Vikan


Vikan - 12.02.1959, Síða 22

Vikan - 12.02.1959, Síða 22
Hl I S T I B JANA kipptist við þegai' hún sá hann sitja í rökkrinu úti á gangi fyrir framan her- bergisdyrnar hjá henni. Hann sat á ferða- pokanum sínum og var ósköp þreytulegur að sjá, drúpti höfði og einkennisbúningurinn hans var farinn að láta á sjá. Eitt andartak laust því í huga hennar þegar hún sá hann sitja þarna að þetta væri Davíð Cotter, hélt að eitthvert kraftaverk hefði fært hann heim til hennar; en köld rödd skynseminnar sagði henni að Davíð Cotter mundi aldrei koma aftur. Og þessi maður — hann reis fimlega á fætur þegar hún opnaði — var hávaxnari en Davíð, dekkri á brún og brá og eldri að árum og það var ekki þessi æskuljómi í augunum. En ef til vill hafði æskuljóminn í augum Daviðs einnig slokknað áður en dauðinn sótti hann. „Ungfrú Pellev?" Röddin var hljómfögur og þýð og brosið undarlega hlýlegt. „Jú, ég er Jana Pellev. Ég býst við að þú sért — sért vinur Davíðs.“ Hann kinkaði kolli: „Og þar að auki bezti vinur hans. Ég heiti Tim Ryden. Ég er nýkom- inn heim. Ég — ég þekki engan hérna og þar að auki hafði ég oft lofað Davíð að líta inn til þín ef ég nokkru sinni kæmi til stórborgarinnar. Og nú er ég kominn, — heldur þreyttur og út- -slitinn eftir stríðið. Mig langaði að sjá stúlkuna sem Davíð elskaði svo mjög.“ Þau horfðust í augu drykklanga stund. „Mér sýndist það vera Davíð sem sat þarna,“ sagði hún seinlega, „ég hrökk við.“ „Þú elskaðir hann afar mikið." „Já, afar mikið.“ „Hann dýrkaði þig. Hann hafði með sér mynd af þér hvert sem hann fór. Hann gaf upp and- ann með þetta í höndunum. Ég hélt kannski þú mundir vilja fá það.“ Jana horfði á litla gyllta nistið sem hann rétti henni. Hún tók ósjálfrátt við því og grannir fingur hennar lokuðust um það. „Má ég ekki bjóða þér inn, hr. Ryden.“ Hún leitaði að lyklinum og opnaði dyrnar. „Ég get fundið eitthvað snarl handa þér — og þú getur sagt mér frá Davíð . . .“ Hann gekk inn í íbúðina á eftir Jönu, stór og hrikalegur líkami hans stakk í stúf við lítil og fínleg húsgögnin sem Jana hafði orðið sér út um meðan hún vann við forngripaverzlun. Hún benti honum á að setjast í bezta þægindastól- inn eftir að hún hafði kveikt ljósin og settist sjálf í eftirlætisstól sinn við gluggann. „Þú ert ennþá fallegri að sjá en á myndinni sem Davíð hafði með sér af þér,“ ég er með hana einhversstaðar í fórum mínum. Ég skal finna hana handa þér á eftir . . „Það er fallegt af þér. Þá skiptir það engu máli úr því sem komiö er.“ „Nei, ég býst við að nistið nægi,“ sagði hann, „þú munt alltaf hafa mikið dálæti á þvi. Hann gætti þess alltaf vandlega. Hann skildi það aldrei við sig. Ef til vill hefði átt að grafa það með honum.“ „Það hefði átt að gera það,“ svaraði Jana, „já ég held að það hefði átt að vera betra." HÚn handlék nistið og lét það síðan frá sér á lítið borð. Svo reis hún á fætur. „Ég ætla að finna eitthvað handa okkur að borða,“ sagði hún, „en ef þú ert eitthvað líkur Davíð, þá finnurðu það sem þig vantar í litla skápnum við hlið þér. Ismolarnir eru í ísskápnum frammi í eldhúsi." „Sjáðu nú til. Það er ekki réttlátt af mér að vaða svona inn á þig án fyrirvara. Eigum við ekki heldur að fara út að borða?