Vikan


Vikan - 16.04.1959, Blaðsíða 22

Vikan - 16.04.1959, Blaðsíða 22
ER FÚLK SKYNSAMT I PENINGAMALUM OG FLEIRI HUGLEIÐINGAR Peningar eru hlutur, sem enginn þykist hafa nðg af, en öflun þeirra og meðferð er fyrir flest fólk mjög mikið vandamál. Skýrslur sýna, að rifrildl út af peningum eiga sinn þátt í nær öll- um fjölskyldudeilum og skipta ákaflega miklu máll í nær öllum hjónaskilnaðarmálum. Hln tvö öfgatilfelli af sálsýki á peningasviðinu eru í fyrsta lagi nirflarnir, sem heldur kjésa að verða hungraðir og illa til fara en að snerta við fjárfúlgum þeim, sem þeir hafa safnað saman; í öðru lagi eru það svo eyðsluseggimir, sem til dæmis erfa mikil auðæfi, en sóa þeim siðan á skömmum tima með óhófslifnaði sínum. Á milli þessara tveggja öfga eru milljónir venju- legra einstaklinga úr öllum stéttum, ríkir og fá- tækir, menntaðir og fáfróðir, sem hafa meiri eða minni áhyggjur af því, hvernig þeir geti afl- að péninga og hvernig þeim skuli eytt. Það eru ýmsar manngerðir aðrar en nirflar og hinir raunverulegu eyðsluseggir, sem fara óskynsamlega með peninga. Ein tegund fólks finnur vissa valdatilfinningu í því að eyða pen- ingum og myndi borga hvaða verð, sem væri, fyrir eitthvað, sem það langar til að eignast. önnur tegund er prúttarinn, sem eyðir peningum mjög hirðuleysislega í hluti, ef hann aðeins held- ur, að hann sé að græða á seljandanum. Enn önnur tégund er náunginn, sem eyðir fé sínu til m' að sýna það, og sóar því þá oft mjög freklega og heimskulega í von um, að það veki eftirtekt nágranna og samstarfsmanna. Allir þekkja fátækar fjölskyldur, sem kom- ast alveg hjá skuldum og ná þvi að lifa mjög hamingjusömu lífi; flestir kannast einnig við fjölskyldur með geysimiklar tekjur, sem samt eru þjakaðar af skuldum og stöðugt að veita sér einhvern munað, sem þær geta hæglega komizt af án. Hinar fyrri fara viturlega með fé, hinar síð- arnefndu heimskulega. Sá, sem fer vel með fé, er í rauninni ekki svo ólíkur flestum okkar. Hann hlakkar til útborgunardagsins, nöldrar út af því, hve verðlagið er hátt, reynir að leggja svolitið fyrir til framtíðarinnar, liður betur, þegar hann hefur borgað reikningana sína, og notar peninga sína á skynsamlegan hátt til að fullnægja þörfum sínum og fjölskyldu sinnar. Getur fullorðið fólk aukið greindarvísitölu sína? Nei. Greind er hæfileikinn til að læra og hag- nýta sér fengna reynslu, og þessi hæfileiki nær hámarki á aldrinum 15—20 ára. Þetta hámark greindarþroska markar endi greindaraukningar, alveg eins og líkamlegur fullþroski, í kringum 18 ára aldur, markar endi líkamsvaxtarins. Margt fólk á erfitt með að samræma lok greindarþroskans vlð sína eigin reynslu. Venju- lega stafar þetta af þvi, að það setur greind I samband við lærdóm í stað hæfileikans til þess að læra. Greindai-próf veitir kennurum mjög mikilsverða leiðsögn um, hvers konar menntun búast megi við, að komið geti ungu fólki að gagni, og síðar meir, í hvers konar störfum það megi búast við sæmilegum árangri. Það eru til hæfileikapróf á mörgum sviðum, sem eru búin til með það fyrir augum að hjálpa einstaklingum til að velja sér það starf, sem þeir eru líklegastir til að ná góð- um árangri I. Þó að allt þetta skipti miklu máll og sé mjög gagnlegt, þá er alltaf sú hættan á, að áherzla á prófaðferðir yfirskyggi atriði, sem jafnmiklu máli skipta í hamingjusömu starfi, svo sem tilfinningar, framalöngun, dugnað o. fl. Skilja flestir foreldrar þroslta barna sinna? Flestir foreldrar þekkja einkenni líkamlegs og andlegs þroska, en það er vafasamt, hvort meiri hluti fólks þekki fullkomlega þau breytingar- einkenni, sem stafa af auknum tilfinninga- og félagsþroska frá ári til árs. Breytingar sprottn- ar af auknum andlegum og líkamlegum þroska eru skoðaðar sem eðlilegar, en breytingar, sem orsakast af auknum tilfinninga- og félagsþroska og sem eru jafn eðlilegar, eru oft misskildar og VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.