Vikan


Vikan - 12.03.1959, Qupperneq 11

Vikan - 12.03.1959, Qupperneq 11
Así6afitliönu ári voru liSin hundr- að ár síðan María mey birtist smalastúlkunni Bernadette Sou- birous. Arið 1957 komu um 3 millj- ónir pílagríma til hins Utla franska bæjar, on í fyrra munu hafa komið þangað um 8 milljónir manna. Kraftaverkabærlnn Lourdes er orö- inn örugg tekjulind fyrir Frakkland. Hótel og matsölustaðir rísa fjölmörg og pUagrimarnir skilja eftir margar milljónir á ári hverju. Þar hefur risið atvinnuvegur, sem selur heilagt vatn frá Lourdes á fallegum litlum plastflöskum og sykurhúðaðar töflur með þessu vatni innan í. 1 Lourdes eru 400 fyrirtæki og þar af iifa 300 oingöngu á minjagripasölu. Vegna hátiðarinnar í fyrra var reist ný. klrkja. Hún er neðan jarðar og tekur 20.000 manns.. Einnig var reist nýtt pósthús í Lourdes vegna hátíðarinnar. Fólkið hraðar sér niður götuna, allt í sömu átt, það á annríkt. Við höfum einnig átt annríkt — frá kl. 6 um morguninn til að ná ákvörð- unarstað okkar — Lourdes. Það var svo mikil fólksmergð, að við gátum varla þumlungað okkur áfram gegnum þvöguna í litla biln- um okkar. Ég þakkaði mínum sæla fyrir, að við vorum ekki í neinum lúxusbíl. 1 fyrra voru hundrað ár liðin síð- an kraftaverkið gerðist í Lourdes og franska bóndastúlkan Bernadette sá sýnir sinar. Allt var gert til að geta tekið á móti hinum geysimörgu píla- grímum, sem komu til Lourdes á þessu heilaga ári. Við stönzum framan við glæsilegt hótel og það er tekið við farangr- inum Okkar. Þetta er fyrsta flokks staður, ágætur fyrir ferðamenn. Við urðum að fylgja straumnum. Þúsundir og aftur þúsundir þrengdu sér þéttar og þéttar saman. Hér og þar voru seld kerti. Ég keypti eitt. Kertin voru hvít, löng og mjó og þeim fylgdi litill pappaskermur, sem á var letrað tíu vers . . . Ave, Ave, Það byrjaði að skyggja og eftir nokkrar minútui' voru það einungis hin mörg þúsund ljós, sem áttu að vísa okkur veginn. Ég kveikti einnig mitt ljós i auðmýkt, ef til vill mimdi það elnnig loga. Við komum inn á torgiö, sem er fullskipað fólkt Það þokaðist áfram, þrjátíu þúsundt sextíu þúsund . . . Hinar þrjár frægu kirkjur Uggja hátt til vinstri. Upplýstir tumar þeirra teygja sig upp í svartan him- ininn. Við sjáum þax þúsundir lifandi ljósa, sem skiptast i boga niður með báðum hliðum kirkjunnar. Skrúð- gangan teygist eins og hljótt, lýs- andi strik, fyrst í ótal hlykkjum niðri á torginu, unz hún að lokum fer framhjá kirkjunni. Enginn segpr orð, heilög þögn ríkir meðal tugþús- undanna, sem hafa lagt ieið sína hingað. Híð eina, sem rýfur þögn- ina, er hinn dásamlegi söngur, sem hljómar á móti okkur eins og engla- söngur. ÖIl þessi geðhrif, Ijósin, hin þöktu drjúpandi höfuð og bæna- söngurinn gátu fengið hvem mann, trúaðan eða vantrúaðan, kaþólskan eða mótmælanda tll að lúta höfði í auðmýkt. Fegurri sýn var vandfund- in, stórkostlegur sjónleikur, þar sem hver og einn lék aðalhlutverkið. Full- ur lotningai- geng ég fram hjá helli Bernadette, þar sem allir krjúpa á kné og biðjast fyrir. Ég geng út fyrir. Ljósið mitt er löngu slokknacj. Ég kveiki það ekki aftur, lít aðeins dálítið leitandi yfir torgið, þar sem ótal lifandi ljós blakta í golunni. Hellirinn er einnig lýstur með lif- andi Ijósum og hin hvítustu blóm gefa fagran svip. Uppi í fjallshlið- inni til hægri sjáum við styttu af HINNI HEILÖGU MEY og til hliðar hanga óteljandi hækjur. Það er þeir, sem hafa læknazt, sem hafa skilið hækjurnar sínar eftir við hina heil- ögu lind til að sýna, að þeir hafi læknazt og geti komizt af án þeirra. HGillaður af hinni fögru athöfn fylgi ég skrúðgöngunni upp að kirkj- unni. Hér er numið staðar, og við lítum yfir torgið, yfir ólgandi ljós- haf, hér væri hægt að standa og horfa á hið hljóðláta fólk líða áfram. 