Vikan - 16.04.1959, Blaðsíða 10
Norðmenn hafa gnægð trjáviðar í landi sínu
og norsk húsagerð hefur mótazt af því. Timbrið
er nærtækt og ódýrt byggingarefni í Noregi og
úrkoma er þar viðast minni en hérlendis og
þessvegna eðlilegt að þessi náttúruauðæfi séu
notuð. Norskar aðstæður eru á margan hátt svip-
aðar íslenzkum og einmitt vegna þess hafa ýms-
ar norskar fyrirmyndir gefizt vel hér.
Þetta einbýlishús stendur við Oslófjörðinn og er
115 ferm. að flatarmáli. Daglegur íveruhluti húss-
ins, tsofa og eldhús, eru á einni hæð. Svefnher-
bergin og baðherbergið eru í sér álmu og undir
þeirri álmu er kjallari með geymslu, þvottahúsi,
kyndingu og gufubaði. Bílskúrinn stendur nokkuð
frá húsinu, en er tengdur við með bitum eins og
myndin sýnir. Innra skipulag hússins, hið eilífa
vandamál, virðist fremur vel leyst. Eldhúsið er
mjög vel staðsett með innréttingum á tveim
veggjum. Borðkrókur er ekki í því, en borðstofa
er áföst við það. Stofan og borðstofan mynda
skemmtilega heild, en flestir mundu hafa glugga
á vesturvegg borðstofunnar fremur en á norður-
vegg. 1 svefnálmunni eru skápar meðfram veggn-
um á ganginum og baðherbergið er haft sem
næst miðju hússins. Þegar planið er þessu líkt,
er baðherbergið þó oft haft sem næst hjónaher-
bergi, en sérstakt salerni við forstofuna. 'Crtlit
hússins er vinalegt og mundi það sóma sér vel
í íslenzku landslagi. Vesturveggurinn er fram-
lengdur til skjóls og húsið er málað gult. Þakinu
hallar aftur og sá halli er látinn koma fram
að innan eins og myndin úr stofunni ber með sér.
Loftið er klætt með misþykkum panel.
MORSKT EINBÝLISHIJS
Milli bílskúrsins og hússins er
steinlögð stétt og gert yfir
hana með bitum. Að neðan er
mynd úr stofunni.