Vikan - 05.02.1959, Side 4
Örstutt smásaga
eftir IXIorman Stanley Bartner
■■■■■■■■■■■**■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ b ■■■■■!■■■■ im ■■■■■■■■■■ ■■■■■■iinnm
væri of snemmt eftir matinn. Sagði að hann
skyldi bíða dálítið. En hann hafði hlegið eins
og smástrákur og kitlað hana undir kinninni. Og
svo hafði hann hlaupið eftir bryggjunni og stung-
ið sér á kaf í vatnið. Mér fannst ég enn heyra
þytinn er hann hljóp fram hjá mér.
Ég held það hafi verið þetta kitl hans við
kinnina á henni sem varð til þess að ég hreyfði
hvorki legg né lið, þegar hann sökk. Klara var
ekki þesskonar kvenmaður, sem hægt er að kitla
undir kinninni. Þú mundir ekki syngja rokklög
í kirkju.
Það situr ekki á mér að tala um kirkjur, en
þannig voru tilfinningar mínar gagnvart Klöru.
1 gær sá ég hana í fyrsta sinn á þremur árum
og mér leið ennþá verr en þá, þó svo langt sér
um liðið. Miklu verra. Ég elska hana dýpra. Hún
var ekki lengur ung stúlka. Hún var orðin full-
þroska kona. Og hún var gift Karli Bullard.
Ef allt hefði gengið að óskum, hefði hún gifst
mér. En allt gekk ekki að óskum. Ég hélt að
starf í Buenos Aires og rosahátt kaup mundi
koma undir mig fótunum. Þess í stað lærði ég
að njóta lífsins þessi þrjú ár í Buenos Aires og
varð ekki ríkur nema af reynslu. Ég hafði teflt
of djarft. Þrjú ár . . .
Við höfðum skrifast á fyrstu mánuðina. Við
söknuðum hvors annars af öllu hjarta og þráðum
þá stund þegar við næðum saman á ný. Ég
hafði ekki gert ráð fyrir að vera í burtu nema
eitt ár.
En smámsaman urðu bréfin strjálli og síðan
hættu þau með öllu að berast. Sökin var mín.
Ég gat ekki haldið áfram að skrökva að henni
um fjárhaginn. Ég átti að spara og leggja fyrir,
það hafði verið ætlunin.
Það var liðið á annað ár þegar ég frétti að
hún væri gift. Þessar fréttir bárust mér ein-
hvernveginn. Ég kærði mig kollóttan um þær
mundir. Ég hafði annað að hugsa um.
Þrjú ár eru langur tími. Næstum eins langur
tími og það tók fyrir Karl Bullard að sökkva
til botns. Hann var nálægt botninum núna og
ekki vel gott að grilla í hann. Það rétt mótaði
fyrir útlínunum. Þrjú ár voru nógu langur tími
til að ég fengi mig fullsaddan af unaðsemd-
um Argentínu.
Einhvernveginn frétti Klara að ég væri kom-
inn aftur til landsins og skrifaði mér bréf. Það
var bara vingjarnleg kveðja til að bjóða mig
velkominn heim. Það þýddi það að hún bar
enga beiskju í minn garð. Hún var ekki lengur
ung stúlka.
Og þó langaði mig skyndilega til að hafa tal
af henni, sjá hana. Ég hafði upp á henni hér
við vatnið. Hún var ennþá furðu lík því sem
hún hafði verið, en þó ögn stilltari í framgöngu
og öll fágaðri í fasi. Hún var ennþá sú sama
Klara sem ég hafði þekkt hér áður fyrr, þó hún
væri nú þrýstnari og þreknari en áður. Hún
hafði verið grönn og spengileg.
En það var eitthvað i augum hennar sem kom
mér til að óska að ég hefði aldrei farið frá.
henni. Það var einhver glampi í augnaráðinu.
Það var ekki aðeins vingjarnlegt tillit. Það var
eitthvað annað og meira.
Og það var þessi glampi sem varð til þess að
ég hafði mig ekki í ' að fara frá vatninu og
hverfa á brott. Ég hefði ekki verið kyrr á landar-
eign Bullards nema bara vegna þessa glampa.
Hópur gesta sem sátu og spjölluðu saman um
allt og ekkert, leiðinlegir eins og allir gestir.
Eiginmaður sem brosti bjálfalega til hennar og
var sí og æ að kitla hana undir hökunni. Glamp-
inn í augum hennar þegar hún leit til mín, hann
vó upp á móti öllu liinu.
Mig langaði til að hafa augun af Bullard og
líta um öxl til Klöru þar sem hún sat að baki
mér. Mig langaði að sjá glampann í áugunum
þegar ég horfði til hennar. En ég gat mig hvergi
hrært.
Þess í stað fór ég að hugleiða eitthvað skemmti-
legt. Ef ég sæti kyrr örfáar sekúndur lengur
á bryggjunni, þá mundi Klara eignast húsið og
landið og vatnið og baðströndina og álitlegar
fúlgur í ýmsum bönkum. Hún yrði stórauðug.
Þrjú ár í Argentínu fóru fyrir lítið en þrjár
Framhald á bls. 18.
Er G spurði sjálfan mig hvort ég hefði nokkra
ástæðu til að bjarga Karli . Bullard frá
drukknun. Þó var síður en svo að ég hataði
hann. Hann var svo sem nógu vænn piltur. Hann
var ekki nema unglingur, auðvitað, alltof væm-
inn, alltof lingerður, alltof rikur. Bara ef hann
hefði ekki gifst Klöru. Annars hefði ég bjargað
honum á svipstundu . . . En þess í stað horfði
ég á hann hverfa í djúpið.
Enginn gæti vitað hvað ég hafði gert — að
ég hefði átt jafn mikla sök á dauða hans og
hefði ég ýtt honum sjálfum í sjóinn.
Hvernig gat nokkur maður vitað um þetta?
Ég sat kyrr og rólegur á bryggjusporðinum og
lét fæturna lafa fram af og reykti sígarettu.
Fyrir aftan mig sat eiginkona Karls Bullard og
talaði rólega við einhvern gesta sinna og fyrir
aftan hana gat að líta strandlengju og baðstað
Karls Bullard, sem náði alla leið upp að glæsi-
legri lystihöll Karls Bullards hinum megin við
stöðuvatnið sem einnig var eign Karls Bullards.
Og ég starði niður milli fóta mér á Karl Bullard
á vatsbotninum.
Hann horfði beint framan í mig um leið og
hann sökk. Það var undarlegt biðjandi, kvala-
fullt augnaráð sem hann sendi ■ mér eins og
hann vissi hvað var að gerast og væri að reyna
að segja mér það. Hann hafði opnað munninn
til að hrópa upp yfir sig en drukkið um leið
munninn fullan af vatni og sokkið á svipstundu.
Það var augsýnilega krampi sem varð honum
að fjörtjóni.
Vatnið var sex metra djúpt við bryggjusporð-
inn og gagnsætt til botns. Það virtist næstum
of gagnsætt -— sakleysislegt — til þess að valda
mannsdauða. Ég gat séð greinilega hvernig Karl
Bullard braust um, af erfiðismunum. Hann var
ekki kominn hálfa leið niður.
Hvenær mundi hann snerta botninn. Tvær
sekúndur ? Tíu sekúndur ? Ein sekúnda virtist
vera lengri en heil eilífð . . .
Klara hafði varað hann við. Sagði að þetta
Örlagastundin
4
VIKAN