Vikan - 12.03.1959, Page 14
Sá, sem hefur fundið Guð.
þarf ekki að óttast
EFTIB dauða Jóns Arasonar i nóvember 1550, var kaþólskur siður for-
ystulaus hér á landi, og Danakonungur Iót kné fylgja kviði og eignir
kaþólsku kirkjunnar voru gerðar upptsokar og féllu undir konung, en
kaþólskum prestum hótað hörðu, enda lvllu þeir frá kaþólskri trú hver
af öðrum. Þar með var lokið hálfrar sjottu aldar skeiði kaþólskra siðar
á IslandL
AÐ er mjög að bregða birtu þeg-
ar ég legg leið mína í sólseturs-
átt og geng upp að Landakoti.
Klukkurnar í kirkju Krists eru að
hringja kaþólska til bænagjörðar. Ég
kem að prestshúsinu og hringi bjöllu,
og einn af prestunum kemur til dyra.
Hann er maður hávaxinn og þrekinn,
klæddur svörtum fötum og með
prestskraga. Þetta er faðir Joseph
Hacking. Hann biður mig að ganga
inn og við setjumst í litlu stofunni
sem hann hefur fyrir vinnuherbergi.
Stofan er fremur fátæklega búin
húsgögnum, stórt borð er þakJð bróf-
um og blöðum, tveir stólar standa
sínu hvoru megin þess, og tveir aðrir
upp við vegg, bókaskápur er þar vel
búinn bókum um trúmál, enskum og
hollenskum og nokkrum íslenzkum.
Fyrir ofan skrifborð hans hangir.
kristmynd og á vegg á móti, mynd
heilagrar guðsmóður.
Ég tjái föður Hacking að ég só
komin til þess að vera nokkru fróðari
um störf prestanna hér í Landakoti,
líf þeirra og skoðanir.
Hann situr þögull um stund, með
hönd undir kinn, athugull maður
með gleðilogt viðmót og vinálegt.
Hann talar islenzku með útlendings
málfari, en furðu rétt mál og segist
ekki hafa á móti því.
Er G fæ að vita nokkuð um þennan
mann sem dvelst hér f jarri ást-
vinum og heimahögum, til þess
að þjóna guði sínum,
Hann er fæddur í Hollandi, af
kaþólsku foreldri, árið 1919 og hefur
dvalist hér i hálft þrettánda ár.
Hann gerðist kórdrengur, og hug-
ur hans varð fljótt gagntekin af því
sem fram fór við messugjörðir, og
hann var ekki gamall þegar hann
visai hvað hann vildi verða. Kaþólsk-
ur prestur. Foreldrar hans voru þvi
ekki mótfallln, en þau voru ekki sér-
deilis efnuð, faðirinn námumaður og
börnin mörg. Þrátt fyrir ýmsa erfið-
leika hóf Josep lltll nám I klaustur-
skóla reglu hins heUaga Montfort,
þá 12 ára gamall. Eftir 7 ára strangt
nám, hðf hann reynsluárið sem ung-
bróðir, tll þess að læra klausturlífið
og að stjóma sjálfum sér. Að ári
liðnu vann hann klausturheitin þrjú,
fátæktar, hlýðni og skirlífis. Síðan
hóf hann nám í guðfræði og heim-
speki um sex ára skeið og sjötta árið
varð draumur Utla drengsins að
veruleika. Hann var orðin prestur.
Faðir Joseph Hacking tekur
vindlakassa af borðinu, róttir til mín
og spyr hvort ég reyki.
3vo reykjum við. Ég virðl hann
fyrir mér. Hann er þrungin lifs-
krafti, fullkomlega sáttur tilverunni.
Hreyfingar allar léttar og hann not-
ar mikið hendur tll að gefa orðum
sínum auknar áherzlur.
AR sem við sitjum x þessari stofu,
þar sem er lágt undir loft og
skammt milll veggja, koma
tveir prestar aðrir, faðir Hubert
Habets og faðir Ágúst George. Þeir
eru báðir fæddir I Hollandi. Þeir
tala elns vel tungu fólksins og faðir
Hacking og þelr eru báðir jafn llfs-
glaðir. Þeir eiga nú stund fyrir
sig, og hafa koaxið tll þess að
rabba við föðxir Hacking og kanski
hlusta á plötur. Svo er vindlakass-
inn enn tekin upp, og innan stundar
sitja þrír preatar ásamt einum mót-
mælenda og hlusta á Cha-Cha tón-
list frá Suður-Ameriku.
