Vikan


Vikan - 07.05.1959, Blaðsíða 23

Vikan - 07.05.1959, Blaðsíða 23
pabbi fóru í burtu saman. Skiluröu það?“ Orð gátu ekki tjáð hugsanir hans, því að í huga hans byltust ljós og skuggar, skuggar í Rue de l’Escale nálægt tónlistarskólanum, þar sem tvær verður afréðu að hverfa á brott og kynnast heiminum. Hann hugsaði um kirkjugarðinn i Nieul. Amma hans með fingerðu andlitsdrættina. Hún hafði átt tvo syni. Annar þeirra hafði haldið á brott með fiðlu undir handleggnum. Hinn hafði verið kyrr. Móðursystir hans hafði gifzt Eloi. Hún hafði einnig verið kyrr. En hann var ekki maður til þess að vera kyrr. Flóttamannablóð rann í æðum hans, og um leið og hann hafði stigið fæti sínum inn í húsið við Quai des Ursulines, vissi hann, að í æðum Colette rann sama blóð. Var það ekki vegna hennar, var það ekki til þess að flýja hana, sem hann hafði gifzt Alice? Árangurslaust. Hann vissi það nú. Og baráttan var um garð gengin. Hann eudrtók lágt: „Er það ekki, Colette? Förum við ekki sam- an?" Hann reyndi ekki að nálgast hana. Þessi einfalda spurning sagði meira en faðm- lög, og hann endurtók niðurbæidri röddu: „Förum við ekki saman?1' Borðið var á milli þeirra. Colette starði á hann. Hún færðist ekki undan. Loks rétti hún út hönd- ina og fingur hennar snertu fingur Gilles. „Heldurðu það?“ tautaði hún eins og i draumi, eins og hún sæi fyrir sér komandi ár, hamingju þeirra og sorgir. „Já.“ Um leið virtist hula falla frá andliti Gilles, og skyndilega brauzt fram bros á vörum hans, ó- svikið bros ungs manns. Hann stökk upp og velti um bolla. Síðan greip hann báðum höndum um axlir Colette og lyfti henni upp. „0! Colette!" Þetta var öllu fremur sagt af þakklæti en blíðu. Hún hafði leyst hann úr læðingi. Hann gat nú ekki litið björtum augum á framtíðina. Loksins hafði hann brotið af sér við þær, sem höfðu þjáð hann frá barnæsku. Hann hafði endurheimt æsku sína; hann var næstum orðið barn á ný. „Colette! . . . Colette! ..." endurtók hann og þrýsti henni svo fast að sér, að henni lá við köfnun. Hvað gat hann sagt? Hann hikaði, síðan stam- aði hann: „Þakka þér fyrir!" Þegar þau litu loks í kringum sig, fundu þau til sömu kenndar og sjúklingu, sem loks er að ná bata. „Við verðum að ræða þetta í alvöru, Gilles." Hún sagði þetta, án þess að meina það. Því að henni var nú sama um allt. Þau gátu ráð- gert ýmislegt, eins og skynsömu fólki bar, en henni var þetta ekki lengur annað en leikur einn. „Hvað eigum við að gera?“ Hann vissi, að henni var sama, að hún ótt- aðist ekki þá framtíð, sem þau áttu í vændum. „Við getum gert hvað sem þú vilt. Ég get leikið á ferns konar hljóðfæri, Eg get meira að segja . . .“ Viðkvæmt bros ekki laust við stolt. „ ég get jafnvél sýnt töfrabrögð. Eg kann flest brögð föður míns. Hversvegna skyldum við ekki lifa eins og þau?“ 1 sama bili fylltust augu hans af tárum og hann sneri sér undan. Foreldrar hans höfðu vaknað til lífsins; þau áttu sinn þátt í ákvörðun þeirri, sem hann var að taka. Honum fannst hann næstum geta talað við þau. Hann þurfti ekki að hafa áhyggjur út af Mau- voisin-peningunum. Alice myndi fá þá, og vafa- laust myndi hún verða sælli án Gilles en með honum. ,Ef þú aðeins vissir, Colette, hve ég . . .“ Hvað átti hann að segja? Engin orð gátu tjáð hugsanir hans. Hjarta hans barðist í brjósti hans, hann virtist svífa í lausu lofti og líkami hans virtist ekki lengur holdlegur. „Ef þú vissir hve ég . . .“ Hún var svo létt, svo viðkvæm þar sem hún stóð fyrir framan hann, að hann gat ekki á sér setið og tók hana upp, eins og hann ætlaði að bera hana á enda veraldar. Þegar hann setti hana niður á ný, hlógu þau bæði og grétu í senn, og í gegnum tárin sáu þau andlit hvors annars í móðu, eins og andlit í draumi. SÖGULOK Þær vélar sem endurbyggðar eru hjá okkur, eru með „merkiplötu“ sem tilgreinir öll mál á þeim slitflötum sem endurnýjaðir hafa verið, og hvenær verkið var unnið. ★ ATH.: Endurbygging vélarinnar kostar aðeins brot af verði nýrrar. ★ VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.