Vikan - 12.03.1959, Síða 27
ORÐ í TÍMA TÖLUÐ
Athyglisverð tillaga.
— Þó ætla jeg að setja fram
hugmynd, sem jeg held, að ekki
sje alveg fráleit, fremur þó að
gamni mínu en af því, að jeg bú-
ist við að nokkurt tillit verði
til hennar tekið.
Jeg held, að það gæti verið
stórgagnlegt, að taka hér kvik-
mynd af sögu þjóðarinnar frá
öndverðu og svo háttum hennar
á vorum dögum, í sambandi við
hátíðahöldin 1930. Sú kvikmynd
yrði vitanlega mjög löng og í
mörgum köflum og mætti ekk-
ert til spara að gera hana sem
bezt úr garði. Það er sannfæring
mín að hún myndi svara kostn-
aði og því betur, sem síður væri
til hennar sparað. Þetta væri nú
hreint ekki tilgangslaust fyrir-
tæki, því hér væri ágætt tæki-
færi til að rjúfa að nokkru þá
þoku vanþekkingar og misskiln-
ings á landi voru og þjóð, sem
ríkir með flestum þjóðum. Árið
1930 muni athygli alls heims-
ins beinast sérstaklega að ís-
landi og mundi það skapa ágæt-
an jarðveg fyrir slíka mynd. —
— Það er kunnugt, hversu lítið
Arngrími lærða, einhverjum hin-
um ágætasta íslendingi, varð á-
gengt, þótt hann verði miklu
af æfi sinni til þess að auka
þekkingu erlendra þjóða á Is-
landi, en leiðrjetta misskilning
og lygar um land og þjóð. Og
slíkt er ekki einskisvert. Sönn-
um Islendingum getur ekki ver-
ið sama um, hvaða hugmyndir
aðrar þjóðir gera sjer um þá.
Þeir geta ekki sætt sig við, að
þær líti niður á þá sem menn-
ingarsnauða Skrælingja, ef þær
þá vita, að þeir eru til.
Hólmfreður Franzson
(nú Björn Franzson)
Skólablað Mentaskólans
I, 1. 1926.
— O —
íslenzk stundvísi.
Greinarkorn þetta skrifa jeg
ekki til þess að gefa skólasyst-
kinum mínum neina rectors-
áminningu fyrir óstundvísi
þeirra og rúmleti, en hitt hafði
jeg hugsað mjer að minnast
nokkuð á þá óstundvísi, sem við
kemur fjelagsskap okkar lær-
dómslistarmanna.
Svo undarlega brá við í fyrsta
skipti, er fund skyldi halda í
Framtíðinni eftir aðalfund, að
kl. 4, þegar fundur átti að hef j-
ast, var enginn fjelagsmaður
kominn annar en jeg. í bið
minni ráfaði jeg þá fram og
aftur um gangana og verður lit-
ið inn í 3. bekk „B“, þar sem
Fjölnir heldur fundi sína. Hvað
sje jeg þar? Stofan orðin nærri
full af fjelagsmönnum, formað-
ur stiginn í stólinn og setur
fundinn svo að segja á slaginu.
Og ekki var betri stundvísin
þegar fundur var haldinn með
nemöndum Kennaraskólans. Kl.
1 átti hann að byrja, og voru þá
komnir flestallir af nemöndum
Kennaraskólans, en 2 Framtíð-
armenn.
— — Það er orðið brenni-
mark á nærri hverjum lærdóms-
deildarmanni að dragast ekki á
fund, fyrr en kortéri til hálf-
tíma of seint. Og það er gremju-
legt fyrir þær fáu hræður, sem
reyna að halda við hinum hálf-
slokkna lífsanda Framtíðarinn-
ar, að mæta svo miklu skilnings-
leysi hjá skólasystkinum sínum,
að geta ekki haldið fundi á
rjettum tíma, og það fyrir
slóðaskap einn og seinlæti. Það
virðist ætla að sannast á Menta-
skólamönnum, að því lengra
sem þeir skreiðast áleiðis og því
nær sem þeir komast takmark-
inu — stúdentshúfunni — því á-
takanlegri verða hin andlegu
hnignunarmerki: Áhugaleysi á
náminu sjálfu og fjelagsskapn-
um, óstundvísi og allir þeir
meinbugir, sem sigla í kjölfar
hennar.
Gunnar Thoroddsen.
Skólablað Mentaskólans,
III, 3. 1928.
— O —
Illt umtal.
Áhuginn fyrir náunganum og
gjörðum hans er mjög oft skað-
legur og getur jafnvel orðið að
hreinasta lýti á skapgerðinni.
Góð breytni er álitin svo sjálf-
sögð að hún sje engan veginn
umtalsverð. En ef finna má, með
hinni ströngustu gagnrýni, að
náunginn hafi gert skyssu, þá
rís á svipstundu upp óvígur her
af rógi og illgirni og framkvæm-
ir mannorðsslátrun í nafni vel-
sæmisins. Þetta er daglegt
brauð ------
Afleiðingar slúðursins eru
samkynja orsökunum. Orsökin
setur mark sitt á skapgerð þess,
sem slúðrar og afleiðingin skað-
ar þann, sem slúðrað er um. —
Ef til vill var það slúðrið, sem
fyrir skömmu orsakaði dauða
nýts manns.
Kjaftæðið er alheimslegasta
dægrastyttingin. Og allar teg-
undir mannfjelagsins, frá þeim
sem reka kjaftháttinn sem at-
vinnu og upp í spámenn Drott-
ins eru slúðrarar að meira eða
minna leyti.
Þú vinur minn, sem vonandi
lest þessar línur með vandlæt-
ingu á ærumeiðandi kjaftæði,
og jeg, sem úthelli mjer yfir
hann, — það er áreiðanlega ekki
langt síðan að við tróðum sinn
hvoru knippinu í mælifulla korn-
hlöðu slúðursins.
Pjetur Ó. Johnson.
Skólablað Mentaskólans,
V, 1. 1929.
ét ______ tr
NYTIZKU
ELDAVÉL
í NÝTÍZKU ELDHÚS
Nýtízku geröir Rafha eldavéla
fullnægja óskum sérhverrar hús-
móöur um útlit og gæði, og svo
er veröiö viö hvers manns hæfi.
VERÐ
2,685
fslenzkar húsmæður velja
íslenzk heimilistæki.
H.f. Raftækjaverksmiðjan
- BÍMAR: 5DD22 □□ 5 □ □ 2 3
VIKAN
HAFNARFI RÐ I