Vikan


Vikan - 06.03.1958, Blaðsíða 17

Vikan - 06.03.1958, Blaðsíða 17
aug-un, gekk til dyra og fór síðan upp að hátta. Veizlugestimir voru óðum að hverfa. Ég fór upp stuttu síðar og skildi Mayne og Joe eftir mjög drukkna. Þegar ég kom upp, sá ég, að Eng- les sat á rúminu minu. ,,Mér skilst, að þú sért ekki eins fullur og þú þykist vera,“ sagði hann. „Mér líður ágaetlega," sagði ég. „En það rynni áreiðanlega af mér, ef þú gætir gefið mér ein- hverja ástæðu til þess.“ „Við skulum reyna að flýja,“ sagði hann. „Hvenær?" spurði ég. „1 nótt,“ svaraði hann. „Þegar allir eru sofn- aðir.“ Ég tók eftir því, að hann var kominn í anjóstígvélin og vindvettlingar hans lágu á stóln- um við rúmið. „Læstu hurðinni," sagði hann, „og komdu og fáðu þér sæti.“ Þegar ég hafði gert þetta, byrjaði hann að skipa mér fyrir. Hann var stuttorður og greinar- góður eins og hans var vandi. Hann var róleg- ur og hafði fyrirfram hugsað um það sem hann var að segja. Hvernig hann fór að því að hugsa svona skýrt eftir allt það sem hann hafði drukk- ið er mér hulin ráðgáta. En, eins og ég hef áð- ur sagt, þá drakk hann, rétt eins og aðrir menn borða. Hann virtist aidrei hugsa eins skýrt og þegar hann hafði fengið sér neðan í því. Hvað sjálfum mér viðvíkur þá var síður en svo runn- ið af mér og ég varð að hafa mig allan I frammi til þess að fylgjast með honum. „Hefurðu litið út?“ spurði hann mig. ,,Nei,“ svaraði ég. „Dragðu þá gluggatjöldin frá og líttu út.“ Ég gerði það. ,Ég var hissa að sjá, að það var hætt að sjóa og var heiðskírt. Stórir skafl- arnir uppi við ltofann Ijómuðu í tunglskininu. E!n það hvein ennþá í vindinum, og allsstaðar liðu \rfir jörðina snjóský eins og sandský á undan eyðimerkurstormi. „Það er djúpur skafl beint undir glugganum,“ hélt hann áfram. „Þegar allir eru gengnir til náða, ætla ég að stökkva héðan niður á verönd- ina. Þú hefur ef til vill ekki tekið eftir því, að þegar við komum með verkfærin í kvöld, þá lét ég einn hakann detta í skafl. Mayne tók ekki eftir þvi heldur. Eg ætla að ná í hakann og brjóta upp hurðina á vélarúminu. Þvi miður er herbergi Kei-amikosar beint undir því. Hann heyrir i mér. Ég held ekki að mér gefist tími til þess að mölva hin skíðin. Keramikos er með byssu. Hann sagði mér það í dag, og ég vil ekki láta skjóta mig áðtir en ég slepp héðan.“ „Ég veit að hann er með byssu,“ sagði ég. ,,En hann er of fullur til þess að nota hana.“ Engles hló við. „Vitleysa," sagði hann. „Kera- mikos er ekki fyllri en ég. Og hann veit, að ég get ekki gert honum neitt, nema ég nái I skíðin.“ „Ertu að gefa það í skyn, að hann hafi aðeins látizt vera drukkinn?“ spurði ég. Ég fylgdist ekki allt of vel með. Engles kinkaði kolli. „Síðast, þegar ég hellti i glasið hjá honum, snerti hann það ekki. Ég gaf þér og Joe heldur ekki neitt. Það var svefnlyf í víninu. Hann vissi það um leið og hann bragðaði á því. Mayne var sá eini, sem drakk það. Hann sefur vist vel í nótt.“ „En ég skil ekki hversvegna Keramikos ætti að elta þig,“ sagði ég. „Guð minn góður. Ósköp ertu sljór, Neil,“ sagði Engles harkalega. „Keramikos er grískur þjóð- ernissinni. 1 Grikklandi gætum við ekki snert hann. En hérna á Italíu er það annað mál. Italia er ennþá hersetin. Við höfum ennþá herlið í Venezia Giulia. Ef ég kæmist til öryggislögreglunnar, myndi hann eiga erfitt með að komast úr land- inu. Og hann veit, að ég hef meiri áhuga á hon- um en gullinu.