Vikan


Vikan - 05.02.1959, Qupperneq 25

Vikan - 05.02.1959, Qupperneq 25
FRAMHALDSSAGA BARNANNA: AGIRNDIN í pottinn og taka handfylli sína — fullan poka — fullar tunn- ur. I hvert sinn sem hann fór út úr klefanum með gullpening- inn sinn í vasanum, fann hann til sárrar kvalar yfir því að hafa ekki fyllt alla vasa sína af gulli. Svo kom að því, að hann tók að ásaka sjálfan sig fyrir þá heimsku að láta hafa sig til að ganga langan og erfiðan veg á hverjum degi hvemig sem viðraði til að sækja einn auð- virðilegan gullpening, þegar hægðarleikur var að fá fullan poka með sömu fyrirhöfn. Vinnu sína var hann hættur að stunda, því að nú hafði hann nóg vinnufólk, sem gat tekið af honum ómakið. Sí og æ velti hann því fyrir sér, hvílík heimsa það væri fyr- ir mann, sem daglega sæi ótæm- andi auðæfi fyrir fótum sér og þyrfti ekki annað en rétta út hendina eftir þeim, að hafa svona mikið fyrir að verða rík- ur. Það eina, sem hann tók sér fyrir hendur, var að sækja gull- peninginn, og var hann nú orð- inn svo latur, að honum veitt- ist það afar örðugt, enda þótt hann færi það nú orðið ríðandi og gerði ekki annað, þegar heim kom en hvíla sig á silkikodd- um. Annað var það enn, sem hann hugsaði mikið um auk gullsins í pottinum. Hann vildi fá sér konu, en vissi ekki hverri hann ætti að auðsýna þá náð að kvæn- ast. Bændastúlku vildi hann alls ekki líta við, en vissi hins veg- ar ekki, hvort sér mundi til nokkurs að fara slíks á leit við konur af háum stigum. Að minnsta kosti fannst honum ekki mundu tjá að hugsa til þess, meðan hann væri búinn sem bóndi,- enda þótt vel væri vandað til fatanna. En þar var líka úr vöndu að ráða, þar sem hann var bundinn við að sækja peninginn á hverjum degi og var þess vegna, að honum fannst, eins og hundur í bandi. Hann fór nú að leggja niður fyrir sér, hvort nokkur hætta gæti í raun og veru stafað af því, ef hann brygði út af boð- inu og tæki einu sinni poka- fylli, enginn þurfti að vita það og enginn var sá, sem vissi, að hann var bæði nógu heimskur og ráðvandur til að láta sér nægja einn pening á dag. Það lá í augum uppi, að eina skynsamlega ráðið, sem hann gat tekið, var að hafa með sér stóran poka, þegar hann færi næst — hver gat vitað það? — Enginn — potturinn var jafn- fullur fyrir það. Eða átti hann heldur að reyna fyrir sér og fara hægt í sakirnar — Það yrði máske affarasælla. Næsta dag tók hann tvo gull- peninga í staðinn fyrir einn — hann leit í kringum sig flótta- lega, en ekkert óvanalegt bar við. Þá var hann viss mn, að eng- ih hætta var á ferðum. Daginn eftir tók hann þrjá — svo fjóra, og ekki bar enn á neinu. Svona hélt hann áfram heila viku, og aldrei varð hann var við neitt óvanalegt. Það leit ekki út fyrir, að hann ætti að verða fyrir neinni hegningu, svo að hann færði sig upp á skaftið og tók nú fimm, svo sex — allt voru þetta hundrað krónu pen- ingar, svo að hann átti nú álit- lega upphæð. Nú fannst honum ekki vanta nema herzlumuninn að taka einu sinni nóg í einu, svo gæti hann fengið sér greifa- eða jafnvel konungsdóttur fyrir konu — nóg var af gullinu. Svo tók hann með sér tvo stóra poka, þegar hann fór næst upp í rústirnar. Hann gekk niður þrepið, inn í hvelfinguna, gegnum ganginn og stóð nú í klefanum við pott- inn. Hann var eins og fyrr, barmafullur af glóandi fögru gullinu, og ekki sá á, að tekið hefði verið af því dag eftir dag í mörg ár. Það var eins og augun ætl- uðu út úr höfðinu á unga mann- inum af taumlausri ágirnd — það var hægðarleikur fyrir hann að eignast öll þessi ógrynni fjár — það hafði sýnt sig, að engin hætta var á ferðum — því átti