Vikan


Vikan - 02.10.1958, Síða 5

Vikan - 02.10.1958, Síða 5
— Auð'vitað bjóst ég við, að það væri eitthvað í þessa átt, en samt hélt ég alrei að það væri svona slæmt. Ég veit ekki, hvoru ég vorkenni meira. Ég held nú Polli. Allt líf hennar gerbreytist. En ég er anzi hrædd um, að lífið verði ekki eintómur dans á rósum fyrir veslings Símon, ef hann giftist henni. Nan svaraði ekki. Hana langaði til að segja að Símon mætti ekki giftast Pollí. Ef hann gerði það, væri það af einskærri meðaumkun. En hún vissi að hún hafði engan rétt til að láta álit sitt i ljósi. Hún hafði tekið of alvar- lega fáeina kossa og nokkur falleg orð. Hann hafði áreiðanlega gleymt kvöldinu þeirra. — Mamma segir, að þau ætli að gifta sig næsta vor. — Er þetta alveg áreiðanlegt ? — Tja, kraftaverk geta alltaf gerzt, sagði læknirinn, en mér skilst, að það sé ekki mikil von. Stella birtist í dyrunum. — Hæ, sagði hún. Hafið þið heyrt fréttina? Pam játti því. — Hún kemur hingað strax og hún er orðin sæmilega hress. Pam andvarpaði. — Hamingjan góða, hvað það verður skemmtilegt. Getur hún ekki farið til sinnar fjölskyldu. — Hún á enga fjölskyldu, skilst mér, sagði Stella. Ég skil hvað þú átt við, Pam. Ég verð nú líka að segja að ég er fegin að ég ætla ekki að vera hér í vetur. — Ertu þá að fara til Húgós aftur? — Nei, ég hélt þú vissir að það geri ég aldrei. — Ég hélt að þú hefðir kannski skipt um skoðun. Annað eins hefur komið fyrir. — Ég hef fengið stöðu í London. Sýningarstúlka hjá Louise Hanly Rogers. Það var það eina, sem ég gat fengið. Ég fékk hana bara af þvi að ég er dóttir föður míns. Þetta eru svoddan höfðingjasleikjur þarna hjá Louise. -— Þú ert heppin, sagði Pamela. Ég vildi óska að ég gæti fengið vinnu í London. Það er ekki alltaf skemmtilegt að vera dóttir riks manns. Systurnar hurfu á braut og enn reyndi Nan að halda áfram að vinna. Stuttu síðar heyrði hún fótatak fyrir utan gluggann. Hún stóð skyndilega upp og hoppaði út um gluggann og gekk í humátt á eftir Símoni. Hún náði honum skömmu síðar. Hann sneri sér við þegar hún nefndi nafn hans, og hún sá, að hann var mjög þreytulegur. — Halló! Viltu tala við mig? — Mér datt i hug að fara í smá gönguferð með þér. Þau gengu hlið við hlið mn stund án þess að segja neitt. Loks gat Nan ekki þolað þessa vandræðalegu þögn og sagði: — Mér finnst svo leiðinlegt að heyra þetta með Pollí. Þetta er voðalegt fyrir ykkur bæði. — Verst fyrir hana. — Ég veit það. En samt. . . — Góða hættu þessu blaðri, sagði hann stuttaralega. — Fyrirgefðu. — Viltu að ég fari? Ég á við . . . hún stamaði. — Viltu heldur vera einn ? Hún sá kvölina í augum hans og fékk hjartslátt. Ósjálfrátt tók hún undir handlegg hans. — Æ, Símon, snúðu ekki svona i mig bakinu. Ég afber það ekki. — Ég að snúa í þig bakinu. Röddin var mildari en handleggurinn var stifur eins og trédrumbur. Hún fann að það var ókleifur múr á milli þeirra. Hún vildi rífa hann niður og minna hann á hversu nærri þau höfðu verið hvort öðru fyrir nokkrum kvöldum. Þurfti hann ekki lengur á henni að halda? hugsaði hún í angist. Honum leið illa. Gat hún þá ekkert hjálpað honum? — Ég vildi að ég gæti sagt eitthvað, gert eitthvað, sagði hún von- leysislega. — Það getur enginn gert neitt. Þetta var bara helvítis óhapp. Og það er allt mér að kenna. Hún sneri sér snöggt að honum. — Það er ekki satt. Bara af þvi þú keyrðir . . . — Jæja, mér finnst það að minnsta kosti, tók hann stuttaralega framí fyrir henni. Hún dró til sín handlegginn. Lengi þögðu þau. — Er hún búin að fá að vita það ? spurði hún allt í einu. — Að hún verður máttlaus alla æfi. Nei. Læknirinn sagði, að það væri bezt að bíða með að segja henni það þangað til hún er búin að ná sér. Nan reyndi að gera sér í hugarlund hvernig Pollí mundi líða. Áfall hennar, þegar hún fengi þennan dauðadóm. Að hún mundi aldrei fram- ar geta dansað eða leikið tennis. Guð, það var hræðilegt. ■ — Ég vona að hún komi heim áður en langt um líður, hélt hann áfram. —- Hún verður hamingjusamari hér en á spítalanum. Ef henni ekki versnar, giftum við okkur í vor. — Ég skil. Þannig var það. Ef til vill yrði Pollí máttlaus alla æfi, en hún vildi eiga Símon. Nan hugsaði um hvernig honum liði. — Kannske er bezt að við höldum tvöfalt brúðkaup, sagði hann með uppgerðarkátínu. — Hverjum á ég að giftast? — Drew, auðvitað. — Já, þú segir nokkuð. - Hann hefur beðið þín er það ekki? Framhald í nœsta blaði. dieseivélar fyrir fLskiskip, 3 hö til 3500 hö. DETJTZ-verksmiðjan í Köln er nú ein stærsta og reyndasta verksmiðjan í smíði dieselvéia. Á undanfömum árum hefur reynzt erfitt að fullnægja eftirspurn eftir DEUTZ-vélunum vegna langs afgreiðslutíma, en með gífur- legri framleiðsluaukningu munum vér framvegis geta útvegað flestar stærðir DEUTZ-dieselvéla fyrir Isienzk fiskiskip, fyrir- varalítið, séu nauðsynleg innflutningsleyfi fyrir hendi. Leitið upplýsinga um DEUTZ-dieselvélamar. Hlutafélagið HAMAR Tryggvagötu. — Reykjavik. tehst tniklti hetiiv ef menn gæta þess að bera NIVEA-smyrsl d andlitió kvöldið dður. í NIVEA er eucerit, »em heldur húðinni mjúkri. VIKAN 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.