Vikan - 16.04.1959, Blaðsíða 9
STUTT - SPEI
er ekki snar í snúningum, og ég vil að hann sé
búinn, þegar ég kemst á fætur."
„Já,‘‘ sagði Julie. Hún gekk að klæðaskápnum
í fordyrinu og kom aftur með fangið fullt af föt-
um. Hún var að leita í vösunum, þegar Tom
sagði, „komdu Julie.“
Hann tók í hönd hennar. „Þú hefur áhyggjur
út af einhverju," sagði hann. „Hverju?"
„Engu“.
„Þú hefur aldrei verið leikin í því að ljúga.
Hvað er að, Julie?“
„Ekki neitt.“
„Jæja þá, eins og þér sýnist.“ Hann sleppti
hönd hennar, og hún gekk aftur að fötunum, sem
lágu á einum stólnum. Hún óttaðist, að hann læsi
hugsanir hennar. Hún lagði frá sér jakkann og
tók upp frakkann, sem hann notaði einungis,
þegar hann ók í b.lnum. Og það táknaði, aJ hann
haf Ji ekki verið í honum, síðan kvöldið... Hún
tók hanzkana úr vasanum og fleygði frakkanum
ofan á jakkann.
„Þessir hanzkar,“ sagði hún, um leið og hún
sýndl honum þá. „Hvar —?“
Þessir hanzkar heyrðist bsrgmálað hið innra
með henni. Þessir hanzlcar, þessir hanskar, lægra
og lægra, þar til ekkert heyrúist lengur.
Hanzkinn.
Grár leðurhanzki, þakinn dökkbrúnum blett-
um. Vísifingurinn rifinn. Biturt bragðið í munni
hennar. Eigandi hanzkans, ókunnur maður, sem
sat í hægindastólnum, rétti út höndina og sagði
eitthvað.
„Fáðu mér hann, Julie,“ sagði Tom.
Hún leit á hann og vissi, aö þau áttu sér ekki
lengur nein leyndarmál. Hún horfði á svitaperl-
urnar renna niður enni hans, niður náfölt and-
litið. Hún sá skína í tennur hans, glampa í aug-
um hans, þegar hann reyndi að standa á fætur.
Hann gafst loks upp, örmagna.
„Hlustaðu á mig, Julie, sagði hann. „Hlustaðu
á mig, og vertu nú skynsöm.“
„Þú,“ sagði hún máttleysislega. „Það varst
þú.“
„Julie, ég elska þig!“
„Það varst þú. Eg skil þetta ekki.“
„Eg veit það. Ég varð skyndúega brjálaður.
Eg hafoi unnið of mikið. Og þegar skyndilega
tók að halla undan hjá mér, drakk ég mig fullan
og fann ekki lykilinn, þegar ég ætlaði inn. Þá
skeði það. Ég veit ekki hvað það var, en það kom
einhver dýrsleg kennd upp í mér. Ég sá þig þarna,
og mig langaði ósegjanlega til þess að — ég veit
ekki einu sinni sjálfur hversvegna! Spurðu mig
ekki! Ég var búinn að vinna of mikið. Svona fer
fyrir öllum, sem vinna of mikið. Maður er alls
staðar að lesa um þetta. Þú veizt sjálf, Julie. Þú
veröur að líta skynsömum augum á þetta!“
Julie hvislaoi. „Ef þú hefðir sagt mér, að það
hafi verið þú. Ef þú hefðir sagt mér það. En þú
sagðir mér það ekki.“
„Vegna þess að ég elska þig.“
„Nei, en þú vissir hvernig mér var innanbrjósts,
og þú snerir við mér baki. Þú fékkst mig til þess
a<5 segja, að það væri Brunner. Þú átt alla sök-
ina — þú vildir láta mig benda á alsaklausan
mann, drepa hann. Þú reyndir aldrei að drepa
hann. Þú vissir, að það myndi ég gera fyrir þig.
Og það' hefði ég gert!“
„Julie, Julie, hvaða máli skiptir Brunner? Þú
veizt hvei-nig hann er. Hann er úrkynjaður mann-
ræfill. Það er landhreinsun að drepa slíka menn.“
Hún hristi höfuðið. „En þú vissir, að hann
gerði það ekki. Hversvegna þurfti endilega að
benda á einhvern saklausan mann?“
„Vegna þess að ég var ekki viss! Allir sögðu,
að þegar þú værir búin að jafna þig, myndirðu
muna allt mun bétur en áður. Svo að ef Brunner
— ég á við, þannig var allt á hreinu! Þú myndir
ekki hafa hugsað meir um það!“
Hún sá, að ef hann hallaði sér áfram, gæti
Framhald á bls. 13.
SÖGULOK
Þær vélar sem endurbyggðar eru hjá okkur, eru með
,,merkiplötu“ sem tilgreinir öll mál á þeim slitflötum
sem endurnýjaðir hafa verið, og hvenær verkið var
unnið.
ATH.:
Endurbygging vélarinnar kostar aðeins brot
af verði nýrrar.
BRAUTARHOLTI 6
SlMAR 19215 — 15362
TRYGGIIMG YÐAR
X
mmm okkar
X
9
VIKAN