A£) er orðið dimmt útí. I litlu stof-
unni í gamla prestshúsinu sitj-
um við enn og hlustum á tón-
Ust. Falleg karlmansrödd syngur
hollenska söngva. 1 ró myrkursins
höfum við gleymt að kveikja Ijós, og
sitjum þöglir. Ég virði þá fyrir mér
einn af öðrum. Um hvað hugsa þeir?
Heim til ættjarðarinnar ? Um gróð-
ursæl sléttlendi með fögrum og lit-
auðugnim trjám og litlum þorpshús-
um, þar sem reykurinn liðast kyrlát-
ur til himins, og kyrrð sveitarinnar
er rofin af veikum ómi kirkjuklukk-
unnar? Eru þeir að hugsa um horfin
ár, eða hugsa þeir um komandi daga ?
Þeir hafa heitið Guði sínum að lifa i
fátækt, að hltfða klausturlögunum og
lifa við skírlifi. Fyrir flesta eru þessi
heit ströng og óeðlileg. Hvað hljóta
þeir i staðinn?
Þegar ég segi þessar hugsanir
mínar upphátt, lita þeir á mig, brosa
litið eitt, þessari spurningu hafa þeir
svo oft svarað.
— Við vitum að mörgum finnst
þessi heit óeðlileg. Mönnum veitist
yfirleitt erfitt að lifa lífinu einir.
Okkur veitist það ekki erfitt því að
við höfum í svo mörg ár tamið okk-
ur sjálfsafneitun. Við höfum lifað
innan veggja klausturs við mjög
strangar reglur, þar sem daglegu lífi
manns er stjórnað með fyrirfram
settum reglum. Við höfum i 7 ár lif-
að morgun hvers dags I algjörri þögn,
ekki yi;t saman, þótt margir hafi
verið samvistum, og í þögninni höf-
um við tamið okkur andlegt jafnvægi
með íhygli og bænagjörðum, og við
höfum einnig notað þögnina til náms
í guðfræði og heimspeki.
AÐ lifa einir er því fyrir okkur
nokkuð eðlilegur hlutur líkt og
fyrir ykkur að vera sam'vistum.
Við lifum í samfélagi við guð, og vit-
um, að sá sem hefur fundið guð,
þarf ekki að óttast.
— Hvað er það, að finna guð?
— Að komast að raun um, með
skynseminni, að guð sé til, og
þegar skynsemin ræður kemur vilj-
inn, og með viljanum sannfæring.
Þegar öUu þessu er náð, veitist mun
léttara að lifa samkvæmt boðorðum
guðs, en samt mun það halda áfram
að vera erfitt, því væri ekki svo,
hversu fagur væri þá ekki heimur
allux-.
Tkkur finnst heit okkar ströng og
óeðlileg. Það er rétt að þau eru
ströng. Þau eru höfð það, til þess
að hjálpa okkur að ná fullkomnun.
Því Kristur segir, verið fullkomnir,
eins og yðar himneski faðir er full-
kominn. Heitin eru til þess að halda
betur í skefjum ástriðum mannsins,
sem eru honum fjötur um fót, vilji
hann ná fulkomnun. Hið fyrsta heit,
að lifa á fátækt, hjálpar okkur að
berjast gegn ágirnd. Við eigum ekki
að girnast fé, né heldur metorð í
veraldlegum skilningi, hlýðni er
hlutur sem svo margur vill ekki sætta
sig við. Við heitum hlýðni til þess
að geta lifað án dramblætis og í
auðmýkt gagnvart guðí og mönn-
um. Skírlífisheitið hefur valdið
margskonar misskilningi manna.
Það hjálpar okkur að halda í skef j-
um þeim hvötum sem svo oft eru
lægstar I mönnum. Samkvæmt lögum
kirkjunnar megum við ekki kvænast,
og hún setur þau lög til þess að
presturinn geti verið faðir allra, ó-
háður hinum venjulegu skyldum
eiginmanns. Hann getur því fremur
heils hugar helgað sig málefnum
kirkjunnar og börnum hennar.
