Vikan


Vikan - 06.03.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 06.03.1958, Blaðsíða 12
eftir C. S. FORESTER HÖFUNDUR þessarar stuttu, truflaudi sögu, C. S. Fo- rester, er hár og graunur, 58 ára gamall Englendingur, sem nú er búsettur í Bandaríkjunum. Hann er þekktur fyrir smásögur sínar og skáldsögur, og í sumar var ein þeirra, THE GUN, kvikmynduð á Spáni með Gary Grant í aðalhlutverkinu. Forester ætlaði að verða læknir, en féll á lokaprófinu á að þekkja ekki eitthvert bein í manns- líkamanum. Þá sneri hann sér að ritstörfum. Hann út- hugsar allar sögur sínar áður en hann fer á fætur og skrifar svo um 1000 orð á dag með eigin hendi. JENNINGS var rafeinda- verkfræðingur og vann hjá Rafhjálp Ltd. Hann var að út- skýra það við miðdegisverðar- borðið hvaða verkefni honum hefði tekizt að telja vinnuveit- endur sína á að fá sér í hendur. — Þeir eru búnir að afhenda mér gömlu reikningsvélarnar tvær, sagði hann. Ég hefði að vísu heldur viljað byrja alveg frá grunni, en ég býst við að ég geti talizt heppinn þrátt fyrir allt. — Og hvað ætlarðu að gera við þær? spurði Arabella, kona hans, og reyndi að láta í ljós eins mikinn áhuga og henni var unnt. — Ég ætla að nota þær til að fá heildarlausn í tvennu lagi, sagði Jennings. Ég hugsa að með því kunni að nást eftirtekt- arverður árangur. — Hvað áttu við ? spurði Babcock — hann var að borða hjá Jenningshjónunum, eins og hann var vanur að gera tvisvar eða þrisvar í viku. — Með heildarlausn í tvennu lagi hlýtur verkið óhjákvæmi- lega að ganga hægar, sagði Jennings með áherzlu. En út- koman kann að verða miklum mun nákvæmari og ná yfir miklu víðara svið; það verður afleiðslan en ekki summan af þessum tveimur liðum sem fæst. — Þetta kann að liggja ljóst fyrir þér, gamli minn, sagði Babcock, en þú verður að minn- ast þess að ég er enginn stærð- fræðisnillingur. — Segðu okkur meira um þetta, góði minn, sagði Arabella og sýndi ekki nokkur þreytu- merki. — Með þessu móti ætti að vera hægt að fá sæmilega ná- kvæm svör við fleiri almennum spurningum en hingað til, út- skýrði Jennings. Hér er að mestu aðeins um að ræða rétt val á heimildaratriðum, sem látin eru í té. Með réttu úrvali verður sennilega hægt að fá lausnir á vandamálum úr dag- lega lífinu, engu síður en stærð- fræðilegum líkingum. — Þetta er ekki þér líkt, sa.gði Arabella. — Gætirðu fengið upplýsing- ar um hvaða hestur vinnur í Goodwood? spurði Babcock. — Mér datt í hug að þú mund- ir spyrja um þetta, svaraði Jennings. Það er undir viðeig- andi heimildum komið, eins og ég sagði. Á kappreiðum er tala óþekktu staðreyndanna vísvit- andi höfð nokkuð há. Auk þess kemur til greina ýmislegt sem ekki er hægt að sjá fyrir, eins og veðrið og ásigkomulag skeið- vallarins. Þar sem óþekktu þættirnir eru fleiri en öruggu heimildaatriðin, mundi útkom- a.n varla verða öruggari en ágizkun þín — eða mín. Jenn- ings brosti frosnu kurteisis- brosi til Babcocks. — Það lítur þá ekki út fyrir að mikið gagn verði að þessu sagði Arabella. — Ef til vill ekki. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég fæst við misheppnaðar tilraun- ir, sagði Jennings og beindi sama frosna brosinu til konu sinnar. En neikvæður árangur hefur líka sitt gildi, eins og þú veizt, góða mín. Þetta kann að vera þess virði að reyna það. — Hvað verður langt þangað til einhver útkoma fæst á þessu hjá þér, gamli vinur? spurði Babcock. — Það er aldrei að vita. Nokkrir mánuðir — vikur — eða bara dagar duga kannski til að færa mér sanninn um hvort ég er á réttri leið. Reikningsvél- arnar tvær þurfa að minnsta kosti mikilla endurbóta við. Eftir það get ég gert nokkrar tilraunir til reynslu. — Ég má víst gera ráð fyrir að þú vinnir á laugardögum og sunnudögum líka? sagði Ara- bella. Það gerirðu alltaf. — Ef þú mátt missa mig, góða mín, svaraði Jennings. A ÐEINS nokkrum vikum seinna sátu Arabella og Babcock við gluggann og voru að fá sér hressingu fyrir mat- inn. — Þama kemur