Vikan


Vikan - 16.04.1959, Blaðsíða 3

Vikan - 16.04.1959, Blaðsíða 3
Otgefandi: VIKAN H.P. Blaðstjórn: Hilmar A. Kristjánsson (ábm.) Jónas Jónasson Bragi Itristjónsson Asbjörn Magnússon (auglýsingastjóri) Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson Verð i lausasölu kr. 10,00. Áskriftarverð kr. 216,00 fyrir hálft árið. Greiðist fyrir- fram. Ritstjóm og auglýsingar: Xjarnargata 4. Sími 15004, pósthólf 149. Afgreiðsla, dreifing: Blaðadreifing h.f., AUklubraut 15. Simi 15017. PrentaO í Steindórsprent h.f. Kápuprentun i Prentsmiðjunni Eddu h.f. Myndamót gerð í Myndamótum h.f., Hverfisgötu 50. þekki ekki miltið, er ég svo hræðilega kjánaleg. Ef einhver kát stúlka eða laglegur piltur yrðir á mig, eldroðna ég og kem varla upp nokkru orði fyrir feimni. Þar af leiðandi þykir öllum ég hræði- leg og hætta auðvitað við að reyna að kynnast mér. Mér þykir þetta svo afskaplega leiðinlegt, því ég vildi gjarnan vera skemmtilegur félagi. Þegar ég er með mínum beztu kunningjum er ég ekki svona þvinguð. Geturðu nú kæra Vika gefið mér ráðleggingar viðvíkjandi þessu. Með fyrir- fram þökk fyrir svarið. Rauðka. SVAR: Þó að það sé kannske ekki mikil hugg- un, þá getum við þó að minnsta kosti fullvissað þig um það, að þetta mun eldast af þér. En auð- vitað er það mikið undir sjálfrí þér komið. Fyrst og fremst meö því að hugsa ekki alltof mikið um þetta, og eins að láta það ekki mikið á þig fá, þótt þú roðnir, það gerir aðeins illt verra. Auk þess máttu reiða þig á, að aðrir taka ekki nœrri eins mikið eftir því, hvort þú roðnar eða ekki eins og þú sjálf. o----o Erfitt að byggja. Eg er einn af þeim ungu sem er að reyna að koma yfir mig þaki. Auk þess starfa ég fullan vinnudag á skrifstofu. Nú er ég hreinlega að gefast upp, þvi það er nú svo að við mennirnir getum ekki starfað nema ákveðinn tíma, þá gerir þreytan vart við sig. Hvað ráðleggur þú mér að gera. Mér er þörf á hvíldinni en má ekki gefa mér tima til þess sökum hússins. Þreyttur. SVAE: Gerðu það sem þú getur til þess að slappa af. Það getur verið gott fyrir þig að slcifta timanum niður og gera ráð fyrir hvíldar- tíma. Auk þess þyrftir þú að gefa þér tíma til þess að sinna einhverju áhugamáli, þó ekki vœri nema að talca slag eitt kvöld í viku. ACaláherzlu þarftu að leggja á að gleyma áhyggjum þín- um yfir húsinu. Reyndu að gefa þér hvíldartíma eftir matinn, reyndu helst að sofna í 15 til 20 mínútur. Það er þér hvíld, ef þú getur gleymt daglegu striti stutta stund á degi hverjum. Það er hvíldin sem þú þarfnast aðallega. o----o Vinalaus. Vika. Eg er ein í miklum vandræðum. Svo er mál með vexti að ég á enga vini. Það er eins og eng- inn vilji vera með mér, og í skólanum er það svo, að fáir gefa sig að mér. Ég hefi reynt að spyrja sjálfa mig hvað sé að, hvort ég eigi ein- hvern þátt í því að ég er svo einmana. Ég er ekki ólagleg þótt ég sjálf skrifi, og tel að ég sé með svipaða greindarvísitölu og meðalmaðurinn. Ég er hinsvegar þess meðvitandi að ég er gjörn á að gagnrýna aðra. Getur það verið að það sé or- sök alls þessa? Þó hika ég ekki við að gagnrýna fólk svo það heyri og ég er ekkert fynr það að tala um fólk aö því fjarverandi. Ég hef hugleitt þetta mjög og legg málið fyrir þig vitra Vika. Svanhvít. SVAR: Ekki er gott að maðurinn sé einn. Að vcra vinsœll er ekki hverjum manni gefið. Sumir liafa ekkert fyrir því, aðrir eru vinsœlir af því að þeir eru svo góðir hlustendur, þeir þegja venjulegast þegar samrœður eiga sér stað, hvort sem er milli tveggja eða fleiri. Enn aðrir eru vinsœlir fyrir gáfur sinar, aðrir fyrir fyndni og enn aðrir fyrir peningana sína. Það yrði sjálfsagt erfitt að gera sér grein fyrir því af hverju hver og einn er vinsœll. Þú segist vera gjörn á að gagnrýna aðra. Slíkt getur verið gott ef í hófi er og af skynsemi gert. Hinsvegar er það nú svo að menn þola vel að heyra gagnrýni — á aðra, en verða lítið hrifnir ef gagnrýninni er beint til þeirra. Reyndu að spara þér gagnrýni á aðra. Reyndu heldur að gagnrýna sjálfa þig. Ef menn œ.la að bceta heiminn verða þeir að byrja á sjálfum sér. 1 staðinn fyrir að reyna cð sjá þér úc á- siœðu til gagnrýna, reyndu in breytingar að koma auga á hið betra í 'a i hvers og eins. Reyndu síðan að hjálpa fólki ’.ieð ráðum og dáð, vertu reiðubúin að taka svari manna, þá fœ.