Vikan - 12.03.1959, Blaðsíða 26
Illálverkið er...
FravihdlcL af bls. 6.
S&mtiðin skapai’ þau verkefni, sem
maður vinnur úr. Sums staðar er
búið að gera of mikið. Nú er bara
spursmálið, hvort við höfum ráð á
að taka það aftur, sem við erum
búin að vinna. Við erum til dæmis
búin að rífa niður Skólavörðuna.
Höfum við ekki ráð á að reisa hana
aftyi'? Svo er það leikhúsið. Eigum
við að láta það standa þarna í
skuggahverfinu eða rífa það- niður
og byggja það upp á öðrum stað ?
Mér finnst þetta vera alltof dýr
reklame fyrir drægiskifu. Og þá eru
það þessar nýju umbætur við höfn-
ina. Þær skil ég ekki. Höfnin er út
aí fyrir sig internationalt fyrirbrigði,
ailt nema steinbryggjan, sem nú hef-
ur verið kaffærð i grjóti. Hún var
íslenzk og reistur sem traustur
grundvöllur imdir erlenda heiðurs-
gesti, danska konimga og fursta
hvaðanæfa að úr heiminum. Og svo
var hún beint fram undan Pósthús-
stræti, niður undan Austui’velli. í>að
eru líka kostii- út af fyrir sig, og því
megnm við ekki gleyma. Mér fannst
gamla steinbryggjan vera eins kon-
ar eilífðar-smáblóm í menningarsögu
vorri. Lands vors guð er í verkum
mannanna fyrr og nú, og guð vors
iands kemur viða við, enda hefir
hann lá!tið sín getið á öllum tímum.
Ég hélt, að við ættum ekki að sund-
urgrafa eða gera lítið úr verkum
lands vors guðs, og láta bryggjuna
standa.
EN út sif fyrir sig er ég ákaflega
ánægður, því að þegar ég sé
áhugamál mín virt að vettugi,
þá er það nokkur trygging fyrir
þvi, að manns eigin borg sé til ann-
ars staðar. Kannske er það borg úr
norðurljósum, kristölluð klakaborg
einhvers staðar úti í ljósvakanum.
Og kannske kemur hún einhvern
tíma að sækja menn. 1 minni borg
mundi ég hafa þjóðlega þjóðkirkju
og byggja upp kirkjulega list í
praksis. Mínar kirkjur skyldu standa
opnar allan sólarhringinn, og þar
mundu prestarnir hafa vaktaskipti
um að syngja messur, en á milli
messugerða mundi ég láta leika þjóð-
leg ævintýri og huldufólkssögur
með tónleikum og skrautsýningum.
í>angað gæti fólk komið til að leita
sér huggunar og neutralisera sig frá
pólitískum ástaráhrifum og hvers
konar öðrum áhrifum sem sækja
að því. 1 mínum kirkjum minnar
borgar mundi okkar ágætu söng-
mertn, sem nú eru dreifðir út um víða
veröld, geta fengið vinnu. Þeir eiga
að vera betlarar heima hjá sér. Á
kirkjubekkina mætti svo hengja sam-
skotabauka og í þá geta þeir stungið
fimmeyringum, sem vilja. Listin á
að vera handa öllum og fyrir alla,
og hún á ekki að kosta neitt.
En nú er ég að verða vondaufur um
að mér vinnist tími til að reisa borg-
ina mína. Og þeir, sem ekki koma
ideum sínum í framkvæmd á hinum
borgaralega vettvangi, verða ein-
rænir. Það er mín reynsla. Þess
vegna kann ég bezt við mig einn á
víðavangi við vinnu mína. Hrafnarn-
ir eru skynsamir fuglar. Þeir vita
allt og þeir þekkja mig. Ég er
búinn að finna heila seríu af dýrum
i Svínahrauni, sem virðist benda til
þess, að hér hafi verið menning fyrir
mörg þúsundum árum, menning sem
reit sína listasögu í hraunið. Getur
það verið ? Hvað vitum við um nokk-
um hlut? Landslagið þekkir sitt
skipulag, þó að mennirnir geri það
ekki. Það á mörg launmál með sjálfu
sér.
Þessu er ég nú að velta fyrir mér,
vinir mínir, og á meðan lifi ég í dag-
legu kurteisisástandi við sjálfan
mig, af því að ég hefi ekki hugmynd
um, hvað er rétt eða rangt.
Allir hafa sín áhugamál.
Hver eru þín ?
Fylgist þú með bílum, flugvélum eða
radíótækni, smíðar þú flugmódel eða
báta. Ertu hinn góði heimilisfaðir eða
sonur sem dyttar að heimilinu með
smá-lagfæringum og smíði,.......
en það er sama hvaða áhugamál þú
hefur, í
FLUGMÁL og TÆKNI er allt um
áhugamál
allra.
26