Vikan


Vikan - 29.05.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 29.05.1958, Blaðsíða 5
við rekstri hans. Húsið, sem hann nú er í, var reist á árunum 1935—1937. Það stendur uppi á Hamrinum, sést langft að og er einhver veglegasta og glæsilegasta skólabygging landsins. Bókasafn hefur verið starfrækt í Hafn- arfirði síðan 1922, elliheimili var komið á fót árið 1935, góð sundlaug vígð í ágúst 1943. Hún stendur í hrauninu vest- an við bæinn. Hún er sjólaug, 25 metra löng og rúmra þriggja metra djúp þar sem hún er dýpst. Hafnfirðingar eru líka svo ríkir að eiga ráðhús. Það stendur við Strandgötu og er hið vandaðasta hús. Það var tekið til afnota haustið 1944; fyrsti fundur bæjar- ráðs í nýja húsinu var haldinn 23. októ- ber. Það er frumlegt og skemmtilegt ráð- hús meðal annars vegna þess, að neðsta hæðin að nokkru leyti er kvikmyndasal- ur, sem tekur 325 menn í sæti. Þama hef- ur Bæjarbíó starfsemi sína: landfrægt bíó fyrir góðar kvikmyndir. Þarna eru líka leiksýningar á vegum Leikfélags Hafnarfjarðar. Til bæjarútgerðar var stofnað í Hafnar- firði árið 1927. Hún á nú miklaiP eignir. Hinn 1. september síðastliðinn tók nýtt frystihús til starfa á vegum hennar; það mun vera meðal stæhstu frystihúsa á landinu. Hjá Bæjarútgerðinni höfðu í vet- ur um 250 manns atvinnu, sjómenn og landfólk. Hér verður ekki farið út í pólitík Hafn- arfjarðar: það á ekki heima í ópólítísku vikublaði. Þess er þó skylt að geta — sem raunar flestir hljóta að vita — að Alþýðuflokkurinn hefur fremur öðrum flokkum komið við stjórn bæjarmála Hafn- arfjarðar síðustu áratugina. Hann stjóm- aði bænum með hreinum meirihluta í fulla tvo áratugi. Ekki er viðlit að heldur að telja upp öll þau einstaklingsfyrirtæki, sem komið hafa við sögu Hafnarfjarðar á þeim fimm- tíu árum, sem hér eru til umræðu. En við viljum vekja athygli lesandans á aug- lýsingmn hafnfiskra fyrirtækja í þessu blaði og auglýsingalistanum, sem við birt- um með þessari grein. Sýna þessar aug- lýsingar glögglega, hve mikil fjölbreytni er í atvinnuháttum Hafnfirðinga, hve víða þeir koma við sögu — og svo um munar — í atvinnulífi þjóðarinnar. Eitt iðnfyrir- tæki verðum við þó að nafngreina hér, nefnilega „Rafha“. Þetta er ekki einasta þjóðkunnugt vörumerki og þjóðkunnugt fyrirtæki, heldur er það merkilegt fyrir þá sök að vera eina stórfyrirtækið sinnar tegúndar á öllu landinu. Það er kórónan á raftækjaiðnaði Islendinga. Þrjú útgerðarfyrirtæki einstaklinga í Hafnarfirði viljum við líka nefna með nafni — um leið og við biðjum hin, sem ekki eru nefnd, velvirðingar. Við meinum ekkert illt með því þó að við sleppum ýmsum góðum nöfnum; við verðum ein- faldlega að setja okkur einhver takmörk í þessum efnum vegna plássins. Við viljum nefna Einar Þorgilsson & Co. og svo útgerðarfyrirtæki þeirra Jóns Gíslasonar og Lofts Bjarnasonar. Loftur hefur lagt mest kapp á saltfiskinn í vet- ur og gerir út togarann Röðul. Fjöldi manns hefur haft atvinnu á hans vegum. Hjá Einari Þorgilssyni unnu í vetur um 80 manns; félagið gerir út togarann Sur- pris.e, sem er rösklega tíu ára gamall ný- sköpunartogari, og vélbátinn Fák, sem er 144 tonn. Þetta er gamalt og gróið fyrir- tæki. Það var stofnað í núverandi mynd árið 1924 með togarakaupum, og hét fyrsti togari þess líka Surprise. Hús þess, mikil og myndarleg, blasa við manni þegar ekið er inn í Hafnarfjörð norðanverðan. Þá er það Jón Gíslason með allar sínar framkvæmdir. Á nýlokinni vertíð hafði Þessir eiga nú sœti í bœjarstjón i Hafn- arfjaröar: Guðmundur Gissurar- son (forseti), Þórunn Helgadóttir, Kristinn Gunnarsson, Árni Gunnlaugsson, Krist- ján Andrésson, Stefán Jónsson, Elín Jósefs- dóttir, Eggert Isaks- son, Páll V. Daníels- son. Stefán Gunnlaugsson er bæjarstjóri. Myndirnar: Amatörvinnustofa Guð- bjarts Ásgeirssonar, Hafnarfirði. BÆKUR RITFÖNG LJÓSMYNDAVÖRUR Bókabúð Böðvars Strandgötu 3 — Sími 50515 HAFNARFIRÐI hann um 120 manns í vinnu í landi, en níu bátar lögðu upp hjá honum. Á þeim munu hafa starfað um hundrað sjómenn. Samkvæmt lauslegri áætlun, munu fyrir- tæki Jóns Gíslasonar hafa framleitt um 37,000 kassa af flökum í vetur (Hf. Frost nefnist frystihúsið) og um 350 tonn af fullhertri skreið. Og þegar Vikan hafði samband við skrifstofu Jóns fyrir tíu dög- um, var hann byrjaður að frysta síld. Bátarnir Jóns eru eftir á að hyggja „Klett- arnir“ og svo Faxaborgin. Og hér skulum við þá skilja við Hafn- arfjörð, kveðja hann fimmtugan í fiskin- um. Því að fiskurinn er, þegar öllu er á botninn hvolft, gullið okkar íslendinga, tekjulindin sem allt veltur á. Og það hafa þeir í Hafnarfirði alltaf skilið. Bátafélag Hafnarfjarðar h.f. BJÖRG H.F. BJARG H.F. Álfaskeið 36, — Sími 50127 Hafnarfirði Kaup og sala á sjávarafurðum. Sí Ida rsöltu n a rs töð. Framkv.stj.: Jói Halldórsson, Álfaskeiði 36. £ími 50127 VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.