hann, sagði Arabella og horfði á bílinn beygja upp að bílskúrmun. Við verðum að spyrja um þessa gömlu reikningsvél hans. Hann ætlaði að setja hana í gang 1 dag. — Já, ég skal hlusta, sagði Babcock. Jennings kom inn. Hann gekk þungum skrefum, eins og hann væri að niðurlotum kominn. Hann var lotinn í herðum og sýndist hafa elzt. — Jæja, góði minn, sagði Arabella uppörvandi, gaztu lát- ið gamla rafheilann starfa? — Já, svaraði Jenings. Hann horfði á þau á víxl, en bætti engu við þetta eina já. —- Lagðirðu nokkra spurn- ingu fyrir hann ? spurði Bab- cock. — Já, sagði Jennings. — Varð nokkur árangur af því? — Já. — Hvað í ósköpunum er að, góði minn? spurði Arabella. — Ég lagði aðeins fyrir hann eina spurningu, svaraði Jenn- ings. Og ég fékk svarið sem ég kærði mig ekki um að fá. Þá fyrst sá Arabella skamm- byssuna í hendi hans. Framhald af blaðsíðu 5. ferðilega sekur, finnst yður það ekki ? Það er að segja ef hann hefur fengið hann til þess. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að halda. Allir gera svo mikið veður af hinni hurðinni inn í stofuna. Það er nú eitt sem veldur mér áhyggjum — lögreglumaðurinn segir að borið hafi verið á lamirnar. Ég sá nefnilega... æ, ég ligg andvaka á nóttunni og hugsa um það. Ég kom nefnilega að Patrick úti í kjarrinu í garðinum um daginn, þar sem hann stóð með fjöður og dós með einhverri olíu í hendinni. Ég var að leita að .eggjum þar. Hann hrökk við þegar hann kom auga á mig og sagði: Ég var að velta því fyrir mér hvernig þetta væri hingað komið. Hann hefur auðvitað fundið þetta upp í snatri, þegar hann sá mig. Hann er svo fljótur að átta sig. Hvernig hefði hann átt að finna þessháttar úti í kjarrinu, ef hann vissi ekki um það og var beinlínis að leita að því? Auðvitað minntist ég ekki á þetta við neinn. — Nei, auðvitað ekki. - - En augnaráðið sem ég sendi honum. Skiljið þér? Dóra Bunner rétti út hendina og beit annars hugar í fallega laxableika köku. Og svo um daginn heyrði ég á dularfullar’ samræður milli Patricks og Júlíu, sagði Dóra Bunner. Það var eins og þau hefðu verið að rífast. Hann sagði: „Ef mér hefði dottið í hug að þú kæmir nálægt þessháttar!“ Og Júlía svaraði, hún er alltaf svo róleg eins og þér vitið. „Jæja, bróðir kær, hvað ætlarðu að gera við því?“ Þá var ég svo óheppin að stíga á gólffjölina, sem alltaf brakar í, svo þau sáu mig. „Eruð þið að rífast?" spurði ég því í gamansömum tón, og Patrjck svaraði: „Ég er bara að vara Júlíu við að vera að kaupa á svörtum markaði.“ Þetta virtist ofur eðlilegt, en ég held nú samt að þau hafi ekki verið að tala um neinn svartan markað! Og ef þér viljið fá að vita það, þá held ég að Patrick hafi fiktað við lampann í setustofunni, svo að ljósin slokknuðu, því ég man greinilega að það var hjarðmærin —• ekki hjarðsveinninn. Og daginn eftir var . . . Hún þagnaði og hana setti dreyrrauða. Ungfrú Marple leit við og sá að Letitia Blacklock stóð fyrir aftan þær hún hlaut að vera rétt að koma. — Kaffi og ofurlítið spjall, Bunny? sagði ungfrú Blacklock og það var vottur af ásökun í rómnum. Góðan daginn, Marple. Kalt, finnst yður ekki? Við vorum bara að rabba saman, flýtti Dóra Bunner sér að segja. Það er svo mikið af reglum nú á dögum. Maður veit aldrei hvar maður stendur. Dyrnar opnuðust og Bunch Harmon kom inn í Blábrystinginn. — Halló, sagði hún. Er ég of sein að fá mér kaffi með ykkur? —- Nei góða mín, sagði ungfrú Marple. Seztu niður og fáðu þér sopa. — Við megum til með að flýta okkur heim, sagði ungfrú Blacklock. Ertu búin að verzla, Bunny? Hún sagði þetta í mildum tón, en það var enn ásökun í augnaráðinu. — Já, já, þakka þér fyrir, Letty. Ég ætla bara að koma við hjá lyf- salanum og fá aspirín og líkþornaplástur. Um leið og hurðin skall aftur á hæla þeirra, spurði Bunch: — Um hvað voruð þið að tala? Ungfrú Marple svaraði ekki strax. Hún þagði meðan Bunch pantaði kaffi. Framhald l nœsta blaði. 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.