— Þetta er vissulega erfitt, og
kostar oft mikla baráttu. Menn sem
ekkl hafa hlotið sama uppeldi og við,
standa mun verr að vígi. Hugur
okkar er þjálfaður til þess að stjórna
mannlegum hvötum, og heitin þrjú
eru okkur ómetanleg til þess að
missa aldrei þá stjóm.
— Hver er munur á ykkar trú og
rrAtmælenda ?
— Það er erfitt að svara þessu í
st xttu máli og þú munt því ekki
h< yra neina gagngerða skýringu, því
ef íið er mjög flókið. Það eru nefni-
lega fleiri hundruð stefnur mótmæl-
enda með mismunandi trúarskoðanir.
Hjá kaþólskum ríkir trúareining.
Kaþólsk trú og mótmælendatrú.
hafa að vísu margt sameiginlegt, en
þær greinir á um margt.
KAÞCLSKA kirkjan er jafn gömul
kristindómnum. Allar aðrai'
kirkjur urðu til miklu seinna.
Lútersk trú varð til um 1517, Lút-
erska þjóðkirkjan á Islandi um 1550.
Kaþólskir segja að yfirmaður kirkju
þeirra sé Jesús Kristur sem leiðir
hana og stjórnar henní fyrir stað-
gengil sinn páfann í Rém. Hinar
kirkjumar skortir slikan yfirmann,
en þeim er stjómað af veraldlegum
yfirvöldum, kirkjumálaráðherra eða
öðrxim.
Kaþólska kirkjan er i raun og
sannleika kaþólsk. Orðið „kaþólskur"
kemur frá gríska orðin „katolikos"
sem þýðir „almennur." Allar hinar
kirkjunnar eru kirkjur einnar þjóðar
eða þjóðarbrota. Þær eru þjóðkirkj-
ur eða rikiskirkjur og allir meðlimir
þeirra samanlagðir em ekki eins
margir og þakólsku kirkjunnar.
1 kaþólsku kirkjunni rikir eining í
trúnni. Allir trúa hinu sama. I hin-
um kirkjunum halda menn oft hinum
og þessum trúarskoðvmum fram án
þess að segja skilið við kirkju sina.
Við mundum segja, að hver mótmæl-
andi sé sín eigin kirkja. Kirkja okkar
kennir að fyrir erfðasyndina deyfist
skynsemi mannsina, vilji hans veik-
ist og hneygist til hins illa. En margir
mótmælendur halda því fram að
mannseðllð gjörspillist vegna erfða-
syndarinnar.
•Kaþólskir menn segja: Kristur hef-
ur aðeins stofnað til einnar kirkju.
Mótmælendur segja: Allar núverandi
kirkjur, eru hluti af kirkju Krists.
Kjarni í öllum deilum milli
kaþólsku kirkjunnar og mótmælenda
er kenningin um kirkjuna. Við við-
urkennum óskeikult kirkjulegt
kennsluvald. Mótmælendur halda hins
vegar fram þeirri meginreglu, að
Biblían ein sé trúargrundvöllur. Þeir
viðurkenna ekkert úrskurðarvald
kirkjunnar sem óskeikulan mæli-
kvarða trúarinnar. Hið elna raun-
verulega úrskurðarvald þeirra i trú-
arvandamálum er hvernig hver og
einn þeirra útskýrir Biblíuna með
sjálfum sér. Kaþólskir menn trúa.
einnig á Biblíuna, en þeir slíta hana
ekki úr öllu samhengi við hina lif-
andi er/ikenningu kirkjunnar. Jafn-
framt þessu halda þeir því fram, að
kenning kirkjunnar sé æðri Biblíu-
skýringum hvers einstaklings út af
fyrir sig.
ÞAÐ er komið kvöld. Við sitjum
í myrkri og ég greini varla
andlit prestanna. Það hefur
verið indælt að sitja og hlusta á þá
tala, rólega og lágum hljóðum. Og
við kveikjum ljós og tökum upp létt-
ara hjal.
Framh. á bls. 2£
14
VTKAN
VIKAN