öu þakklœti þeirra, og kannski vináttu. Annars skaltu muna að fáir eiga vini, en marga kunn- ingja. Vertu glaóleg í fasi og vinaleg, en láttu hinsvegar ekki traðka á þér, komdu þér hjá deilum, en rökrœddu af kurteisi og velvilja og vertu reiðubúin að hlusta á sjónarmið annarra. Það liafa jú fleiri en þú rétt á því að hafa skoð- anir á mönnum og málefni. o----o Kæra Vika! Þú ert nú svo ráðagóð að ég vona að þú getir hjálpað mér. Svoleiðis er að ég klíndi svohtilli málningu utaní poplínskápu sem ég á og nú er ég alveg í vandræðum með að ná henni úr. Ég er búin að hringja i ýmsar efnalaugar og þær vilja ekki taka hana segja bara að það sé ekki hægt að ná henni úr, mér finnst nú ansi hart að þurfa að fleygja alveg nýrri kápu. Kannt þú nokkuð ráð? Með fyrirfram þakklæti fyrir svarið. Ellý. SVAR: Kœra Ellý. Ég samhryggist þér með kápuna þína, en það er ekki auðvelt að gera mikið til úrbóta eftir að málningin er orðin þetta gömul í flíkinni. Svo er spumingin hvers konar málning þetta er. — Ef það er olíumálning er ekkert hœgt að gera, annað en lita kápuna, en ef það er vatnsmálning, Hörpusillci eða Satin- spread, þá er reynandi að bursta blettinn upp úr sápulöðri með nógu stífum bursta, t. d. álveg nýrri handskrúbbu, og bursta fast. Síðan þurrka sápulöðrið af með köldu vatní. Skriftin er ekki góð, en það má auðveldlega laga hana. Reyndu sjálf að fá meiri breidd i litlu stafina og fá hana jafna. o-----o Kæra Vika. Ósköp hefur húsaþættinum hrakað upp á sið- kastið. Hvað veldur þessu. Ég veit að mjög marg- ir kaupa Vikuna einungis fyrir 10. síðuna. 3VAR: Þetta stendur mjög til bóta. Sérfrœð- ingur okkar hvarf úr landi og á meðan hefur einn úr ritstjórninni gerst ,£érfrœðingur“ blaðs- ins í liúsagerðarlist. Það verður hinsvegar ekki lengi, vonar hann. PEIMIMAVIIMIK Birting á nafni, aldri og heimilisf. kostar 10 kr. Aðalbjörg Hjartardóttir, Lækjamóti, Fáskrúðsfirði, við pilta os stúlkur 17—20 ára. Tryggvina Guðmunds- dóttir, Ámagerðl, Fáskrúðsfirði, við pilta og stúlkur 19—25 ára. Helga Laxdal, Túnsbergi, pr. Svalbarðs- eyrl, S.-Þing., við pilta og stúlkur 15—18 ára (mynd fylgi). Jólianna R. Engilbertsdóttir og Erla B. Stein- þórsdóttir, Bakka, ölfusi, Árnessýslu, við pilta og stúlkur 14—17 ára. Ingi Sturlaugsson, og Henning Frederiksen, báðir á m/b Hásteini II, Stokkseyri, við stúlkur 16—19 ára (mynd fylgi). Gylfi Baldvinsson, Sigurður Haraldsson m/b Júlíusi Björnssyni, Keflavik, við stúlkur 16—18 ára. Pétur Sæmundsson, m/b Júlíusi Björnssyni, Keflavík, við stúlkur 13—14 ára. Þorleif- ur Jóhannsson, Lindarbrekku, Vogum, við stúlkur 13—14 ára. Katrin Eyjólfsdóttir, Hlíðardalsskóla, ölfusl, Ár- nessýslu, við pilta 16—19 ára (mynd fylgi). Tore Westerlund, Björnfellgt. 11., Narvik, Norge, við Islenzkar stúlkur og pilta 14—18 ára (skrifar norsku, ensku og þýzku). Helga Kuhr, Oberkochen, Schubartweg 20, Wtirtemberg, Deutsclien, við pilta eða stúlkur 18—20 ára (skrifar á ensku og þýzku). Kristín Hallsdóttir, Hlíðarvegi 11, Siglufirði og Guðrún Jóhannesdóttir, Hávegi 3, Siglufirði, við pilta og stúlkur 15—18 ára. Haukur Óskarsson og Jón Björgvinsson, báðir i Bólsturgerðinni, Slglufirði, við stúlkur 16—18 ára (mynd fylgi). Ásta Birna Bjama- dóttir, Heimagötu 40 og Steina Þórarinsdóttir, Strand- vegi 35, báðar í Vestmannaeyjum, við pilta og stúlk- ur 14—16 ára. Haukur Friðbertsson, Aðalgötu 11 og Kristján Normann, Aðalgötu 6, báðir að Suðureyri við Súgandafjörð, við stúlkur 15—17 ára. YIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.