hvað verður um loftið, sem við öndum að okkur í gegnúm nasirnar. Það fer eftir nefholinu, sem greinist í tvennt og aftur í kokið, en þar hafa göngin sameinast. Þú getur séð aftur i kokið með því að 'standa fyrir framan spegil með galopinn munninn. Rektu út úr þér túhguna og segðu a. Aftast í munninum sérðu úfinn, sem lafir niður át mtöfrífti efri’ gómnum, þar fyrir aftan er kokið. Loftið fer úr nefinu rfyur’* 1 í'VÍÍLh ’hluta' koksins. Síðan fer það niður eftir kokinu og þaðan i.iC;uv í n cg hingnapípurnar og lungun. n1/.Viöífl" í' kokinu er rök og hlý eins og í nefinu. Nú skalt þú stýðjá' fiiigriu:á; efri vörina rétt neðan við nefið og þrýsta dálítið á. Þá finnúreííi; aríf^)ai' undir er eitthvað hart, það er bein og í því sitja tenn- urnár‘.'i &&ÍSF ePféfri gómurinn. Hann liggur aftur á við undir nefinu og myndaf!'’b'einþ'á'k munnsins, sem kallað er harði gómurinn. Þetta bein er ekki þufijtt hétóur Iétt, af því að það er holótt að innan líkt og svampur. I ejinisbeinunum, efri kjálkanum og kinnbemunum eru mörg þó nokkuð lf 5wCi?l P- i a • stór holrúm, sem eru full af lofti. Frá þeim liggja göng, sem opnast inn í nefholíð. Nefholið og holrúmin út frá þvi geta rúmað töluvert mikið af lofti og þannig hitað upp meira magn af því en annars væri. 'Cfr nefhol- inu geta kka bakteríurnar komizt eftir göngunum út í ennisholurnar eða kinnai'holurnar og farið að vaxa þar og þá getur maður orðið veikur af því. Sitt hvoru megin i kokinu eru þröng op. Frá þeim liggja mjó göng upp í innri hluta eyrnanna. Þetta eru líka loftgöng. Nú hefurðu svolitla hugmynd um það, hvernig nefið og kokið eru og til hvers. Nú skalt þú heyra hvernig á að nota þau. Taktu nú vel eftir! Andaðu álltaf með nefinu. Nefið hreinsar loftið, gerir það rakt og hlýtt. Munnurinn gerii' ekkert af þessu. Ef þér finnst erfitt að anda með nef- inu þá skalt þú segja pabba eða mömmu frá því, svo þau biðji læknirinn um að lagfæra það. Veizt þn hvers vegna maður þarf að snýta sér, meira að segja stund- um þegar maður er frískur ? Nú skált þú heyra: 1 nefinu á okkur er slím, sem heldur slímhúðinni í því rakri. Rykið í loftinu, sem við öndum að okkur, festist í því. Öðru hverju þurfum við að losna við slímið, sem gert hefur sitt gagn og inniheldur ryk og do.uðar bakteríur. Taktu nú upp vasaklútinn þinn og gerðu svona. Haltu honum við nefið milli vísi- og þumalfingurs — ekki við nefbroddinn heldur þar fyrir ofan, yfir nefbeininu. Þrýstu klútnum að nefbroddinum með lófanum og blástu úr báðum nösum samtímis. Tókstu eftir því að þú átt ekki að þiýsta að nösunum. Ef þú gerir það, þá getur verið, að eitthvað af horn- um fari upp í nefið í stað þess að lenda i vasaklútnum.' Gerir það nokkuð til? Nú skalt þú minnast mjóu ganganna, sem liggja út í holrúmin í bein- unum og úr kokinu út i eyrun. Það getur verið að þú blásir hor inn í göngin, og út í holrúmin og kannske verðurðu lasinn af því. Ef þú hefur kvef, getur þú dreift kvefsýklunum inn í eyrun og út í holrúmin í andlitsbein- unum. Þú skalt því snýta úr báðum nösunum í einu og ekki þrýsta að