Vikan


Vikan - 12.03.1959, Qupperneq 24

Vikan - 12.03.1959, Qupperneq 24
INGI VITALIN Ungbarnafatnaður y Buxur og treyja (aldur 1—iy2 árs). Á 1—2 ára þarf 3 hespur af hvítu 'babygarni og 1 hespu af ljósbláu. Prjóna nr. 2% og 3. 180 cm af mjóu þvítu eða ljósbláu silkibandi. Treyjan. ‘ Framstykkið: Fitjið upp 75 1. með hvitu garni á prjóna nr. 3 og prjónið 6 umferðir perluprjóna (1 sl. 1 snúin) ’— endið prjóninn með sl. prjóni. Prjónið áfram sléttprjón og byrjið með snúinn prjón. ‘ Prjónið alls 5 prjóna og byrjið nú mynsturprjónið: 1. prjónn (blátt garn): (Prjónið 3 1. sléttar saman án þess að taka þær fram af vinstri prjóni. Prjónið þær síðan saman snúnar, síðan sléttar. Takið þaer fram ‘af vinstra prjóni. Nú eru þetta orðnar 3 1. aftur). Endurtakið prjóninn út. 2. prjónn (blátt): snúinn. 3. prjónn (hvítt): slétt. 4. prjónn (hvítt): snú- inn. 5. prjónn (hvítt): slétt. 6. prjónn (hvítt): snúinn. Þessir 6 prjónar mynda mynsturrandirnar og endur- takist. Þegar búið er að prjóna 3 bláar rendur, er haldið áfram með hvítu garni með sléttprjóni, þar til treyj- an er 15 cm. Takið 2 1. saman í byrjun næstu 4 prjóna, þar til eftir eru 71 1., sem settar eru í hjálpar- prjón. Bakið. Vinstri helmingur: Fitjið upp 53 1. og prjónið eins og framstykkið um leið og prjónaður er bekkur með perluprjóni 5 1. á hægri hliðinni. Þeg- ar bakið er 15 cm, er felld af 1 1. tvisvar sinnum í handveginn og þær 51 1., sem eftir eru, settar á hjálpar- prjón. Hœgri hlið: Prjónast samsvarandi. Ermar. Fitjið upp 50 1. á prjóna nr. 2% Og prjónið 3 cm fit (1 sl. 1 sn.) í síðasta prjóni, en aukið út 7 1., jafnað t prjír.ir_r.. Tr.kið prjóna nr. 3 og prjónið nú mynstrið. Þegar komnar cru 3 bláar rendur, er haldið áfram með hvita garninu sléttprjón, þar til ermin er 17 cm. Nú eru teknar 2 1. saman í byrjun næstu 4 prjóna. Þær 53, sem eftir eru, eru settar á hjálp- arprjón. Berustykki. Allar lykkjur settar á einn prjón. Byrjið að prjóna vinstra bakstykki, síðan aðra ermina, framstykkið, hina ermina og þá hægra bakstykkið. Nú eru 279 1. á prjónunum. Pi-jónið nú snúið til baka. Haldið nú áfram með mynsturrendurnar, og nú er tekið úr um leið: Prjónið að 5. prjóni, sem prjónast þannig: 5 I. perluprjón (5 sl., 2 sl. saman). Endurtakið pa’jóninn út að 5 síöustu 1., sem eru prjón- aðir með perluprjóni. Á þennan hátt fækkar alltaf lykkjunum jafnt í mynsturröndunum, þannig að 5. prjónn er alltaf prjónaður sem úr- fellingarprjón. Þegar búiö er að prjóna 6 mynstur- rendur, er haldið áfram og fitin i háls- inn prjónuð um leið og fellt er af á fyrsta prjóni, þannig að 90 1. verði eftir. Fimmti prjónn er prjónaður þannig, að gataröð myndast (prjón- ið 3 1., sláið upp á 2 1. saman), endur- .ekið prjóninn út. Prjónið 4 prjóna. Fellið af. Buxur. Fitjið upp 21 1. með hvítu garni 1 prjóna nr. 3. Prjónið sléttprjón og '.ukið út 4 1. i lok hvers prjóns, alls 24 sinnum. Því næst eru 12 1. fitjaðar _ipp> í hvorri hlið, það verða 114 1. Prjónið áfram, þar til buxurnar eru 18 cm, mælt frá miðju. Prjónið nú mynsturrendurnar 6 allt. Fellið úr á aæsta prjóni niður í 71 1., þannig að 2 1. eru prjónaðar saman út prjón- inn. Prjónið nú 6 1. (strengur) 1 sl. 1 sn. Því næst gataröð eins og á treyj- unni, síðan 6 1. (1 sl., 1 sn.). Fellið af. Hin hliðin prjónuð eins. Saumið klofsaum saman. Takið nú upp 76 1. á prjón nr. 2 y2 (notið hvítt garn) í kanti annarar skálmarinnar (látiö réttuna snúa upp). Prjónið 5 prjóna (1 sl., 1 br.). Fellið af. Hin skálmin eins. Stykkin saumuð saman á röng- unni, pressuð og böndin dregin í. Ferðin til stjarnanna a Fyrsta ,, visinda-skáIdsagan sem hér hefur verið rituð Feröin til stjarnanna er ekki einungis saga um imdar- leg fyrirbrigði og fyrirburði. Persónulýsingar sögunnar eru bæði snjallar og skýrar, samtöl skemmtileg og vel gerð, og inn í atburðarásina fléttast fagurt og ógleym- anlegt ástarævintýri. Sagan er spennandi frá upphafi til enda, fjörlega rituð og sýnir mikla þekkingu höfundar á stjamfræði og geimvísindum. Ingi Vítalín er dulnefni. En hver sem höfundurinn er, þá kann hann vissulega að skapa persónur og segja skemmtilega sögu. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Útgerðarmenn Þeim f jölgar með hverjum degi sem nota aðeins Marco þorskanetin. IViarco h.f. Sími 15953 24 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.