Vikan


Vikan - 16.04.1959, Blaðsíða 25

Vikan - 16.04.1959, Blaðsíða 25
BÆRNÆ GÆMÆN Einu sinni var gömul gylta, sem átti þrjá grísi, og þar sem hún gat ekki fætt þá alla, sendi hún þá út í heiminn til að leita gæfunnar. Fyrsti grísinn mætti manni með viðaræki og sagði við hann: „Gefðu mér dálítið af viði, svo ég geti byggt mér hús.“ Og maðurinn gerði það. Daginn eftir barði úlfur að dyrum hjá honum og sagði: „Litli grís, lof mér að koma inn!“ „Nei, ónei, ekki til að nefna!“ „Þá blæs ég og fnæsi og blæs húsið þitt um koll.“ Og úlfur- bældi niður reiðina. „Það eru fallegar perur í aldingarði hérna skammt frá, ég ætla að koma klukkan fjögur í fyrra- málið.“ Morguninn eftir fór grísinn á fætur klukkan þrjú og var uppi í perutrénu, þegar hann sá úlfinn. f fyrstu vissi hann ekki, hvað hann átti að taka til bragðs, því að ef hann færi niður úr trénu, myndi úlfurinn éta hann, og hann gat setið undir trénu allan daginn. Þess vegna sagði grísinn: „Þetta eru fyrirtaks perur, ég ætla að henda nokkr- ÞRÍR LITLIR GRÍSIR inn gerði það og át litla grís- inn upp til agna. Annar grísinn mætti gamalli konu með prikakippu á bakinu og sagði: „Vilt þú gefa mér nokkur prik, svo ég geti byggt mér hús ?“ Konan gerði fúslega eins og hann bað, og hann byggði sér samstundis hús. Skömmu síðar kom úlfurinn í heimsókn til hans og sagði: „Litli grís, lof mér að koma inn.“ „Nei, ónei, ekki til að nefna.“ „Þá blæs ég og fnæsi og blæs hús þitt um koll,“ og það gerði hann og át hann líka. Þriðji grísinn mætti manni með nokkra múrsteina og sagði: „Viltu gefa mér nokkra múr- steina til að byggja mér hús?“ Maðurinn gerði það, og grísinn byggði sér einkar fallegt hús. Þegar það var nýreist, kom úlfurinn og sagði: „Litli grís, lof mér að koma inn.“ „Nei, ónei, ekki til að nefna.“ „Þá blæs ég og fnæsi og blæs húsið þitt um koll.“ En að þessu sinni blés hann og fnæsti árangurslaust. Þá sagði úlfurinn: „Litli grís, það eru fallegar rófur í garðinum hjá honum Bimi bónda. Ég ætla að koma klukkan fimm í fyrramálið og fara með þér þangað.“ „Allt í lagi,“ sagði grísinn. En hann var slunginn og fór á fætur klukkan þrjú og var kom- inn heim aftur löngu áður en úlfurinn barði að dyrum. Þegar hann kom, sagði grís- inn: „Þú kemur of seint, ég er búinn að fara í rófugarðinn." „Jæja,“ sagði úlfurinn og um þeirra niður til þín.“ „Ö, þakka þér fyrir,“ sagði úlfurinn, „það er fallega gert af þér.“ Grísinn kastaði þeim eins langt og hann gat, og sumar þeirra fóru svo langt, að með- an úlfurinn var að sækja þær, gat grísinn komizt niður úr trénu og hlaupið heim til sín. Næsta dag kom úlfurinn aft- ur og sagði: „Það var illa gert af þér að hlaupa svona fljótt heim í gær, því að ég ætlaði að segja þér frá stóra markaðn- um, sem haldinn er í þorpi hérna skammt frá. Langar þig ekki til að fara þangað?“ „Öjú, vissulega langar mig til þess,“ svaraði grísinn. „Allt í lagi, ég ætla að koma. klukkan tíu,“ sagði úlfurinn. En grísinn fór snemma á fæt- ur, og ef hann hafði skemmt sér vel í tvo eða þrjá tíma á markaðnum, hugsaði hann, að nú færi að líða að því, að úlf- urinn kæmi. Hann náði sér nú í tunnu skreið inn í hana og lét hana velta svo hart með sig ofan hólinn, að hún flumbraði úlfinn, um leið og hún fór fram hjá honum. Morguninn eftir barði úlfur- inn að dyrum hjá grísnum og sagði: „Litli grís, lof mér að koma inn.“ „Nei, ónei, ekki til að nefna.“ „Þá skal ég blása og fnæsa og blása húsið þitt um koll,“ sagði úlfurinn. En grísinn svaraði: „Ö, ég held þú megir blása og fnæsa, eins og þig lystir, húsið hreyf- ist ekki mikið fyrir því.“ Úlfurinn varð bálreiður, því að hann hafði svo oft orðið að láta í minni pokann, og sagði: „Ég skal komast inn gegnum reykháfinn.“ En þegar grísinn heyrði það, bar hann í skyndi saman hrúgu af limi og hálmi og kveikti í, og þegar úlfurinn skreið niður reykháfinn með1 höfuðið á undan, festi hann sig á króki, sem grísinn hafði sett þar, er hann byggði húsið, og ; þar sat hann fastur, þar tÖ hann var brunninn til bana. Þykir þér gaman að ýmsu óvenjulegu? Ef svo er, munt þú liafa mikla ánægju af því að lita þessa mynd. Þú þarft aðeins að lita reitina eins og bókstafimir segja til um. K á að litast rautt, P bleikt, G grænt, O appel- sínugult eða orange, Y gult, V fjólublátt (violet), Br, brúnt, Bk. svart. Af hverjni er myndin? Getið þið fundið í hvaða átt gerfitunglið hefur farið frá eldflauginni í miðjum hringnum? Byrjið við eld- flaugina og reynið að komast að gerfitunglinu. Auð- vitað má ekki fara yfir nein strilt. VIKAN 25'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.