Vikan - 05.02.1959, Blaðsíða 9
FramhaSdssaga effir COLETTE
„Já. Manstu þegar við fórum til Cabourg með
yndislegu, kastaníubrúnu hryssuna mlna?“
„Já, og Espivant líka. Gleymdu því ekki.“
,,Já. Þú ert alveg ákveðinn ?“
„Nema það verði hellirigning þann dag, auð-
vitað.“
„Já. Hefurðu frétt nokkuð frá Carneilhan?
Hvernig er veðrið þar?“
,,Skínandi.“
Julie var hrædd um, að hún væri of áleitin. En
hana langaði til þess að spyrja hann fjölda spurn-
inga, um herbergið niðri, bláa herbergið, hænsna-
bændurna þrjá, kynbótahryssurnar og jafnvel
Carneilhan gamla. Hún þráði að geta lagzt í
heyið, hún þráði loftið og jarðveginn. Hún stóð
skyndilega á fætur.
„Sittu kyrr. Ég ætla að fara og hella upp á.
Viltu taka af borðinu?“
Þegar hún kom aftur með brúnu kaffikönn-
una, hafði dúkurinn verið lagaður á spilaborð-
inu, whisky- og koníaksglösin, sígaretturnar og
bollarnir lagðir afsíðis. Julie gaf frá sér viður-
kenningarblístur. Áður en hún settist, tók hún
bréf upp úr kassa þeim, sem hún geymdi ástar-
bréfin í, og rétti bróður sínum.
„Hvernig lízt þér á?“
Hann las það hægt, og áður én hann lagði það
frá sér, gekk hann úr skugga um, að bréfið bæri
rétt vatnsmerki.
„Eg skil mætavel, að þú geymir það. Það kem-
ur þér einni við. En satt að segja finnst mér lítið
til þess koma. Hversvegna sýndirðu mér það?“
„En það varst þú sem . . . sem sagðist halda,
að Espivant væri forríkur og . . .“
Carneilhan greip fram í fyrir henni.
„Ég meinti, ef hann myndi deyja, ekki hvaða
gagn væri hægt að hafa af honum á lífi. Þetta
bréf er skrifað, áður en þú lagðir í það kjána-
lega fyrirtæki að gifta þig. Langar þig til þess
að kveða upp þennan gamla draug?“
„Nú, jæja,“ sagði Julie annars hugar. „Við
skulum gleyma því, að ég hafi minnzt á þetta.“
„Ég segi þér það í eitt skipti fyrir öll, að þú
getur ekkert gagn haft af samskiptum þínum
við Espivant."
„Því þá?“
„Því að þú ert svo veikgeðja."
Hann starði á systur sína. Hún laut niður, tók
að afhýða hnetur og brenndi á sér varirnar á
sjóðandi kaffinu og reyndi að forðast blá níst-
andi augu hans.
„Hvað kemur þér til þess að segja þetta?“
„Þetta er min skoðun, það er allt og sumt.“
„Eða þá að einhver vina þinna hefur komið
þessu inn í kollinn á þér, sem hefur ætlað að
hagnast á því.“
Julie rétti skyndilega úr sér og sagði hryssings-
lega:
„Góði minn, það getur verið að ég segi vinum
mínum frá ýmsu, en ég blanda þeim ekki í fjöl-
skyldumál mín!“
„Espivant er ekki í f jölskyldunni," sagði Carn-
eilhan.
„Nei. En við skulum ekki fara að rífast. Við
skulum hætta að tala um þetta. Mér skjátlaðist.
Þér skjátlaðist líka, og Herbert er orðinn full-
frískur. Veiztu, meðal annarra orða, að hann sá
aldrei eyri af þessum fræga heimamundi ? Hann
sagði mér það sjálfur.“
„Ég trúi því mætavel,“ hreytti Carneilhan út
úr sér. „Hann er líka bölvað fól.“
,,Ég viðurkenni, að hann er ekkert ofurmenni,
enfól? . . .“
,,Já. Hann hefur ekki gert annað en heimsku-
pör alla sína ævi — en alltaf á ákaflega klókan
og gáfulegan hátt. Þessi snillihugmynd hans,
síðasta gifting hans, tökum það bara sem dæmi.
Ef ég giftist ríkri konu, myndi ég láta hana þræla
fyrir mig. Ég myndi láta hana fægja stígvélin
mín.“
„Það er alltaf svo yndislegt að krjúpa að fót-
um þér.“
,,Þú kemst ekki undan öllu,“ hélt Carneilhan
áfram. „En ég myndi aldrei giftast ríkri konu.“
Hann hugsaði sig um um stund og leit síðan
upp, magur og kinnfiskasoginn. „Ef honum heppn-
aðist ekki að ná i heimanmund sinn, hvernig datt
þér þá i hug að biðja um milljónina eða hluta
af hehni?“
Julie sótroðnaði og gerði sér upp skilnings-
leysi.
„Nú, þú veizt, að allt sem ég geri, það geri
Framh. á bls. 13.
Húsbyggjendur
Húseigendur
Vandið val kynditækja
fyrir hús yðar.
Reynslan í undangengu
kuldakasti hefur sannað
að
REXOIL
reynist bezt.
Þeir líða ekhi af
kulda sem nota
REXOIL
olíuverzlun' JP Í5LANDS
SlMAR 24220 — 24236
VIKAN
9
X!'a-