hann þá að draga sig lengur á því? Þessi mikli fjársjóður mátti ekki lengur liggja þama ónot- aður. Svo tók hann pokana, opnaði annan þeirra og fór að ausa gullinu í hann með báðum hönd- um. — Heyrðist þá voðabrestur og allt lék á reiðiskjálfi. Ungi maðurinn fann til óþol- andi kvalar í báðum höndun- um, hann kippti þeim að sér, var örvita af hræðsíu og sá þá, að þær voru allar á sárum. Hann hafði brennt sig, því að í pott- inum var ekki lengur gull, held- ur glóandi eldur. Því næst tók ketillinn að síga niður — hægt og hægt. Maður- inn horfði á eftir honum eins og í leiðslu og sá nú aðeins glóra í eldinn — svo hrundi grjót og möl ofan yfir. Fjársjóðurinn var horfinn! Undarleg suða og ólga fylltí loftið. Sjóðheitt vatn seitlaði gegnum veggina í klefanum og eftir gólfinu, svo að hann skað- brenndi sig á fótunum. Kvalirnar ætluðu að gera út af við hann, en samt tókst !hon- um að komast upp úr rústunum. Nú leið langur tími, áður en hann var gróinn sára sinna, og aldrei varð hann jafngóður, þvi að hendur og fætur kreppti. Á meðan hann var véikui!; sveikst vinnufólkið um, svo að allt var komið í óefni. Hann varð að selja jörðina og kaupa sér i hennar stað lítinn kofa, og mátti' hann þakka fyrir að eiga svói mikið eftir af öllum auðæfun- um, að hann þyrfti ekki að lifá á bónbjörg. Það var allt, sem eftir var af allri dýrðinni. Þarna sat hann nú og lét sig dreyma um öll þau auðæfi, sem hann hefði getað átt og um kon. ungsdótturina, sem hann aldreí fékk, og hann óskaði svo inni- lega, að hann hefði látið sér nægja með þann eina gullpening á dag, sem hann mátti taka. En ekkert stoðaði að óska, hinn ágjarni hafði fengið sín maklegu málagjöld. DLKKAfti ELLA EUa litla er nýbúin að fá tvo skólaskjóla og hún gotur eklci ákveðið, hvorn hún á að nota fyrst. Getur þú Iijálpað henni? Litaðu nú dúkkuna og kjólana og klipptu síðan út. Límdu dúkkuna á pappa eða þykkan pappír. Mundu eftir hárborðan- um, sem hún á og litaðu hann einnig. sr’ Smurt brauð . . . Franskbrauð skorið hjarta- laga með ávaxtasalati, vínberjum og eplabitum. Ávaxtasalat: Eplum, vin- • berjum, rúsinum, möndl- um, súkkulaði, sykri og sítrónusafa blandað sam- an og því næst þeyttum rjóma. F’ranskbrauð skorið í hring með lifrarkæfu hræðri út í þeyttum rjóma, sem sprautað er á í hring, saxaðar rauðrófur settar inn í hringinn. Rúgbrauð skorið. í þrí- eða ferhyrninga með hangi- kjöti og hrærðum eggjum. Rúgbrauð skorið í þríhyrn- ing með skinku, itölsku salati (ca. 1 tsk.) og tómatbát. Rúgbrauð skoið í þríhyrn- ing með eggi og síld (gaffalbita). PINNABRAUÐ. Brauðið er allt skorið í litla ferhyrninga og litlum stöngum stungið í. Rúgbrauð með síld í ediki og lauk. Rúgbrauð með eggi og gaff- albitum. Rúgbrauð með skinku og salati. Rúgbrauð með lifrarkæfu, rauðrófum og sveskjum. Franskbrauð með döðlum, rjóma, vínberjum og appelsínum. SMURT BRAUÐ. Rúgbrauð með steik, sveskj- um, rauðrófum og gúrku- salati. Rúgbrauð með hangikjöti, hrærðum eggjum, tómat. Rúgbrauð með sardínum, mayonnaise og sítrónu- sneið. Rúgbrauð með eggjum og gaffalbitum. Rúgbrauð með skinku, ítölsku salati, rauðrófum og pickles. Franskbrauð með íæflfliim (í topp), mayonnaisetopp, sítrónusneið. Franslcbrauð með eggi og tómat (í sneiðum). Franskbrauð með reyktum lax, hrærðum eggjum, (steinselju). Franskbrauð með appelsinu, þeyttum rjóma og döðl- um. Franskbrauð með ávaxta- salati (skreytt með þeim ávöxtum, sem í því eru). Rúgbrauð með lifrarkæfu, sveskjum, piekles, rauð- rófum og eplasneið. Rúgbrauð með ítölsku sal- ati og tómatsneið. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.