Vikan - 07.05.1959, Blaðsíða 9
„Klukkan nákvæmlega fjörutíu og sex mínút-
ur yfir tólf.“
„Hvernig vitið þér það?“
„Þegar fyrsta skotinu var hleypt af, sneri ég
mér og leit á klukkuna.“
Haföi honum brugðið, hugsaði ég, þegar hann
sá rangan mann liggja í valnum? Klukkan var á
veggnum við barborðið. „Þá hjlótið þér að hafa
séð, þegar hinum skounum var hleypt af, Paq-
uette ?“
Hann kveikti sér í sigarettu, og mér fannst
hann skjálfa lítilsháttar. ,,Ég sá, að Manion und-
irforingi stóð uppi við barinn, hallaði sér áfram
og benti á eitthvað bak við barinn.“
„Hvar við barinn stóð Manion undirforingi?“
Hann benti. „Nálægt miðjunni þarna. Það var
eini staðurinn, sem laus var. Stólarnir við bar-
inn voru þéttsetnir. Barney hafði boðið öllum í
glas. Hann var örlátur þannig. Undirforinginn
sneri sér við og fór út, um leið og hann haðfi
hleypt af. Ég hljóp út á eftir honum.“
„Hvað gerðist þá?“
„Þegar ég kom út, snerist hann á hæli, leit
á mig og sagði: „Langar þig lika, kunningi ?“
Ég reyndi að láta á engu bera og hélt áfram:
„Hvað gerðuð þér þá?“
„32g sagði: „Nei, takk,“ og flýtti mér aftur inn.“
Þetta var jafnvel verra fyrir okkur en það,
sem staðið hafði í blöðunum; þessar hótanir und-
irforingjans míns samræmdust ekki beinlínis við-
bárum okkar; þetta voru ekki orð manns, sem er
viti sítnu fjær af slíku ógnaráfalli og yfirbugaður
af sorg. En ekki gefast upp.
„Var Barney enn lifandi?"
„Nei, hann hafði bersýmlega dáið samstundis.
Fimm af sex skotum lentu í honum. Hann var
dauðadæmdur. “
„Eigið þér við að hann hafi ekki getað varizt?“
Hraðmæltur: „Ég á við, að honum varð ekki
unankomu auðið.“
„Fóruð þér og lituð á Barney," spurði ég.
„Já.“
„Rannsökuðuð þér lík hans?“
„Já, en ekki nema lauslega, þar til ég rak
alla út úr barnum og læsti.“
„Hvað var klukkan þá?“
„Um eittleytði. Það þurfti í rauninni ekki að
biðja neinn um að fara, flestir flýðu, þegar þeir
heyrðu skothríðina.“
„Svo að loks voruð þér einn eftir ásamt lík-
inu?“
EFTIR
RDBERT TRAVER
„Ja, já. Einhver varð að bíða eftir lögreglunni."
„Hver hringdi í hana?“
„asg-.“
„Hvenær ?“
Hann hikaði andartak. Eg sagði: „Það skiptir
engu hvaðan það kemur. Ég fæ að vita það hjá
lögreglunni, ef þér segið mér það ekki.“
„Ég var að hugsa,“ sagði hann. „Um það bil
fimmtán minútur yfir eitt, mætti ég segja.“
„Ja, hérna. Hversvegna hringduð þér ekki fyrr
í lögregluna, Pquette?"
„Það var allt í uppnámi, og — ég — ég hef
víst bara gleymt því.“
„Hm, húsbóndi yðar er skotinn til bana klukk-
an fjörutíu og sex mínútur yfir tólf — þótt allt
sé í uppnámi, takið þér eftir því — og svo dettur
yður í hug, hálftíma síðar, að ef til vill ætti að
hringja i lögregluna, yður datt það einfaldlega
ekki í hug fyrr, eða er ekki svo?“
„Einmitt," hreytti hann út úr sér.
„Hvenær kom svo lögreglan?"
„Stuttu eftir tvö — það er langt til stöðvar-
innar og vegurinn ekki sem beztu.“
„Já, veit ég það.“ Ég þagnaði. „Svo að þér
voruð einn ásamt likinu í rúma klukkustund ?“
„Já, það er rétt.“
„Gott,“ sagði ég. „Var það þá sem þér tókuð
svotvopnið burt úr barnum og komuð þvi undan?“
Hann starði í augu mér. Augu hans voru hat-
ursfull, og skyndilega virtist bregða fyrir í þeim
ótta.
„Hvaða skambyssu?" sagði hann rólegur og
reyndi að ná valdi á rödd sinni. „Ég skil ekki
við hvað þér eigið. Hver var að tala um skam-
byssur. Ef þetta á að vera einhver lögfræðigildra,
þá er bezt að þér farið strax. Ég hef annað að
gera.“
„Þér virðist þegar hafa fallið í eina „lögfræði-
gildruna," kunningi. Ég sagði skotvopn ekki
skambyssa! Hvað gerðuð þér við skammbyss-
una?“
Skyndilega varð hann náfölur, og allur á varð-
bergi. „Nú, það — það hefði tæplega getað verið
riffill," sagði hann sér til varnar.
„Það veit ég aldrei,“ sagði ég. „En þér sögðuð
skambyssa — ekki ég. Þér munið eftir þessu
fyrir rétti. Þér skuluð vara yður á þessari gildru
næst.“
„Er þetta allt og sumt?“ spurði hann kulda-
lega. „Ætluð þér að spyrja mig um eitthvað
annað ?“
„Það fer ekki hjá því,“ sagði ég. „Hafði Barney
farið út um kvöldið?"
Ólundarlega: „Já.“
„Hvenær ?“
„Um ellefuleytið, stuttu eftir að frú Manion
fór.“
„Hvenær sáuð þér hann næst?“
„Um miðnætti, stuttu áður en hann tók við af
mér.“
. „Hafði hann skipt um föt?“ spurði ég. Ég
fékk ekkert svar, svo að ég endurtók spurning-
una. Hann þagði enn. „Verð ég að minna yður á,
að ég get komizt að þessu hjá öðrum, ef þér
segið mér það ekki?“
„Hversvegna spyrjið þér þá ekki aðra?" spúrði
hann æstur. „Hversvegna eruð þér þá að hrjá
mig?“
„Ég tala aðeins við eitt vitni í einu,“ sagðj ég.
„Nú er ég að tala við yður.“ „Nú er ég að tala
Framhald á bls. 13
VIKAJSf
9