Vikan


Vikan - 06.03.1958, Blaðsíða 18

Vikan - 06.03.1958, Blaðsíða 18
SKÍÐASKÁLINN um. I því gægðist Aldo líka út á ganginn. Hann hafði verið inni í herbergi Valdinis. Það skein á skallann á honum. Hann leit ákaflega kjána- lega út, leit í kringum sig eftir ganginum, síðan hvarf hann niður stigagatið á sokkaleistunum. Eftir að ég hafði séð Aldo koma út úr herberg- inu, þar sem Carla var bundin, hálfbjóst ég við því að sjá hana koma út hvað og hverju. En enginn birtist í ganginum. Ég hef víst staðið þarna nokkuð lengi í dyragættinni. Það kom kaldur gustur innum gættina. Ég leit á úrið. Ég hafði staðið þarna i þrjár mínútur. Þá var hurð skyndilega hrundið upp og Keramikos þaut út. Hann var alklæddur, meir að segja í skíðastíg- vélum, sem skullu á viðargólfinu. Þegar hann var horfinn, fór ég inn í herbergið til Joe. Hann hafði ekki vaknað við hávaðann. Hann hraut makindalega, sneri andlitinu að veggnum, með hálfopinn munninn. Ég reif upp gluggann og hallaði mér út með vatnskönnuna í hendinni. Framhlið skálans ljómaði öll í tungl- skininu. Ég henti vatnskönnunni af öllum mætti að hurðinni að vélarrúminu, svo að Engles gat ekki komizt hjá því að taka eftir henni. Hann kom strax í ljós. Hann var kominn á skíðin, en hann lagði ekki strax af stað. Hann fór framhjá steinhúsinu, með annað skíðið þétt upp að veggnum, eins og hann væri að mæla byrgið eins og Valdini hafði gert. Síðan sneri hann sér skyndilega við, spyrnti í snjóinn og þaut af stað. Það heyrðist skotið bak við kofann. Ég beið við gluggann og hafði auga með úrinu, en sekúnduvísirinn á því sást greinilega i tungls- ljósinu. Áttatiu og fimm sekúndum eftir að Engles hvai'f niður brattann kom Keramikos á fleygiferð á eftir honum. Og ég sá það strax, að hann var góður skíðamaður. Framliald í næsta blaði. Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 11: 1. Yfir Grímsey. 2. IVIoby Dick eða Hvíti hvalurinn. 3. New Foundland er austur af Norður-Ame- riku. Það er Nýja Sjáland, sem liggur suð- austur af Ástralíu. 4. Auður djúpauðga. 5. Þá ér hún 11 í Loiulon, en aðeins 8 á Græn- landi. 6. Prestastéfnan, sem baldin er einu sinni á ári. Þá koma prestar landsins saman til að ræða mál kirkjunnar. 7. Englehdingurinn dr. Alexander Fleming. 8. Am'eríkanarnir Smith og Arnold, ásamt Nelson óg Harding. Þeir flugu á tveimur Douglasvélum yfir Japan, suður um Asíu, Evrópu, fsland, og Grænland í 73 áföngum árið .1824. 9. Bakkus. 10. Hvor átti annars dóttur, þegar fyrri kon- ur þeirra voru dánar. 