Vikan - 12.03.1959, Qupperneq 8
HULIN ÓFRESKJA
FOBSAGA: Hinn rólyndi prófessor í Ensku,
Reade Buckley, hefur veðjað við kunningja sinn,
að ekki sé hægt að fá sig til þess að myrða
vegna afbrýðisemi. Buckley þykist nú sjá, að
þessi vinur hans, sálfræðingurinn Doyle Crafton
hafi leikið á hann með veðmáiinu, þar eð nú
hafi Crafton ærna ástæðu til þess að daðra við
konu hans. Buckley reynir að finna leið úr þess-
um vanda .......
Einhvern veginn komst Reade Buckley yfir há-
skólalóðina inn i Ensku-deildina. Hann gat ekki
hugsað sér að fara heim í húsið og biða eftir
því að Renee kæmi heim — úr örmum elskhuga
síns! Hann gat ekki hugsað sér að segja Renee
af hverju hann hafði komizt.
Allir voru farnir úr Ensku-deildinni. Hann var
aleinn. Hann hélt inn á skrifstofuna og lét fallast
í djúpan stól. Hann dró fram tóbakspunginn og
tróð í pipu sína.
Hendur hans skulfu, þegar hann kveikti á
eldspýtunni. Venjulega róaði það hann að setj-
ast niður og fá sér í pípu, en því var ekki að
fagna í þetta sinn. Reade Buckley fannst hann
svikinn, einmana og yfirgefinn í fyrsta sinn á
ævinni.
Þetta stafaði af því, hugsaði hann, að hann
hafði aldrei komizt í slíkt klandur fyrr. Hann
vissi ekki hvað hann átti að gera. I bókmenntun-
um, vissi hann, ræðst maðurinn, sem er beittur
órétti, til atlögu við sökudólginn.
Þetta ráð hefði ef til vill dugað fyrir hundrað
árum, en það virtist hjákátlegt að skor á Doyle
Crafton í einvígi.
Hann vissi aðeins eitt: Hann vildi ekki sjá
Rennee, fyr en hann hefði útkljáð þetta mál við
Doyle.
Þegar hann stóð upp, var orðið dimmt. Hann
leit á úrið og sá, að klukkan var orðin hálf sjö.
Hann gekk að símanum. Renee var ugglaust
orðin óþolinmóð.
Hún svaraði við fyrstu hringingu. „Halló?"
„Þetta er Readem,“ sagði hann, og rödd hans
var einkennilega hás. „Eg kem ekki í kvöld-
mat.“
„Nú, elskan,“ spurði hún, „því ekki það?“
„Eg get ekki útskýrt það,“ sagði hann hratt.
„Ég þarf að gera dálítið."
,Eg vona, að það sé ekki alvarlegt.“
Alvarlegt, hugsaði Reade. „Ég vona það líka
elskan.“
„Jæja, komu þá eins fljótt og þú getur. A ég
að bíða með matinn?"
„Nei. Ég ætla að borða á leiðinni."
Reade lagði á. Hann reis á fætur og fór í
„Jæja. Flýttu þér. Ég bíð eftir þér.“
frakkann. Stuttu síðar var hann kominn út á
háskólalóðina og gekk i áttina að Burroughs-
götu. Þar átti Doyle Crafton heima.
Reade sá, að kveikt var í íbúð Doyle. Stuttu
síðar, hringdi hann dyrabjöllunni hjá Doyle.
Doyle kom til dyra, starði á hann og beit á
jaxlinn.
„Nei, halló, Reade,“ sagði hann og varð skyndi-
lega vingjarnlegur. „Hvernig stendur á þvi, að þú
kemur á þessum tíma?"
„Ég átti leið fram hjá,“ sagði Reade kulda-
lega. „Má ég koma inn?“
Doyle gekk eitt skref aftur á bak og opnaði
dyrnar upp á gátt. „Gjörðu svo vel!“
Reade gekk inn i íbúðina, leit flóttalega um
herbergið. Þetta var þægilegt piparsveisherbergi,
og yfir því var einhver karlmannlegur blær.
Reade lét fallast uppgefinn í einn leðurstólinn.
„Drekka, Reade?“ spurði Doyle þegar í stað.
