Vikan - 07.05.1959, Blaðsíða 21
„Gilles... Hvað ... Ef til vill reiðist þú mér,
en ég sver, að það er ekki mér að kenna...
Mamma vildi ekki láta mig segja þér það, fyrr
en öllu þessu væri lokið ... Seztu við hliðina á
mér, Gilles . . . Taktu í höndina á mér... JBg
held . ..“
Hann settist aulalega á rúmstokkinn og tók
um hendur hennar, líkt og læknir, sem tekur á
slagæð sjúklings.
„Ég held... É?g held, að ég eigi von á barni,
Gilles.“
Hún þorði ekki að líta á hann, og hún hrædd-
ist þögnina, sem grúfði yfir herberginu.
Þá sá hann að hún gaut laumulega til hans
augunum.
„Geturðu ekkert sagt?“
„Hvað ætti ég að segja?“
Og þegar tárin tóku að renna af hvörmum
hennar, beygði hann sig yfir hana og kyssti hana.
EPTIRMÁLI:
KVÖLD I FONTENAY.
Þegar bíllinn var kominn upp síðustu hæðina,
sá Gilles ljósin í Fontenay, sem tindruðu eins og
stjörnur í kvöldrökkrinu. Og hann las úr þessum
ljósum, eins og aðrir lesa úr stjörnunum. Nálægt
mjólkurlituðu skýi, sem kom frá eimreið, sást
skær ljósrák. Þetta var Rue de la République.
Gilles myndi fara fram hjá hvítu dómkirkj-
unni á leiðinni. Þar myndi hann leggja bílnum
því að lit.la, þrönga gatan, sem hann ætlaði eftir,
virtist ekki staður til slíks. Rue du Cordouan var
brött, þröng gata en við hana voru lítil hús iðn-
verkamanna. Á einni hurðinni var látúnsklinka
— en hann myndi ekki þurfa að nota hana.
Hann hélt mest upp á þennan tíma dagsins,
kvöldrökkrið, þegar skuggarnir hvíldu yfir öllu
og gáf u veröldinni. dularblæ.
Var það ekki um þetta leyti, sem hann hafði
komið til La Rochelle? Var það ekki einmitt í
kvöldrökkrinu, sem hann var vanur að famða
Alice að sér á skuggsælum stígnum í skemmti-
garðinum ?
Já, það var einmitt um þetta leyti. Þannig hafði
það alltaf verið, en þetta var í fyrsta sinn, sem
honum varð það ljóst. Það er dýrum eiginlegt að
lifa sínar sælustundir á vissum tima sólarhrings-
ins. ,Hversvegna ætti það ekki einnig að vera
manninum eiginlegt?
Hann lét hugann reika til fortíðarinnar, borg-
irnar, göturnar — hann minntist þeirra ætíð í
kvöldrökkrinu .Var það vegna þess, að þetta var.
háttur foreldra hans? Þau þekktu tæplega morg-
unljómann. Því að þá voru þau vön að steinsofa
í einhverju hótelherberginu, bak við þykk glugga-
tjöld, þar sem morgunlífið var þeim ekki annað
en ómurinn frá götunni, sem barst þeim óljóst
til vitundar.
Þau fóru seint á fætur, stundum klukkan tvö
eða jafnvel seinna. Það var engin raunveruleg
máltíð og aldrei setið við borð. Þau nörtuðu í
snarl, sem keypt hafði verið kvöldið áður, og á
snyrtiborðinu voru alltaf brauðmolar eða ost-
bitar.
Hjá þeim hófst dagurinn, þegar honum var að
ljúka hjá öðrum. Og alls staðar í Evrópu voru
borgirnar eins um þetta leyti, sama andrúms-
loftið, sami leikur skugganna.
Seint um kvöld, eftir sýningu, var alltaf farið
á litla veitingahúsið bak við leikhúsið eða hring-
leikahúsið. Yfirleitt rak einhver uppgjafamaður
úr þeirra stétt veitingahúsið, og þar safnaðist
fólkið úr farandflokkunum — japanskir fim-
leikamenn, nokkrir dansarar, dúfutemjari, og
loftfimleikamennirnir.
Fæða þeirra var jafn heimsborgaraleg og líf
þeirra. Þau átu ungverskt Goulash, blinis frá
Litháen, fiska frá Kirjálabotni, pólska, reykta
gæs. Og samtalið snerist um sýningahöllina í
London, hirðsalinn í Viinarborg og speglahöllina
i Brilssel.
Niðursokkinn í hugsanir sínar gekk Gilles göt-
una á enda, og þá tók hann eftir grágrænum
bíl, sem stóð fyrir utan Café du Pont-Neuf, og
sá, að þetta var bíll dr. Sauvaget.
Þótt gluggatjöldin i veitingahúsinu væru dreg-
in fyrir, vissi Gilles, að læknirinn myndi sitja
við borð i horninu hægra megin, ásamt þremur
öðrum mönnum. Fyri framan þá myndi svo vera
ferningur úr rauðum flóka, þar sem þeir spiluðu
á spil.
Á hverjum degi á sama tíma sást hann þarna
sitjandi á daufni skímu kaffihússins. Á hverjum
degi fékk hann sér nokkur glös af sterku víni,
og skapofsi hans jókst þegar á leið, og loks
yfirgaf hann kaffihúsið bölvandi og ragnandi.
Gilles lagði bíl sínum á Place Viéte, og stuttu
siðar bergmálaði fótatak hans í Rue du Cor-
douan. Hann hafði þegar tekið eftir veiku Ijósi í
einum glugganum til hægri. Látúnsklinka •— en
hann þurfti ekki að nota hana. Fjögur skref enn,
næstum hljóðlaust eftir ganginum. Dyrnar opn-
uðust.
„Gott kvöld, Gilles."
Litla húsiö i Rue de l’Evescot hlýtur að hafa
verið likt þessu. Húsgögnin voru látlaus, en allt
niður í skörunginn með látúnshandfanginu virt-
ist gegna sínu merka hlutverki. 1 þessu húsi,
var maður næstum líkamlega var við nið tím-
ans; maður fann mínúturnar líða eins og maður
Fravih. á bls. 22.
Framhaldssaga eftir G. Simenon
ðuHfO-
l•llll•••ll•l••l■llllll(•
VIKAN
21
J n - -
ilrtiiiiiiiiiiirtliiiiiti*niiiniii»Hiiiiiiiln»iii<nnuiniimwhiini»iii»imirtiuini»tiirtiiiiiiiunmiimiiiMiiiiiiiimr’»tiiiHn»tii