Vikan


Vikan - 16.04.1959, Blaðsíða 11

Vikan - 16.04.1959, Blaðsíða 11
Er hán . I nastasía ? Enn standa yfir hinn heiftugustu málaferli um sönnun eða afsönnun þess hvort Anna Andersson sé Anas- tasia yngsta dóttir Nikulásar II. Rússakeisara. Þessi málaferli hafa nú staðið yfir I meir en 40 ár, án þess að hægt hafi verið að leiða þau til lykta. Eitt hefur verið einkennandi við þessl málaferli, að vitni sem komið hafa fram í máli þessu fyrir hönd Anastasiu hafa aldrei orðið uppvís að ósannindum eða undirferli, en það er meira en hægt er að segja um' vitni þau sem hafa vitnað á móti henni. Hvað eftir annað hafa komið þar fram hinar undarlegustu mann- tegundir. Lesendur rekur vafalaust minni til þess að á þessu ári kom nýtt vitni fram í máli þessu er sagð- ist hafa verið viðstaddur aftökurnar i Jekaterinburg 6. júli 1918 sem sjón- arvottui', segist hann vera þess full- viss að enginn hafi komist þar und- an. Þetta nýja vitni þótti merkilegt um það eitt að koma fyrst fram nú eftir allan þennan árajfjölda til að bera vitni í máli sem hann vissi jafn miklar og öruggar sönnun á og hann þóttist hafa. Afsökunin þótti afar léleg, sem sagt sú að vitnið hefði ekkert um þessi málaferli heyrt né séð fyrr en allt í einu nú, þar sem vitnið væri nýkomið til Evrópu eftir stöðugar fjarvistir í Austurlöndum. Harðsvíraðasti mótstöðumaður i þossum málaferlum Anastasiu stór- furstafrúar var stórhertoginn af Hessen, hann er nú sjálfur fallinn frá, en erfingar hans halda enn fast á málunum á móti henni. Stórhertoginn af Hersen. Það má vera að þessir mótstöðu- menn hennar hafi talið sig sann- færða um að Anastasia eða (Anna Anderson hvort sem við eigum heldur að kalla hana) sé ósvífin æfintýra- kona. Ef til vill hafa stjórnmál líka átt sinn þátt í þessari hörðu and- stöðu, en efalaust hefur peningahlið málsins ekki verið hin veigaminnsta. Þessu til sönnunar ætlum við að birta hér smáklausu úr skjali því sem frú Anderson (Anastasia) hefur lagt fram í síðustu réttarhöldum og staðfest með eiði. Þar stendur orð- rétt: .... 1 Jekaterinburg vorum við (zarinn og öll fjölskyldan) með- höndluð sem afbrotamenn. Höllin Ipatieff, þar sem okkur var haldið innilokuðum var undir ströngu eftir- liti og við algjörlega einangruð frá umheiminum. Við máttum ræðast við, en eingöngu á rússnesku og vitan- lega í áheyrn gæzlumannsins eða réttara sagt fangavarðanna. Af fram- komu þeirra við föður minn var ekki hægt að draga aðra ályktun en að búast mætti við því versta. Dag einn sagðí faðir minn við okkur systurn- ar að hann óttaðist að hann yrði bráðlega líflátinn og þessvegna vildi hann að við vissum að hann hefði rétt áður en stríðið braust út 1914 sett 5 milljón rúblur handa hverju barna sinna í Bank of England á nafn, sem ég ekki man — en ég held að það hafi verið þýzkt. . . Dr. Kurt Vermehren, sem er lög- fræðingur frú Anderson hefur mörg- um sinnum reynt að fá ákveðið svar frá Bank of England um hvort þess- ar 25 milljón rúblur væru þar eða ekki, en aldrei getað fengið það. I september 1933 gaf — Amts- gericht Berlin út svohljóðandi erfða- skrár-lista með það fyrir augum að allir meðlimir keisarafjölskyldunnar í Rússlandi hafi verið liflátnir i Jekaterinburg nóttina milli 16. og 17. júlí 1918 — og lítur þessi erfðalisti þannig út: 1. Ekkjudrottning Maria Pedor- owna Romanow, fædd prinsessa Dag- mar, Danmörku. Dáin 13. okt 1928 á Hvidöre, Klampenborg í Danmörku. 2. Stórfurstafrú Ecnenia Aiexand- rowna Romanow, fædd Romanow. Rue Francisque Sorray 6. París. Pi'ins Georg Michailowitsch Brassow. Dáinn í Sens í Frakklandi 21. júlí 1931. 