„Nei, þakka þér fyrir, ég er ekki enn farinn
að borða.“
Doyle brosti og lyfti annarri augabrúninni.
„Nú ?“
„Ég er á leiðinni heim.“
„Vinnurðu fram eftir?" Hann leit í augu Reade.
„En þú vinnur jú alltaf frameftir, er það ekki?
Til fimm.“ Hann sagði þessi orð kæruleysislega.
„Sex,“ leiðrétti Reade hann strax. „Ég hélt,
að allir vissu það.“
Doyle yppti öxlum. „Ég kem alltaf heim, þeg-
ar ég er búinn með tvö tímann," sagði hann
glaðlega.
Reade brosti. „Þú hefur nógan tíma til þess
að skemmta þér.“ Reade sagði þessi orð hægt.
Doyle leit snöggt á Reade. „Já, til þess að
skemmta mér. Lesa. Hvað sem mér dettur í hug.“
Reade kinkaði kolli. „Ég geri ráð fyrir, að sál-
fræðingur eins og þú hugsi ekki nema um eitt."
Doyle gretti sig. „Ég skil ekki hvað þú átt við.“
„Ekki það? Snýst ekki sálfræðin þessa dagana
um einkar viðkunnanlegan sálfræðing að nafni
Sigmund Freud?"
Doyle gapti. ,Hvað með það?“
Reade hló við. „Ég á við, að þú verjir deginum
í að stunda þína grein, sálfræði. Og ef til vill
lærirðu meira á að umgangast fólk en að lesa í
bókum. Ekki satt?“
Doyle varð alvarlegur. .Einmitt. Ég skil samt
ekki hvað þetta kemur mér við, Reade.“
„Ekki það?“ Reade virtist hissa. „Ég sem
hélt, að það lægi svo ljóst fyrir.“
Doyle beit á jaxlinn. „Komdu þér að efninu,
Reade. Ég vil ekki láta tala utan að neinu. Þér
liggur eitthvað á hjarta."
„Það gleður mig, að þú skyldir einmitt segja
þetta, Doyle. Ég vil heldur ekki tala utan að
neinu. Og mig langar til þess að koma mér að
efninu þegar í stað. En ég veit bara ekki hvernig
ég á að fara að því, þar sem ég hef nú neyðzt
til þess að tala utan að þessu."
„Hvernig þá?“
„Það er sök ykkai' Renee."
Þeir störðu hver á annan. Þögnin fyllti her-
bergið og var næstum áþreifanleg.
,;Ertu að ásaka mig um ástmök við konuna
þína, dr. Buckley?" spurði Doyle vantrúaður.
Reade hallaði sér áfram. Hann var sveittur og
hjarta hans sló ört. „Einmitt dr. Crafton, það
veiztu vel sjálfur."
„Þetta eru vafalaust kjaftasögur úr kerling-
unum, sem búa við sömu götu og þú. Eða er
þetta eitthvað, sem þér datt skyndilega í hug?“
„Þetta er ekki kjaftasaga, þetta er enginn
draumur. Þetta er staðreynd. Bláköld staðreynd."
Stutt framhaldssaga eftir BRUCE CASSIDAY
Dolye Crafton hló. „Login staðreynd þá, Reade.
Ég segi þér það satt.“ Það var eins og hann
hefði sett upp grímu. „Hugsaðirðu nokkurn tíma
út í það, að þetta gæti verið sálfræðilegt bragð?
Allt fyrirfram ákveðið. Hefurðu nokkurn tima
hugsað út í það?“
Reade vissi hvað hann átti að gera. Hann setti
upp furðusvip. „Sálfræðilegt bragð?"
„Auðvitað," sagði Doyle Crafton hlæjandi.
„Bragð, til þess að fá þig til þess að reiðast mér
og beita mig ofbeldi, Reade. Þetta veðmál okkar.
Manstu ekki eftir því? Hvað ætlarðu nú að gera,
úr þvi allt er komið upp?“
2. HLUTI
Reade hristi höfuðið. „Ef þetta væri bara bragð,
Doyle, hversvegna skyldi ég þá beita þig ofbeldi?"