30—50.000 manns ganga saman í einum hóp, en eru þó einir. Enginn tmflar annan með masi. Hér fær hiim trúaði ró, og sá, sem ekki er sánnfærður, skilur það. Frá öllum hlutum heimsins koma lamaðir, blindir, krypplingar . . . tU lindar Lourdes til að fá lækningu og komast í samband við krafta- verkið. Ég yfirgef torgið um tíuleytið, þá eru ljósin farin að deyja út og ég fer inn í litla bæinn. En hvað sé ég ? Klukkan er að verða hólf ellefu og minjagTipabúðirnar eru enn opnar. Minjagripirnir þekja jafnvel gagn- stéttamar. Hér er hægt að kaupa hvað sem er langt fram á nótt, og uppljómaðar búðirnar freista þess litla gjaldeyris, sem maður hefur. Ég gat ekki skilið, hvað gert var við allar plastflöskurnar. Mér fannst það ótrúlegt, að fólk væri svo þyrst. Eðlilegra fannst mór að sjá fólk slökkva þorsta sinn á hinum mörgu gagngstéttaveitingastöðum, þar sem mönnum leið Jafnvel og á sjálfri Camps Elysées. Ég hafði haldið, að þetta væri fábrotinn lítiU staður, þar sem fjaUabændur kæmu ef Ul viU niður frá PyreneafjöUunum og að smalastúlkur gengju um . götumar. En því fór fjarri. Hér var allt auð- ugt og nýtízkulegt. Ég kaupi og borga. Stúlkan í búð- inni brosii- áhugasöm og blíðlega, þegar óg spyr, hve mlkið ég eigi að borga fyrir frimerki til Norðurlanda. Það er sjaldgæft að Norðurlandabúi heimsæki Lourdes. Hún átti þessa búð og ótti mjög annríkt, en vai'ð þó að gefa sér tíma tU að spjalla um Lour- des og um Noreg. „Ég mundi gjam- an vilja fylgja yður um, en það kem- ur hjúkrunarkona, sem ég þekki og hún mun áreiðanlega verða fylgdar- maður yðar. Hún tekur sér frí á hverju ári og ver þvi hér í Lourdes tll að hjúkra sjúkum.“ Það kom mér undarlega fyrir sjón- ir, að einhver vildl sýna mér Lour- des á þessum tíma sólarhringsins, en hjúlu'unarkonan tók mig með sér, þó að hún hefði átt erfiðan dag, tU að sýna mér, hvað Lourdes hafði upp á að bjóða, allt varð ég að sjá. „Er- uð þér kaþólskur?“ „Nei.“ Það breyttí engu: AÍlir vor jafnalúðlegir og vinsamlegir. Ég fékk að vita um hina mörgu, sem hafði verið hjálp- að. Hún sagði frá hinum óteljandi sjúku, sem komu til að fá lækningu. Þeir hafa sjúkrahús, sem tekur allt að 700 sjúklinga. Hún sýnir mér hina sérstöku bíla, sem flytja þá sjúku. Það eru stórir ferðavagnar, sem standa í þéttum röðum yzt á torg- inu. Hún segir mér, hve hjálparvana þeir séu allir. Með sterkum, trúandi augum horfir hún fram fyrir sig og segir: „Það gerir gott og ef einhverj- ir efasenidarmenn eru, t. d. meðal lækna, þá hafa þeir fullt tækifæri til þess að rannsaka allt sem fram fer, og hægt er að rannsaka þá sjúku bæði fyrir og eftir lækningu. Það gerast kraftaverk." Prestar í svörtum kuflum fara fram hjá, þeir skjóta fram nökkr- um athugasemdum um háttatíma. Ég er kynntur, það koma fleiri, það kemur ungt fólk. Siðast er þetta orðinn hópur 10—15 manna, sem tal- ar saman. Fólkið er af mörgum þjóð- ernum — allt sjálfboðaliðar, sem fórna sér til að hjálpa hinum sjúku. Norðurlandabúa höfðu þeii' aldrei séð, og þeir voru jafnáhugasamir að heyra um hið kalda norður og ég var um starf þeirra. Fólk fórnar sér raunverulega — sjálfur er maður svo fátækur. Ég var djúpt snortinn. Hjúkrunarkonan sagði, að það væri ekki líkamleg lækning, sem væri nauðsynlegust. Það væri, að fólk sætti sig við ör- lög sin, að það yrði rólegt og þjáð- ist ekki eftir að verða heilbrigt, þvi að það yrði það sjaldnast, aðeins við kraftaverk. Þees vegna væri áríð- andi að hjálpa þvi til að fá sálar- frið. Næsta dag sá ég dapurlega sjó*. Klukkan var tæplega sex, og ég stóð á svölunum utan við hótelher- bergi mitt og horfði niðiu- á göt- una. Þar gekk þögul fylkkig manna. Þar voru sjúkravagnar, sem ýtt vai' áfram. Föl andlit á hvítum kodd- um. Þeim var ýtt áfram af hjúkr- unai-systrum í bláum og hvitum klæðum eða af sínum nánustu. Háir, undarlegir vagnar, þar sem nokkr- ir sjúklingar liggja, aðrir sitja. Það fer eftir því, hve veikir þeir eru. Við höfum ef til vill gott af því að sjá við og við eymdina úr lítilli f jarlægð. Fi'á þvi snemma á morgnana þav til seint á kvöldin eru haldnar guðs- þjónustur, skrúðgöngur, söngur og bænir. Ég var á torginu á ný. Ég fór til messunnar. Presturinn stendur und- ir beru lofti. Hrimdruð sjúkra liggja og hlýða messu. Fölir, gulir, gráir VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.