Vikan


Vikan - 12.03.1959, Síða 6

Vikan - 12.03.1959, Síða 6
Ítalíu, en þá fer hann aftur til Dan- merkur og er þar búsettur í nokkur ár. Árið 1921 flyzt hann svo búferl- um heim til Islands og hefur dvalið hér síðan, óslitið að heita má. Þetta er beinagrindin í fortíð þessa manns, sem allir Keykvíkingar þekkja, og flestir iandsmenn kunna einhverja sögu um eða eftir. Hann hefir náð því takmarki, sem hann setti sér, áður en hann yfirgaf fóstra sinn í Geitvik með þeim árangri að standa framarlega meðal fremstu málara heimsins, sem nú hfa. En það er hvorki heimsfrægðin né lista- gáfa hans, sem hefir aflað honum þéirra vinsælda, sem hann nýtur meðal samborgara sinna, heldur eru það hinir kynlegu hættir hans og framkoma i hversdagslegri viðkynn- ingu. En þegar hann fæst til að segja gangandi gesti um götumar eitthvað um áhugamál sín, og uppgötvanir, hugsjónir sínar og fyrirætlanir, er ekkert jafn vonlaust, og að reyna að malda í móinn, spyrja um orsakir og beita fyrir sig málsvörnum. „Kétt, rétt," segir Kjarval, — og það, sem ég segi er rétt, þegar ég segi það. Frá meiningarlausum málaleng- ingum um ríkisskuldir og hrossaút- flutning, dettur honum allt í einu í hug, að það muni vera kanellög í gufuhvolfinu, og að þykkt þeirra og beltun muni ráða miklu um lundar- far manna og framtak allt Og svo segist hann hafa veitt því eftirtekt, að þegai' einhverjum dettur eitthvað í hug hér á íslandi, þá er það sama. framkvæmt skömmu seinna út í heimi. Hann segir nefnilega: ÞAÐ ótrúlega er svo merkilegt. Málverkið er eins og birta í mér sjálfum. En það er alls ekki það, sem ér merkilegt, heldur hitt, að okkur vantar borgarmenningu fyrir borgirnar og sveitamenningu fyrir sveitimar —. Og svo vantar okkur margt fleira. .. Það er merkilegt. — Mér finnst það engin sveitamenn- ing vera, nema ég sjái færikvíarnar i túnfætinum og dálitinn rolluhóp. Og við hefðum betur sent færikvíar og nokkra ásauði á heimssýninguna i New York en Leif heppna. Með því hefðum við sýnt lítillæti okkai- og skilning á gildi fráfæranna fyrir islenzka menningu. Þá hefðum við vakið á okkur athygh, — eftir- minnilega athygU. Heimurinn mundi hafa tekið ofan fyrir okkur, og við mundum hafa orðið stoltir af færi- kvíunum okkar, af þvi að heimurinn tók ofan fyrir þeim og okkur. — Við eigum að keppa að því að vera með- eigendur í einhverju, sem alltaf hef- ir verið til, og fráfærumar hafa allt- af verið tU. Þær gáfu okkur smjör og osta, og fráfærnalömbunum mikla lífsreynslu, sem stimuleraði þau gegn mæðiveiki sinnar tiðar. Síðan hætt var að færa frá, hefir komið aftur- kýtingur i f járstofninn, og dýra- læknar fengið viimu. Þetta er alvar- legt mál, •—- mjög merkilegt mál fyr- ir sveitirnar. —■ Góð borgarmenning ? — Það veit ég ekki. Ekki nema ég fengi að ráða henni sjálfur. Og mig undrar það, að enginn skuli koma til mín og biðja mig að vera borgar- stjóra í Reykjavík, þá mundi mér gefast kostur á að innleiða þá borg- armenningu, sem ég tel að vanti. Það er talað um atvinnuleysi, en ég mundi brátt bæta úr því með því að láta reisa bouleward yfir Háteigstúnið, stefna á Bláfjöll, sunnan við Elliða- vatnið. Þetta skyldi verða breiður og mikill vegui’. Og svo gætu þessir listamenn okkar, sem eru í vand- ræðum með sína list höggvið líkn- eski fram með þessum vegi, og þar gætu þessi listaverk staðið og vitn- að um framtak okkar í allri fram- tið. Þetta væri verkefni, og nú er mun erfiðara um verkefni en áður. Nú er búið að gera allt —• nema þetta og eitthvað