nefinu. Setjum nú svo, að þú hafir kvef. Þegar það byrjar kitlar þig í nefið og ferð þú þá að hnerra, en þá þrýstist loftið úr nösunum af miklum krafti. Með því fara ótál smádropar, fullir af kvefsýklum. Þeir berast þó nokkra melra frá þér og detta svo einhvers staðar niður. Þeir geta svifið í marga klukkutlma áður en þeir lenda. Allir, sem nœrri þér eru geta andað að sér þessum svífandi sýklum og þá geta þeir Uka fengið kvef. Getur þú nokkuð gert við þessu? Já, þú getur gripið vasaklútinn þinn og haldið honum fyrir nef og munn og hnerrað í hann. Ef allir gerðu það, fengju miklu færri kvef og sjaldnar. Það hefur því mikið að segja að hnerra aldrei nema í vasaklútinn sinn. Mundu það nú vel — og gleymdu aldrei vasaklútnum. KVefið getur borizt ofan í barka og lungu og fœrð þú þá hósta. Þegar þú hóstar, þá koma líka frá þér örlitlir dropar — fullir af sýklum, og ef þú ekki hylur munninn með vasaklútnum þínum þá dreifir þú þeim alls staðar í kring um þig. Þvi skalt þú hvorki hósta né hnerra nema í vasaklútinn. Hvaðan fáum við kvef — og hvar? Þegar við erum útif Stundum, en miklu síður, ef við verðum ekki vot. Þegar við erum inni? Miklu fremur og sérstaklega þar sem margt fólk er saraan komið, t. d. í strætisvagninum og í bíó. Ættir þú ekki að fara í skólann með kvef? Nei, ekki fyrstu 2 dagana. Kvef er mest smitandi í byrjun. Gættu þín og vertu heima, annars gætir þú sýkt aðra. Eftir það er hættan minni, einkum ef þú gætir þess að hnerra hvorki né hósta nema í vasaklútinn. Þegar þú ert með kvef snýtir þú þér oftar til þess að halda nefinu opnu. Nú verður þú að gæta þess sérstaklega vel að þrýsta ekki á nefið þegai' þú snýtir þér, til þess að blása ekki kvefsýklunum út í eyrun eða holurnar í ennisbeinunum. Ef þú snýtir þér rétt, lenda sýklarnir í vasa- klútnum og verður þá stundum mikið af þeim í honum. Þú skalt því ekki flagga honum eða veifa. Notaðu hann með varúð og gætni. Hengdu hann elcki til þerris. Sting honum í vasann og geymdu hann þar. Skiptu eins oft um vasaklút og þú getur. Vanti þig vasaklút, þá skaltu biðja mömmu um annan hreinan. Hinn þarf að þvo og helzt um leið að sjóða hann. Bezt er þó að nota pappírsþurrkur þegar maður hefur kvef og nota hverja þurrku einu sinni. Mundu mi það, hvort sem þú hefur eða hefur ekki kvef, að hósta áldrei né snýta þér nema í vasaklútinn. KAY KEIMDALL Framhald af bls. 11. ekki búin að gleyma því hvernig fór fyrir tólf árum. Eftir það kallaði hún sig lengi „fyrrverandi kvik- myndastjörnu,“ og eitt sinn þegar kvikmyndaframleið- andi bauð henni hlutverk, kvað hún hafa svarað: „Eg held það færi bara alveg með mig að verða stjarna aftur." Kay Kendall og Rex Harrison kynntust fyrir nokkrum árum, þegar bæði höfðu hlutverk í sömu myndinni. 1 þá daga var Harrison giftur Lilli Palm- er. Kay fannst hann „óskap- legur snobb, óskaplega montinn, óskaplega hrifinn af sjálfum sér og alveg ó- skaplega snjall leikari." En væntanlega hefur álit hennar eitthvað breytst við nánari kynni. — GILBERT MILLSTEIN 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.