4. Stórfurstafrú Olga Alexandrowa Romanow. 5. Prinsessa Victoria Elísabeth Matthilda Alberta Maria von Hessen und bei Rhein. 6. Prinsessa Irena Luise Maria von Hessen und bei Rhein. 7. Stórhertogi Ernst Ludwig Albert Karl Wilhelm von Hessen und bei Rhein. Þessi erfðaskrárlisti gildir sam- kvæmt úrskurði dómstólanna aðeins fyrir þær fjárupphæðir sem Rússa- keisari hafði látið eftir sig í Þýzka- landi í Deutschen Reichsbank og Bankhaus Mendelssohn & Co. í Ber- lin. Þegar dr. Vermehren lögfræðingur gerði fyrirspurn hjá bönkunum um hversu stórar fjárupphæðir væri um að ræða sem Rússakeisari hefði eft- irlátið þar kom svarið með svohljóð- andi utanáskrift: Yðar keisaralega hátign — Stór- fustafrú Anastasia Romanoff — en með þeim fyrirvara að viðkomandi mætti ekki skoða þetta ávarp sem fulla viðurkenningu bankans fyrir því að hún raunverulega væri Anastasía. Þetta er ljóst dæmi um hversu erfitt er að játa eða neita kröfu þess- arar konu til þess að vera viður- kennd sú sem hún segist vera. Það hefur verið bent á það fyrr i þessari grein að stórhertoginn af Hessen var sá sem fastast stóð á móti að frú Anderson yrði viður- kennd sem Anastasia yngsta dóttir Rússakeisara og þá um leið erfingi þcirra auðæfa sem hann lé( Qftir sjgT én sem annars mundi að miklu leyti falla í hendur erfingja stórhertogans af Hessen, þar sem hann er nú sjálf- ur látinn. Þessir erfingjar halda nú uppi sömu sökum á móti Anastsíu og hertoginn gerði áður. Lögfræðingur Anastasíu dr. Vermehren hefur gefið leyfi til að birt yrðu bréf sem sýna að nokkru hvernig rannsókn þessara erfingja er varið. Fyrsta bréfið sem hann leyfir að birta er dagsett 17. desember 1955 og er undirskrifað af hr. Bolduan, Ber- lín. Bréfið er svo: Háttvirti dr. Verrmchren! Það hefur fallið í minn hlut, að til- kynna yður að í máli Anastasíu dótt- ur Rússakeisara mun vera til vitni sem var i rauða hernum og viðstadd- ur líflát rússnesku keisarafjölskyld- unnar í Jektaterinburg. AÍlt þetta hefur hann skjalfest. Með vissum skilyrðum vill hann koma fram sem vitni. Ef þér hafið áhuga á þessu, væri mér það ánægja ef þér við tækifæri vilduð hitta mig, þar ssm þetta mál er ekki hægt að útkljá nema munn- lega. Með mikilli virðingu o. s. frv. Vitanlega hafði ég mikinn áhuga á þessu sagði dr. Vermercen og bað kollega minn i Berlín dr. Hans H. Fillie að hafa samband við hr Boldu- an hvað hann gerði og fékk þær upp- lýsingar að einhver hr. Meyer hefði sjálfur verið viðstaddur morðin í Jekatainburg og væri fús til að vinna eið að því að ekki hefðu allir verið líflátnir en hr Meyer vildi fá nokkra þóknun og hún var viss mánaðarleg greiðsla frá þeim degi er hann gengi inn í vitnastúkuna og 200.000 ster- lingspund í eitt skifti fyrir öll ef Anna Anderson yrði viðurkennd af dómstólununi sem Anastasía. Sama dag og mér barst þetta bréf í hendur, segir dr. Vermchren, skrif- aði ég svohljóðandi svarbréf til hr. Bolduaih Ég þakka yður fyrir þá fyrirhöfn sem þér hafið haft vegna málefnis vinar yðar, en raunverulega hefur vitnisburður vinar yðar ekki svo mikla þýðingu fyrir okkur. Sú stað- reynd að yngsta dóttir zarsins hafi komist undan, hefur svo oft komið fram, að við þurfum ekki fleiri vitni en það að Anna Anderson verði viður- kend sem hún, mundi ekki þýða það að hún hefði eyri meira milli handa, en hún hefur í dag. 1 apríl 1956 sendi lögfræðingur erfingja stórhertogans af Hessen dr. Krampff, dómstólunum í Berlin skriflegt plagg — þess efnis að Framhald i nœsta blaði. Morðnóttin í Jekat.erinburg, þar sem ke’sarafjölskyldan var myrt, öll nema . . . f VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.