896. krossgáta Vikunnar. Lárétt skýring: 1 löngun — 4 með málmáferð — 10 tetur — 13 er neyzluvatn Reyk- víkinga — 15 mynt — 16 úrgangur — 17 goggur — 19 slungin — 20 kuldi — 21 duglegur — 23 hrafnaspark — 25 án illsku — 29 samstæðir — 31 samhljóðar — 32 tala — 33 skip sk.st. — 34 tónn — 35 málmur — 37 sjá — 39 hefur sá sem sér nægja lætur — 41 ferð — 42 fiskur — 43 aðalhluti raforkuvers — 44.......leysið, sízt má án þess vera“ -— 45 steinbúa — 47 ambátt — 48 dvelja — 49 ryk — 50 upphrópun — 51 vísir nýs lifs — 53 sam- stæðir — 55 þýzkt smá- orð — 56 „tabúið“ — 60 makt — 61 má ekki nefna í hengds manns húsi — 63 legg að velli — 64 missir — 66 skírlif kona — 68 bók — 69 fuglinn — 71 geymir (slanguryrði) — 72 mat- ur — 73 á stiga — 74 stormur. Lóðrétt skýring: 1 þess vegna — 2 slíta — 3 kostur — 5 á fæti - 6 nár — 7 skyldmenni — 8 . . . henda (brag- arháttur) — 9 fleirtöluending — 10 húsdýr — 11 bossi — 12 titt — 14 söng — 16 ofbauð — 18 sá er sér allt — 20 framkvæmdina — 22 ending — 23 samstæðir — 24 tröllkonan — 26 ný- (latn.) - 27 elska — 28 ekki fær til ferða — 30 farð- ar — 34 skemmast — 36 ar — 38 skemmd í holdi 40 gruna — 41 fataefni 46 þrír samstæðir 47 muldi smátt .— 50 skásneið — 52 stjórn- laust farartæki — 54 hrasaði — 56 megingjörð — 57 frumefni — 58 fangamark — 59 fugls — 60 þekkir — 62 kaþólskt tímatalsheiti — 63 í aldini — 64 ræktað land — 65 tvennd — 67 gróða — 69 fangamark — 70 frumefni. Lausn a krossgatu nr. 895. LÁRÉTT: 1 góðborgaraleg — 11 lóð — 12 úti — 13 sal 14 sæg — 16 Elas — 19 barr — 20 lið — 21 fas — 22 brú — 23 ró — 27 að — 28 urg — 29 stekkur — 30 fgh — 31 ló — 34 ie - 35 Þangbrandur — 41 krani — 42 áföst - - 43 riðstraumui' - 47 af — 49 ss — 50 rás —- 51 hagsýni — 52 akk — 53 fr. — 56 ey — 57 auð — 58 enn —- 59 sýn — 61 sinn — 65 sori - 67 iðn — 68 Lot — 71 sóa — 73 ráð — 74 roðasteinninn,___________________________ NÝTT LEÍKRIT.................. Framhald af bls. 3. hann gerði sér góðar vonir um að finna nýtt leikrit eftir Shakespeare, var nefnd skipuð til þess að rannsaka allt atferli hans. Og endirinn varð sá, að Willy ját- aði ekki einungis á sig fölsunina, heldur sýndi nefndarmönnum tól sín og starfsað- ferðir. , LÓÐRÉTT: 1 gól — 2 óðal — 3 bú — 4 ota 5 ri — 6 as — 7 raf — 8 al — 9 Esaú — 10 gær — 11 Leirulækjarfúsi — 15 graðhestaskyrið 17 Sif — 18 vaskur — 19 brá — 24 óró — 25 stig — 26 þunn — 27 agi — 32 fanir — 33 gufur — 35 þar — 36 nið — 37 bót — 38 aka — 39 dám — 40 rör — 44 skar — 45 rúsína — 46 unna — 48 fár — 49 ske — 54 mun — 55 kýs — 57 anno — 60 norn — 62 iðr — 63 los — 64 Lón - 66 ráð - 68 la - 70 tt — 71 Si — 72 an. Faðir hans andaðist fjórum árum seinna brotinn á sál og líkama. Hvað varð um Willy? Hann hvarf. En verkin hans lifðu hann. Því að fyrir skemmstu fannst sýnishorn af iðju hans á gamalli bók, sem seld var á uppboði í London. Ójú, það var ,,eiginhandaráritun“ Shakespeares! — MARK PRIESTLEY stúlkaN frá .... framhald af bls. 13. vatní i fangastíunni, stóðst hún þá freistíngu að þvo sér um andlitið.: Hún aétlaði að bíða átekta, sjá : hvað gerðist og — ef tækifæri gæfist — reyna flótta. En 'Sjö dögurn eftir töku henn- ar gérðist' óvæntur atbui'ður. Bandariskui'i liðþjálfi, sem var gestúr rússneska hersins þárn'a: brá sér fyrir forvitnis- sakir inn í fangagirðinguna, sá Önnu-Marie — og sá sam- stundis í gegnum dulbúning hénpár.iiD r Eitthvað, olli því þó —■ eitt- hvað i augnaráði hennar kannski v-f að hann kom ekki upp> Um hana. Þvert á móti. Hann kom aftur daginn eftir, gaf sig á tal við hana og fékk að heyra sögu hennar. 