Doyle hallaði sér aftur í stólnum og brosti
yfirlætislega. „Það er nú einmitt það, Reade. Ég
bjóst við, að þú tækir því þannig. Þú hefur rétt
fyrir þér. Þetta er ekkert hálfkák. Ef þú heldur,
að ég sé að reyna að stela konunni þinni, verður
þú að reyna að koma í veg fyrir að við sjáumst."
„Þú viðurkennir það þá?“ spurði Readc stein-
hissa.
„Ég viðurkenni ekki neitt." Dolye brosti.
„Láttu Renee vera“ sagði Reade Buckíey og
stóð hægt á fætur. „Láttu konuna mína vera.“
Doyle fylgdi Reade til dyra. „Reade,“ sagði
hann, þú kemur mér á óvart. Ég bjóst aldrei við,
að þú myndir taka þetta svona alvarlega. Þú
hagar þér eins og eitt af tilraunadýrunum þinum.
Þú ert að verða næstum því — eins og við sál-
fræðingarnir köllum það — mannlegur, Reade!"
Reade staulaðist niður stigann niður á götuna.
Honum leið illa líkamlega. Hann vissi ekki, hvert
hann var að fara, en hann hélt áfram í blindni,
eins og hann væri ekki sjálfráður gerða sinna.
Þegar hann loks rankaði við sér, stóð hann við
upplýstan búðarglugga í Greenwood-þorpinu.
Honum varð ljóst, að það var fimmtudgaskvöld,
og þá voru búðirnar í þorpinu opnar fram á
kvöld.
1 glugganum, sem hann starði inn mn voru
veiðiáhöld til sýnis. Hann starði á nokkra riffla
og fáeinar skammbyssur, ásamt skothylkjum . ..
Reade Buckley gerði sér ekki grein fyrir því,
hversu lengi hann gekk um skuggsælar göturnar.
Það hlýtur að hafa verið komið fast að miðnætti,
þegar hann gekk upp tröppurnar á húsi síriu.
Hann stakk lyklinum í skráargatið, gekk inn og
skellti á eftir sér. Hann skrefaði inn i setustof-
una, með hendurnar í vösunum.
Þar kveikti hann á lampanum á skrifborðinu
og lét fallast í stól. Hattbarðið varpaði skugga
yfir augu hans. Hann sat þarna stutta stimd,
áður en hann heyrði rödd Renee.
„Reade!" kallaði hún að ofan. „Ert þetta þú?“
Hann reyndi ekki að svara.
Eftir stutta þögn kallaði hún aftur. „Elsksun
mín!“
Hann sat grafkyrr.
„Reade!" hann heyrði svefnherbergisdyrnar
opnast. Hann sá hana fyrir sér, þar sem hún stóð
við dyrnar og fagurlagaður likami hennar bar
við ljósið að innan.
Hann dró djúpt andann og lét augun reika um
setustofuna. Það var eins og hann hefði aldrei
verið hér áður.
„Reade!" Nú heyrði hann gengið niður stigann.
„Svaraðu mér!“
Hann brosti. Hann ætlaði ekki að svara. Hann
ætlaði aldrei að svara henni framar.
Hún var á leiðinni niður stigann og starði nú
um myrkvað herbergið.
„Ert þetta þú?“ Rödd hennar var nú komin
nær og lýsti miklum ótta. Hún hlýtur að hafa séð
ljósið i setustofunni.
Hann leit á hana, þegar hún birtist í dyra-
gættinni.
„Elskan mín!“ hrópaði hún. „Það varst þá þú!
En hversvegna svaraðirðu ekki? Hvar hefurðu
verið ? Hvað þurftirðu að gera í dag ? Hvers-
vegna komustu svona seint? Hvað er að?“
Hann svaraði ekki.
Hún beit sig í vörina. Hún horfði á harðneskju-
legt andlit hans. Síðan opnaði hún augun, eins
og hún sæi fyrir sér eitthvað óhugnanlegt. Það
var eins og sektartilfinningin breiddist um hana,
kæmi henni úr jafnvægi.
„Reade" hvíslaði hún. „Hvað er að?“
En hún vissi það. Hann sá, að hún vissi það.
Hann brosti við. Síðan ýtti hann hattinum aftur
á hnakka með einum fingri. Þetta var hreyfing,
sem honum var alls ekki eiginleg, hreyfing, sem
hann hafði lært af glæpamönnum í sjónvarpinu.
8
VIKAN