“ Hún hristi höfuðið. „Það er miklu skemmtilegra svona. Ég hef verið heldur einmana upp á síðkastið hér. Það er gaman að matreiða fyrir karlmenn. Davíð var sá síðasti." Hún flýtti sér fram í eldhús og von bráðar barst ilmur af lambasteik og kaffi um allt her- bergið. Hann gekk fram í dyrnar og virti hana fyrlr sér þögull nokkra hríð. Hún brosti til hans, fölt andlitið eldroðnaði, rautt hrokkið hárið myndaði fallega umgerð um snoturt andlitið. Hún hafði græna svuntu bundna framan á sig og hún var ung og grönn og yndis- ieg. „Ert þú alkominn heim?“ „Já, ég er laus úr herþjónustunni. Ég er á heimleið. “ „Hvar áttu heima?“ „Montana. Þar á ég lítinn búgarð." „Og ég þori að veðja að þú ert með mynd af einhverri í vasanum." „Nei.“ sagði hann og hristi höfuðið hægt. „Ég hef ráðskonu og nokkra kaupamenn. Ég hef aldrei verið mikið upp á kvenhöndina . . .“ „Kaldrani?“ spurði Jana og hvessti á hann augun, „svo þú trúir ekki á ástina, hina eilífu ódauðlegu ást?“ „Gerir þú það?“ Hún svaraði ekki. Hún flýtti sér að setja mat- inn á borðið og settist hjá honum í skini af kerta- ljósi. Þeim leið notalega í hálfrökkrinu og jafn- vel þótt þau fyndu bæði til nærveru Davíðs Cotters fannst þeim það ekki ónotalegt. Þegar búið var að borða og þau höfðu lagt diskana til hliðar, kveikti Jana eld í litla arninum og þau fengu sér sæti og röbbuðu saman um Davíð. Það var þó öllu frekar Tim sem hafði orðið, hann sagði frá ævintýrum, sem þeir höfðu rat- að í og sagði frá því hvað Davíð hafði reynst honum góður félagi. Jana hlustaði og augna- ráð hennar var svo fjarrænt að Tim efaðist um að hún heyrði helminginn af þvi sem hann sagði. • • Orstutt smásaga eftir Louis Arthur Cunningham Loks var kominn tími fyrir hann að fara. Þau stóðu andspænis hvort öðru við bjarma eldsins og Jana færði sig þétt upp að homun, horfði á hann með dularfullri eftirvæntingu í svipnum. Hún var næstum því áköf. Tim var ráðleysilegur á svip, feiminn næstum hræddur, hann rétti út sterklega handleggi sína og faðmaði hana að sér, þrýsti henni að sér af öllu afli, í fyrstu voru kossar hans léttir og gæl- andi én brátt brarm eldur á vörum þeirra. Þau náðu ekki andanum þegar þau losuðu loksins faðmlögin og færðu sig fjær hvort öðru. „Eilíf ást og ódauðleg," sagði hann bitur í bragði, „þú sérð hvernig það er. Og ég sem á að vera trúr bezta vini mínum. Þú hefur strax gleymt unnusta þínum. Þú vildir — vildir þetta?“ „Já,“ hvislaði hún, „ég vildi það. Þetta var unaðslegt.“ Hún gekk að borðinu, tók nistið og rétti hon- um það. Hann sló reiðilega á hönd hennar svo nistið hrökk á gólfið og opnaðist. Tim beygði sig niður og tók það upp. „Þér tókst þó að opna það,“ sagði hann, „það gat ég aldrei." Hann leit á myndina og greip andann á lofti. „Hva-hvað er þetta? Myndin er ekki af þér, Jana. Þetta — “ „Nei, Tim. Og ég á ekkert í nistinu heldur. Mig grunaði alltaf að það væri einhver önnur en ég trúi þó ennþá á hlna eilífu ódauðlegu ást —“ Hann leit á hana og gekk síðan til hennar og var ekki lengur þreyttur og vonsvikinn stríðs- maður. 22 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.