1 lok samtalsins spurði hann, hvaðan úr Þýzkalandi hún væri. Þegar hún nefndi Berlín, hristi hann höfuðið. ,,Þú ert heppin að vera þar ekki núna,“ sagði hann. „Hvað áttu við?“ „Ég vil ekki valda þér á- hyggjum — þú hefur nóg á þinni könnu — en Berlín ligg- ur undir loftárásum nótt og dag.“ Enn hrærði eitthvað í svip hennar hann til meðaumkunar, og daginn eftir kom hann aft- ur. Þegar þau höfðu talað saman um hríð, sagði hann allt í einu: „Viltu skipta um fangelsi?“ Hún horfði undrandi á hann. Hann brosti: „Mér datt svona i hug, að kannski hefð- irðu ekkert á móti því að kom- ast i svolítið kvenlegra um- hverfi, ef svo mættl orða það. Ef þú værir nú fangi okkar, þá held ég að ég gæti heitið þér því, að þú yrðir fljótt laus. Það tekur því naumast að vera að halda telpukrappa eins og þér innan við gaddavír." Nokkrum dögum seinna var Anne-Marie komin upp á vörubíl, sem hélt vestur á bóg- inn. Hún hafði hafnað í fanga- hópnum, sem hinn bandaríski vinur hennar hafði valið og sem Rússarnir ætluðu að ,,gefa“ Bándaríkjaher af ör- læti sínu til yfirheyrslu. Bandaríkjamönnum lá á að yfirheyra Þjóðverja, sem til skamms tíma höfðu verið í Berlín, og nú lýsti bandaríski liðþjálfinn yfir því, að „litli, skítugi dátinn“ uppfyllti þau skilyrði. Þannig orsakaðist það, að þegar bandarísk herflugvél lenti á bandarískum flugvelli í Frakklandi, var ljóshærð stúlka meðal þýzku stríðsfang- anna, sem út úr henni stigu. Hún var reyndar aldrei tekin til yfirheyrslu. Hún var höfð í haldi til stríðsloka, en send heim til Þýzkalands í júlí 1945 og látin laus. En sögunni er ekki ennþá lokið. Enn áttu forlagadísirn- ar hitt og annað í pokahorn- inu. Til dæmis er það í frásögur færandi, að Anne-Marie átti eftir að giftast brezkum her- manni og flytjast með honum til Englands. Hann varð laus úr hernum árið 1951 og setti upp benzínstöð. Og árið 1956, þeg- ar Anne-Marie Mayerhofer hét Anne-Marie Brown, var orðin tveggja barna móðir og vann við hlið mannsins síns á bensínstöðinni, gerðist það einn sólbjartan sumardag, að spánýr ameriskur bíll renndi inn á stöðina og út úr honum steig bandarískur liðþjálfi. Hann gekk að benzíndælunni þar sem Anne-Marie stóð, snarstansaði svo, þreif af sér kastskeytið og starði. Og Anne Marie starði á móti. Því að þarna stóð maðurinn, sem hún hafði hitt í rússneskri fangakví fyrir ellefu árum, maðurinn sem hafði þegið hana að „gjöf“ frá Rússum. Og svo eru menn að segja að heimurinn sé stór! E. JERMAN. 18 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.