Vikan


Vikan - 05.02.1959, Síða 22

Vikan - 05.02.1959, Síða 22
Smellin smásaga eftir DOIM EAGLE ♦ i r V litntur :*~tRÆC 'X1 að 1 3GUR sálfræðingur hefur haldið þvi fram þegar tveir menn hafi lifað saman í tölu- verðan tíma, dragi þeir svo dám hvor að öðrum að þeir hugsi næstum því eins. Ég vona að ég hafi ekki orðið fyrir þessu. Þetta hófst allt með því að ég lá i rúmi mlnu morgun einn og reyndi að festa ofurlítinn blund í viðbót við nætursvefninn. Ida eiginkonan mín, var eitthvað að bardúsa i íbúðinni og hafði meiri hávaða I frammi en nauðsynlegt var. Rétt þegar mér var að renna i brjóst, heyrði ég fótatak henn- ar nálgast. „Karl Haralds," sagði hún, „þú ert hættur að elska mig. Ég verð fljótt vör við slíkt. . .“ ; Það umlaði eitthvað í mér. „Þú ert ekki búinn að ráða þér nýjan einkarit- ara, er það?“ Ida var lævísleg á svip þegar hún lagði þessa .'ipurningu fyrir mig og tyllti sér á rúmstokkinn. 1 „Neeeeeei," svaraði ég. Það gat varla átt sér stað að hún hefði áhyggjur út af einkaritaranum, sem hjá mér var um þessar mundir, Margrét Hattfeld. Hún var engin manneskja til að setja mann út af laginu en þó hafði það dregist um tvo tíma að ég kæmi mér heim fyrsta daginn sem hún vann hjá mér. „Ef þú eft orðinn þreyttur á mér, þá skaltu ekki hika við að segja mér það,“ sagði Ida með dapurlegum hreim í röddinni. „Neeeei, neeeeeei," umlaði í mér hálfsofandi um leið og ég dró særtgina upp fyrir haus. „Allir karlmenn eru ruddar," sagði Ida, „þeir fara að missa áhugann um leið og eiginkonurnar missa minnsta vott af æskuljóma sínum." Ég fann að Ida reis upp af rúminu og þorði að veðja að hún fór að skoða sig í speglinum. „Þeir segja að rómanska kynið láti fyrr á sjá," sagði Ida sorgmædd á svip, „konurnar verða feitar og: Ijótar á einni nóttu." Það vildi svo til að einhver ættingi Idu, sem flæktist um öll heimsins höf, tók sér spánska stúlku að eiginkonu og þess vegna reyndi Ida oft að ímynda sér að hún væri alls ekki af írskum uppruna. „Svona er mannlífið, Ida,“ sagði ég í heim- spekilegum huggunartón og reis upp við dogg, „allt er í heiminum hverfult." Ég bar koddann fyrir mig sem skjöld þegar hún otaði að mér hárbursta að vopni. „Ég — ég hata þig, Karl Haralds," öskraði Ida og reif i sítt svart hár sitt. „Þú þarft ekki að vera hissa þó ég verði á bak og burt, þegar þú kemur heim í kvöld. Og þú getur sjálfur mallað morgunmatinn oní þig.“ Ida brast í grát og hljóp á brott, ég heyrði að hún læsti sig inni á baðherberginu. Þegar ég hafði hvolft í mig nokkrum bollum af korguðu kaffi og hámað í mig tvær kolbrennd- ar brauðsneiðar, fór ég á lögfræðiskrifstofu Karls Haralds, en þar er ég, forseti. Ég gaf mig allan að póstinum. Ég ásetti að kaupa einhverja dýr- mæta gjöf til að gefa Idu í kvöld. Það gerðist fátt markvert um morguninn. Rétt eftir matinn kemur Margrét inn á skrifstofuna og segir mér að einhver frú Cortez vilji endilega hafa tal af mér; það sé mjög áríðandi. „Vísaðu konunni inn,“ sagði ég. Úm leið og Margrét opnaði dyrnar, sveif inn í skrifstofu mína kvenmaður einn með hrafnsvart hár svo sló á það bláleitri slikju, hún gekk að borðinu mínu með voldugu mjaðmaskaki. „Buenos Noches, Senorita Cortez," sagði ég óg heilsaði henni á minni beztu spönsku. Þefurinn af ilmvatninu, sem hún notaði, var svo þungur að ég var næst um viss um að það kæmi beint úr hvalnum. „Buenos Dias,“ sagði konan hásri röddu. „Ég virti fyrir mér ávalar mjaðmir hennar um leið og hún bjóst til að fá sér sæti. Mér fannst ég einhvern veginn kannast við hreyfingarnar, ég reyndi að koma henni fyrir mig en tókst ekki að grufla það upp. Hún hafði slör fyrir andlitinu og þar undir grillti ekki í neitt nema þykkan varalit, púður og allskyns andlitsfarða. „Hvað get ég gert fyrir yður senorita?" spurði ég- „Verið svo vænir að kalla mig Estrellitu," sagði hún, „ég er að vona að okkur komi vel saman í þessu máli og við skulum bara vera dálítið kammó." Lágur rómur hennar hljómaði svo kunnuglega að ég þóttist sannfærður um að hafa heyrt í henni fyrr. Allt í einu rann upp fyrir mér ljós. Ég mtnntist samskiptanna við Idu nokkrum klukkustundum áður og gerði mér nú grein fyrir því hversvegna mér virtust þessar hreyfingar og fas gamalkunn- ugt. Það er deginum ljósara að nú á að koma upp um mig sem ótrúan eiginmann, leiða mig í 22 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar: 6. Tölublað (05.02.1959)
https://timarit.is/issue/298232

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

6. Tölublað (05.02.1959)

Gongd: