Vikan - 12.03.1959, Page 9
Hann leit upp, svo að hún sæi hæðnlsbrosið, sem
lék um andlit hans.
„Seztu, Henee. Seztu.“
„Prakkinn þinn, elskan min. Viltu ekki fara
úr frakkanum? Og- hatturinn."
„Seztu,“ sagði hann hranalega. „Þarna, Renee,
í ljósinu, svo að ég sjái þig vel.“
Hún brosti vandræðalega, en hlýddi honum
samt. Hún settist í stólinn, sem hann hafði bent
á og krosslagði hendurnar í kjöltu sér. Hún sat
á stólbarminum, eins og nemandi sem er að fá
ákúrur.
„Ég kom seint, Renee," byrjaði hann, „vegna
þess að ég fór að hugsa.“
Hún gretti sig. „En, elskan mín.“
„Biddu við. Leyfðu mér að ljúka máli minu. Eg
var að hugsa um margt. Eitt það, sem ég var að
hugsa um, var bátsferð á fjallavatni. Ég var að
hugsa um stúlkuna, sem var í bátnum með mér,
stúlkuna, sem hallaði höfðinu að öxl minni og
lét mig hvísla að sér ástarorðum. Konuna, sem
lofaði að verða konan mín.“
Renee gaf frá sér niðurbælt óp, sem ef til vill
var angistaróp. Eða gleðióp. „Ó, Reade. Ég vissi,
að þú myndir eftir þessu! Þú hefur aldrei minnzt
á það, síðan við giftum okkur."
„Því skyldi ég hafa gert það, Renee ? Til hvers ?
Mér dettur það oft i hug. Hvað ætti ég að gera
— minnast á það við hverja máltíð?“
„Góði minn —“
„Leyfðu mér að halda áfram. Ég hef ákveðið
að vera hreinskilinn við þig. Við skulum segja,
að ég sé að halda fyrirlestur. Ég var að hugsa
um annað kvöld, sumarkvöld við Miðjarðarhafið,
þar sem allt var þrunpð angan trjáa og blóma.“
Það voru tár í augum Renee. „Brúðkaupsdag-
amir okkar," andvarpaði hún. „Brúðkaupsdag-
arnir okkar á Italiu."
„Já,“ sagði Reade dræmt. „Og ég man líka
um hvað við töluðum, Renee. Ég man, hverju við
lofuðum hvoru öðru.“
Augu hennar Ijómuðu. Hún brosti, þegar hún
leit á eiginmann sinn.
„Já,“ hvíslaði hún. „Það var svo dásamlegt."
„Þú sagðir mér, að þú værir mjög hlédræg
kona, Renee, feimin og fámál. Þú sagðir mér,
að þú álítir ekki hjónabandið komið undir mál-
skrúði. Þú sagðir, að hjónabandið væri eins mikið
undir þögnunum komið og samtölum."
Hún brosti. „Já, elskan. Ég segi það enn.“
Reade reyndi að brosa. „Þú dáðist að mér,
vegna þess að ég hafði yfir kvæði. Þú sagðir mér,
að við myndum alltaf verða hamingjusöm.“
„Já,“ tautaði hún. „Það var satt.“
„Ég trúði þér, elskan min.'Ég trúði þér statt
og stöðugt. Þú vildir eiga mig, vegna þess að
ég kunni að meta listir og bókmenntir, og ég
vildi eiga þig, vegna þess að þú líktist mér. En
nú kemur þú mér á óvart. Ég er hræddur um, að
ekki hafi allt gengið samkvæmt áætlun. Ertu
sammála, Renee?“
Reade herpti saman augun og starði yfir skrif-
borðið á konu sína. Hún virtist grátbæna hann
um miskunn. „En ég skil ekki, elskan min. Um
hvað ertu að tala? Við eigum heimili. Skortir
okkur enn eitthvað?"
„Ekki mig,“ sagði Reade Buckley hægt. „En
þig — ég veit ekki.“
Renee gretti sig. „Hvað áttu við? Ertu óham-
ingjusamur? Ertu búinn — að fixma aðra? Var
það þessvegna sem þú komst ekki í matinn í
kvöld? Reade —“
Hann gaf frá sér stuttan hæðnishlátur. „Ég!
ég er ekki búinn að finna aðra, Renee." Hann
hallaði sér áfram. „En þú ert búinn að finna
annan, Renee. Konan mín! Elskan mín!“
Hún starði á hann steini lostin.
„Ekki ég, Renee!“ hrópaði Reade Buckley.
„Ekki ég, heldur þú! Þú ert búin að gefast upp
á mér. Þér finnst ekki lengur þetta líf þess virði
að lifa því. Þú þarfnast holds og blóðs, ástríðna og
nautna! Þú, Renee! Þú! Það varst þú, sem skeytt-
ir engu loforðum okkar! Þú gerir mér smán til,
Renee!" Og hann endurtók þessi orð, ein« og
bergmál. „Þú gerir mér smán til!“
Hún gat ekki stunið upp orði.
„Og,“ hélt Reade Buckley áfram, „ég kann
ekki nema eitt ráð við því, að binda endi á þetta
allt.“
Hann dró upp úr vasa sínum skínandi byss-
una. Renee leit á gljáandi hlaupið og hafði ekki
augun af því.
Hann vó byssuna í höndinni, lyfti henni hægt,
þar til hún visaði á hjarta konu hans.
„Doyle hafði rétt fyrir sér,“ sagði Reade Buck-
ley og hló lágt. „Það hlaut að vel-a — hann er
sálfræðingur. En hann valdi mér einungis rangt
fórnarlamb, Renee. Ef til vill þekkir hann mann-
legar tilfinningar ekki eins vel og ég hélt. Finnst
þér ekki?“
Hann hló brjálæðiskenndum hlátri. Héðan í
frá, varð ekki aftur snúið.
(Buckley hefur ákveðið að hejna sín. Fylgiet
með þriðja og siðasta hlutanum af þessari sögu
í nœstu Viku.
VTKAN
9