Vikan


Vikan - 05.02.1959, Qupperneq 24

Vikan - 05.02.1959, Qupperneq 24
TÍU GODAR REGLUR FYRIR OVANAR 1. Notið alltaf (ef mögulegt er) þá tegund af garni sem gefin er upp í uppskriftinni. 2. Kaupið allt garn í einu sem þarf að nota í flíkina og aðgætið að sama litanúmer sé á öllum hespunum. 3. Vindið garnið laust upp. Það er gott ráð að vinda það upp á bréfmiðana sem litarnúmerið er á svo hægt sé að fá aftur sömu gerð og sama lit ef maður þarf á meiru að halda. 4. Prjónið smá sýnishorn 20 lykkj- ur á breidd og sem svarar 20 prjónum á lengd, með þeim prjónum sem i uppskriftinni stendur. Þá er hægt að sjá hvort maður prjónar of fast eða of laust, eða þörf er á grófari eða finni prjónum. PRJONAKONUR 5. Ef erfitt verður að fá venjulegt slétt prjón til að líta eins eða jafnt út þá verður að nota fínni prjón við þann sem er brugðinn. 6. Ef það sem maður er að prjóna er látið liggja óhreyft í lengri tíma, jafnvel þótt ekki sé nema um nokkra daga að ræða, verður annaðhvort að taka prjónana úr áður en prjónið er lagt til hliðar, eða prjóna síðasta prjóninn upp að nýju áður en haldið er áfram. 7. Vefjið einhverju utan um flíkina sem verið er að prjóna til þess að hún óhreinkist ekki né vol- ist meðan á verkinu stendur. 8. Ef verið er að prjóna útprjón er nauðsynlegt að merkja við þann prjón í uppskriftinni sem hætt er áður en flíkin er lögð til hliðar. 9. Þegar aukið er við eða tekið úr, er ágætt að láta garnspotta liggja með til að sýna hverja úrtöku og nota þá garn í öðrum lit, ef úrtökur eru margar. 10. Verið ósparar á títuprjónana þegar flíkin er breidd út og pressuð varlega. 2 cm. bil er gott. Pressið líka saumana þeg- ar búið er að sauma saman flík- ina. 1 síðasta tbl. Vikunnar var sýnd mynd af peysu og hlýrapilsi. Upp- skrift var gefin af pilsinu en nú kem- ur uppskriftin af peysunni. PEYSAN Fitjið upp með hvítu garni 92 lykkjur á prjón nr. 2 Vz og prjónið 4 V2 cm. breiða fit. (1 sl og 1 br). Prjónið síðan sléttprjón. Aukið í eina lykkju í byrjun og lok 8. hvers prjóns 5 sinnum, því næst á 6. hverjum prjón. Fitjið upp 2 lykkjur við lok fjögurra næstu prjóna, 5 1. í lok næstu 4 prjóna 6 1. við lok næstu 2ja prjóna (142). Prjónið 8V2 cm., bætið við 1 lykkju í byrjun og lok áttunda hvers prjóns tvisvar (146). Prjónið 6 prjóna með rauðu garni og aðra 6 prjóna með hvítu garni. Haldið því næst áfram með randa- prjónið 6 p. rautt, 6 p. hvítt, þar til prjónaðar hafa verið 3 rauðar rendur og 2 hvítar. Látið 10 miðlykkjurnar (Hálsmálið) á byrjun annarrar rauðu randarinnar upp á öryggisnælu og prjónið hverja öxl fyrir sig. Fellið af frá miðju hálsmáli tvisv- ar sinnum 3 lykkjur, tvisvar sinnum 2 lykkjur og eina lykkju. Þegar búið er að prjóna þriðju rauðu röndina fitjið þá upp 14 lykkjur að hálsmál- inu, prjónið þvínæst með hvítu, en prjónið tvær síðustu lykkjurnar að hálsinum sléttar á hverjum prjóni þegar búið er að prjóna eins marga prjóna eftir þriðju rauðu röndina á bakinu eins og frá síðustu útaukn- ingu á ermi framstykkisins. Upp að þriðju rauðu rönd eru teknar 2 lykkj- ur saman á 8. hverjum prjóni tvisvar sinnum við ermina. Haldið áfram þar til þér hafið prjónað 8 prjóna frá síðustu ítöku. Fellið af 5 lykkj- ur við ermina. Endið við Erma-saum- inn. Látið lykkjurnar á öryggisnál, þar til búið er að prjóna öðru megin. Takið allar lykkjurnar upp á einn prjón og prjónið bakið samsvarandi framstykkinu með affellingu og úr- töku við erma- og hliðarsauma og síðast fitina að neðan. 24 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.