“ Hann kveikti sér í sígarettu. „Jæja, nú skaltu gera eins og ég segi þér, Neil,“ hélt hann áfram. „Þegar ég er búinn að stökkva út um gluggann, þá áttu að opna hurðina í hálfa gátt og fylgjast með því sem skeður úti á ganginum. Þegar Kera- mikos kemur út úr herbergi sínu, þá skaltu smeygja þér inn t herbergið til Joe. Láttu samt ekki Keramikos sjá þig. Gluggihn á herbergi Joes snýr út að togbrautinni. Hentu þá einhverju þungu út um gluggann eins og til dæmis vatns- könnunni. Þá veit ég hversu mikinn tlma ég hef. YIKAN H&nn sér greinilega slóðina eftir mig. Ég fer beinustu leið niður til Tre Croci. Síðan fer ég beint eftir gömlu herslóðinni í Tondi di Faloria. Síðan fer ég í gegnum það sem kallað var „Byssuhlaupið" alla leið til Cortina, þar sem skotliðssveitin heldur sig. Þegar Keramikos held- ur á eftir mér, skaltu stökkva niður á veröndina, ná í skíðin þin og fara niður á gistihúsið í Tre Croci. Náðu I Major Musgi-ave í símann. Hann er í öryggislögreglunni í Trieste. Segðu honum, að þú eigir að koma skilaboðum frá mér. Hann veit hver ég er. Segðu honum að senda eins marga menn og hann getur á jeppa. Þeir eiga að koma að skotliðsvarðstöðinni í Cortina. Segðu honum eins mikið og nauðsynlegt er, svo að hann geri sér grein fyrir því hvað þetta er áríð- andi. Segðu honum, að hann eigi að ná í nazista- njósnara. Og þeir verða að koma í jeppa. Segðu honum, að snjórinn sé djúpur, og það sé ekki vist, að þeir hafi það á stærra farartæki." Hann hætti og leit vandlega á mig. „Jæja, manstu nú þetta allt, Neil?“ Ég kinkaði kolli. „Já, allt saman,“ fullvissaði ég hann. Það var runnið af mér við tilhugsun- ina. En hann var ekki ánægður. Hann Iét mig end- urtaka allt aftur. Þegar ég var búinn að þvi, lagðist hann aftur á bak og breiddi yfir sig teppi. „Jæja, nú skaltu hlusta eftir hvort þeir eru allir komnir i rúmið," sagði hann. „Eru Joe og Mayne ennþá niðri? Einmitt. Vektu mig hálf- tírna eftir að síðasti er kominn i rúmið. Og þú mátt ekki sofna.“ „Engin hætta,“ sagði ég. „Eitt er það enn,“ bætti hann við, þegar hann hagræddi sér í rúminu. „Ef þú nærð ekki i Tri- este, þá skaltu reyna Udine, eða einhverja borg þar sem við eigum herdeildir, og láta yfirmann- inn þar hlýða þér. Ég vil ekki láta Keramikos sleppa. Hann var okkur þrándur í götu í Grikk- landi og hann er eflaust eitthvað tengdur ELAS." „Hafðu engar áhyggjur," sagði ég. „Ég hlýt að ná i einhvern." „Gott,“ sagði hann. Og nokkrum mtnútum síð- ar var hann sofnaður. Þannig var hann — hann gat alltaf sofnað hvenær sem var. Það hefur verið um það bil hálftíma síðar, þegar Joe og Mayne komu saman upp. Þeir voru málugir, að þvi er virtist blindfullir. Fótatakið hætti við dyrnar á herbergi Maynes. Mayne var að tala, og það bar mjög á irskum hreim í rödd hans núna. Loks buðu þeir hvor öðrum góða nótt. Hurðinni á herbergi Maynes var lokað. Joa heyrð- ist skjögra eftir ganginum. Hann fór inn á her- bergi sitt, og ég heyrði, að hann settist niður á rúmið sitt og stundi við. Hann sat þar drykk- langa stund. Loks byrjaði hann að hreyfa sig aftur. Það brakaði i gormunum undir rúmi hans. Hann stundi, en brátt heyrðust í honum hrot- urnar. Ég leit á úrið. Klukkan var rúmlega tólf að miðnætti. Ég stóð upp, aflæsti og leit út á ganginn. Ein ljósapera logaði I ganginum. Stigagatið var eins og myrkrahola. Allt var hljótt. Ég lokaði hurð- inni og settist aftur á stólinn. Ég var alltaf að lita á úrið. Tíminn leið ótrúlega seint. En þegar hálftimi var liðinn, vakti ég Engles. Hann leit á úr sitt og glaðvaknaði um Ieið. „Þakka þér fyrir," sagði hann og fór í úlpuna og setti upp hanzkana. Síðan opnaði hann gluggann, studdi sig við stólinn og byrjaði að smokra sér út með fæturnar á undan. Þegar hann var næstum allur kominn út um gluggann, sagði hann: „Vertu nálægt símanum í Tre Croci. Ég hringi strax í þig, þegar ég kemst til Cortina." „Ég skal gera það," sagði ég. „Gangi þér vel." Hann kinkaði kolli og hvarf. Ég leit út um gluggann og sá hann Iiggja endilangan í skaflinum. Hann reis á fætur og óð gegnum snjóinn að einu af borðunum. Hann þreifaði fyrir sér í snjónum og náði í hakann, sem hann hafði látið detta þarna. Slðan leit hann upp og veifaði. Andlit hans var hvítt I tunglskin- inu. Hann fór yfir veröndina og hvarf bak við skálann. Ég opnaði hurðina og leit niður eftir gangin- Framhald á nœstu st8u. Hví fá ekki hestarnir verðlaun? ENDURVAKNING Olympíuleikanna árið 1896 var prýðishugmynd. Hugmyndln er ennþá jafngóð. Þó er ég ekki frá þvi, að við sénm að komast alllangt út fyrir það svið, sem leikunum var ætlað í upphafi. Það var, eins og kunnugt er, fyrst efnt til þeirra i Aþenu. Ef ég hefði nú ekld viljað missa af neinu á Olympíuleikum ársins 1956, þá hefði ég orðið að fara til lialiu til þess að horfa á vetrariþróttimar, Sviþjóðar til þess að vera viðstaddur hestamannaíþróttimar og Ástraliu — eða næstum því kringum jörðina — til þess að sjá keppni í hinum greinunum. A vetrarleikunum er ekkl ein einasta keppnisgrein, sem hægt er að rekja til npp- runalegu leikanna, og mér virðist þessvegna sem ekki megi bianda þessu saman, halla þetta sama nafninu. Ég er líka mjög á móti þeim iþróttagrein- um á Olympíuleikunum, þar sem tækið er mikilvægara en keppandinn; mér sýnist sem þetta brjóti í bága við þær hugmyndir, sem Olympíuleikarnir bygðust á, nefnilega að þcu- skiptu líkamlegu afreksverkin, likamlegur þróttur, öllu máli. Ég nefni bobsleðaiþróttina sem dæml. Þar virðist það nefnilega skipta mestu máli — ef ekki öllu — fyrir keppendur, að þei» beri gæfu til að hafna á þeim sleðanum, sem bezt er smiðaður og bezt rennur þar af Ieiðandi. Og hvernig í ósköpunum á maðnr að gera upp á milli hestsins og mannsins, sem situr á baki hans, i „liestamannakeppnlnni"? A kappreiðum segjum við að sá hestur sigri, sem fyrstur er í mark — en ekki knapinn. A Olympiuleikunum hefur þessu alveg verið snú- ið við. Að minnsta kosti hafa forstöðumenn- irnir ekki enn sæmt hest verðlaunumi Eitthvað marb væri kannski takandl á sigl- ingakeppninni, ef keppendur væru látnir skipta um báta, sýna hæfni sína við stýriB á öllum bátunum. En þar sem þetta er ekki gert, má segja, að sá sem smfðaði bátinn, sem sigrar, eigi engu minni rétt á verðlaun- um en sá, sem sat við stýrið. Og varla getur það hafa verið tilgangurinn með Olympíu- leikunum. Cr því keppt er í siglingum, hversvegna er þá ekki alveg eins keppt í kappakstri og f Iugi ? Hvað er lagt til grundvallar, þegar íþrótta- greinar Olympíuleikanna eru valdar? Vin- sældir? Treystir nokkur sér til þess að halda því fram I alvöru, að kæakaróðnr sé vinsæl al- þjóðleg fþróttagrein ? Þ6 er keppt f henni á hverjum Oiympfuleikum — en golfið, sem milljónir manna iðka, gert útlægt. Simdkeppnl á ýmsum vegarlengdum cr anð- vitað hin æskilegasta, en þegar öllu er ð botninn hvolft, er það þá ekki hugmyndin með þessu að fá úr þvf skorið, hvaða sundmaður sé fljótastur á sinni vegarlengd með þeim sundaðferðum, sem honum hentar bezt? Er ekki eitthvað falskt við þetta, þegar verið er að flokka sundmennina eftir sundaðferðnm — í bringnsundsflokka, flugsundsflokka, bak- sundflokka og hvað það nú heitir. Það Ifður áreiðanlega ekki & löngu þar til einhver finnur upp ný sundtök. Og hvað þá? Ég efast ekki um, að unnendug þeirra f- þrótta, sem hér eru nefndar, verða mér gram- ir. Hugmyndir þeirra um þetta eiga auðvitaS jafnmlkinn rétt á sér og mínar. En ég er f stuttu máli þeirrar skoðunar, að Olympfu- leikarnir eigi að vera keppni f hreysti, ára»ðni og fimi — og öðru ekki. — BRABASON lávarður. 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.