fleira. Framhald á bls. 26. Jálverkið er eins og birta í mér sjálfum - JDHANNES 5. KJARVAL ÞAÐ var á blíðviðrismorgni i far- dögiun 1889. Hitamóða var í lofti, og hyllingar yfir Meðal- landssandi. Hæðir og kollótt fjöll virtust risa úr hafinu, en þetta voru missýnir. Náttúran lætur ekki sitt eftir liggja að villa mönnum sýnir, og lífið gleymir aldrei að angra þá, sem smáir eru. Við hestasteininn í hlaðinu á Efri- Ey stóðu tveir hestar. Þeir lyngdu augunum, blésu úr nösum og and- vörpuðu í fullkomnu skilningsleysi á háttum og högum heimilisfólksins, sem hringsnerist hvað um annað á hlaðinu og talaðist við með ekka- kenndum ákafa í röddlnni. Hér var verið að fylgja úr hlaöi Þórunni, dóttur Jóhannesar í Geitvík í Borg- arfiiði eystra og yngsta syni hjón- anna í Efri-Ey, er skyldi fara austur í fóstur til móðurbróður síns og yfir- gefa föðurhúsin. Þegar móðirin kvaddi drenginn sinn, spurði hún eins og til að friða sjálfa sig: —- Hvenær heldurðu að þú komir aftur, Jói minn? —- O, ég veit það ekki, svaraði Jóhannes Sveinsson Kjarval, og svo reið hann úr hlaði og kom aldrei framar til föðurhúsanna. Þrjátíu og sjö árum síðar kom hann aftur á þessar sömu slóðir, en þá voru for- eldrar hans dánir, systkinin flutt á burt og sveitungana þekkti hann ekki. Til 16 ára aldurs ólst hann upp hjá nafna sínum í Geítvlk, en þá hafði útþráin hortekið unglinginn, sem var hneigður fyrir að fara einförum og teikna skip og fjöll með anelíulitum og kaffirótarbréfum á hvað, sem lit á festi. Einkar hugstætt viðfangs- efni var honum gamla strandferða- skipið Hólar, og þóttu þær myndir hans bera af öðrum, sem hann gerði. Á þessum árum fluttust margir Borgfirðingar vestui' um haf, og fengu margir með sér mynd af Hól- um eftir nánara samkomulagi við listamanninn. Þetta voru fyrstu kynni Kjarvals af hinu hagnýta gildi listarinnar. Og kannske hefir það orðið til þess að ýta undir hann að leggja út á málarabrautina. En til þess að afla sér menntunar á því sviði, varð hann að afla sér fjár, og til þess voru ekki önnur ráð betri en að ráða sig í skips- iúm á skútu. Og nú hófst skútutimabilið i ævisögu Kjarvals. Fyrsta veiðiferðin hófst með mikl- um þjáningum og sex daga rúm- legu án þess að neyta nokkurs. Þá var honum borinn hafragraut- ur og kandíssykur. Svo rénaði sjó- veikin. Og sá, sem var „aumastur allra“ skreið fram á borðstokkinn með færið sitt. Og þarna dró hann í átta ár, og þá hafði hann innbyrt nógu marga fiska til þess að fara utan og leita sér menntunar. Það hafði alltaf verið hans draumur, — hans takmark, og nú var því náð. Förinni var heitið til London án nán- ari ákvarðana. Upprunalega hafði hann hugsað sér að sækja þar ein- hvern málaraskóla, en úr því varð þó ekki, vegna þess að Lundúnabúar trúðu þvi ekki, að íslenzkur sjómað- ur ætti þangað nokkurt erindi. En Kjarval notaði timann og aurana sína til að skoða listasöfn og vinna úr frummyndum, sem hann hafði dregið upp á sjómennskuárum sín- um hér heima. Þar sköpuðust mynd- ir af íslenzkum fjöllum og islenzk- um veiðiskipum uppi á sjöttu hæð í gömlu húsi, í miðri Lundúnaþok- unni. Þessai' myndir þykja nú hinar mestu gersemar og eru metnar mun meira en önnur listaverk Kjarvals. Árin afla sumum frægðar fyrir störf, sem eru lltils metin, þegar þau eru framkvæmd. -m~tRÁ London fór Kjarval til Kaup- X’ mannahafnar og lýkur þar námi við Kunst-Akademiet. Síðan fer hann til Suðurlanda og dvelur um tima i Frakklandi og á (í VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.