Vikan


Vikan - 07.05.1959, Blaðsíða 20

Vikan - 07.05.1959, Blaðsíða 20
Gilles sat klukkustundum saman, rannsakaði við að ég liringi í þig öðru hvjrju ? Hvernig tek- skjöl, skifaði undír ávísanir og ónýtti eitt og eitt ur hún því?“ skjal. Hversvegna átti hann að fara til Royan „Ágætlega." með Alice og foieldrum hennar? Hann fann til engu minni oinmanakenndar í nærveru þeirra en þegar hann var einn i herberginu sínu. Þau höfðu ekki gert á hlut hans, og það var unun að sjá stolt og áængju frú Lepart, þegar hún sveif inn á tehúsið. „Góða Alice, að eiga svona eiginmann . . .“ „Já mamma, . . . ég veit. Hann gefur mér allt, sem ég vil.“ Hvað kostaði þetta han nsvo? Það skipti hann engu. „Ætlarðu ekki að fara til Colette?“ Ekki strax. Auðvitað myndi hann fara, en hann vissi ekki hvenær . . . Þau höfðu farið fram hjá Rochefort, og nú 6ku þau eftir þráðbeinum veginum, þar sem sá- ust hópar af hjólreiðamönnum á leiðinni heim úr hvitasunnuferðinni. I aftursætinu sat frú Le- part og brosti blíðlega og veifaði stöku sinnum til vegfaranda, en maður hennar sat og reykti pípu sína þegjandi. Alice lagði hönd sina á hné Gilles. Hann þótt- «st ekki taka eftir þessu. Tíu eða fimmtán kíló- metrúm frá bænum hallaði hún sér að honum og hvíslaöL „Gilles . . Hann norfði stööugt fram á veginn. „Éíg verð að tala við þig, Gilles.“ Hann svaraði eins einfaldlega og unnt va: „A morgun.“ Þegar þau komu til La Rochelle sáu þau, að svalirnar við kaffihúsin voru troðfullar af fólki. Til þess að forðast allan þennan fjölda, ók Gilles eftir útjaðri börgarinnar. Hann nam staðar við hús Leparts í Rue Jourdan. „Viljið þið ekki koma inn stundarkorn? Jæja . i . Auðvitað —- óttalegur kjáni er ég! Gilles hlýtur að vera þreyttur." Þegai þau komu heim hélt hann þegar í stað upp á ' vinnustofu sína, enda þótt helgidagur v- ri. „Er ég fyrir þér, Gilles?“ Alice leit um vinnustofu hans, þar sem henni fannst hún óvelkominn gestur. Gilles gaf henni ti Ikynna, að hún væri einmitt fyrir honum, og hún hörfaði út um dyrnar um leið og hann tók upp sómtólið. Eftir nokkai' klukkustundir væri cllu lokið. jímin nhringdi stanzlaust þennan dag, og stund- um sat Gilles og hélt um tólið og beið þess að shninn hringdi á ný. „JltiEquet?“ „Þetta gengur vel. Fyrst ætluðu áheyrendur að láta ci'. .n taka, en dómarinn hótaði að reka alla út." Nqkkium tögum áður hafði Gilles fatrið sjálf- Vffií dóms r' ?rins, og hann hafði séð fyrir sér daginn úrl- ^.íka. Gluggarnir hlytu að vera opnir upp' í) ,át1, vegna þess að salurinn myndi vera troðfui.ar af fólki. (rHún er saliaróleg. Þegar hún kom inn horfðist hún i augu við iólkið.“ Klukkan ellefu var hringt frá Fontenay-le- Comte. „GiUes? Svo að þú fórst ekki. Ég bjóst ekki við því . . . Já, það er miklu betra. Er þér illa Þögn. „Ég ætla að hringja seinna. V:rtu blessaður, Gilles.“ „Bless.“ Babin hringdi næstur. Hann hringdi frá her- bergi lögfræðingsins. Hann talaði mjög lágt og var auðheyrilega með munninn þétt upp að tól- inu, því að hann var greinilega þvöglmæltur. „Þetta gengur allt vel . . . Huard var að koma út vitnastúkunni . . . Eins og við gerum ráð fyrir, já.“ Þetta táknaði, að þegar Huard kom í vitnastúk- una, hafði mikilvægi orða hans komið honum sýnilega á óvart. Vissulega mundi hann eftir dós, sem opnuð hafði verið, en hvort það hafi verið rottueitur . . . Hversvegna hafði hann sagt það? Lögfræðingurinn hafði staglazt svo á þessu, að loks hafði hann sagt ,,já“ til þess að fá frið. Þennan sama dag hafði hann keypt nokkrar dósir af fernis. En það var svo langt síðan. Klukkan tólf. Rinquet aftur. „Gilles? Þeir ætla að reyna að ljúka þessu í dag. Þeir hafa tekið sér hlé til klukkan eitt.“ Bíll Plantels nam staðar fyrir utan. TJtgerðar- maðurinn stökk upp stigann og óð inn í her- bergi Gilles án þess að banka, eins og hann væri einn úr fjölskyldurmi. „Pjú! Það er heitt þarna!“ stundi hann og lét fallast í stól. „Og samt sat ég i eina bezta sæt- unum aftast í réttarsalnum. Mér lánaðist að ná tali af Penoux-Rateaud. Hann segir, að þetta fari allt vel. Það er allt undir þessum heyrnarlausa gamla manni komið. Ef hann hefur lært hluverk sitt vel.“ „Og Gérardine frænka?" „Stendur sig eins og hetja. Maður gæti haldið, að hún væri þarna til þess að sakfella hina. Tvisvar sinnum greip hún fram í fyrir dómaran- um. Ég verð að fara. Ég verð að fá mér að borða, áður en ég fer aftur.“ Hann nam staðar við dyrnar, og rödd hans lýsti nú ekki eins mikilli sjálfsánægju: „Þetta er allt fyrirfram ákveðið i kvöld, er það ekki? Nema . . .“ Gilles kinkaði kolli. „Gilles!“_ ' Það var Linquct enn einu sinni. „Þetta smágengur! Penoux-Ratcud er í essinu sínu. Það er engu líkara en að lögreglan sé fyrir rétti.“ „Hvað var það, Marthe?“ Vinnukonan hafði bankað og opnað dyrnar. „Frúin bað mig að segja yður ... að . . .“ „Segið henni, að ég vilji ekki láta trufla mig.“ Lokaræðurnar fyrir kviðdómendum. „Halló! . . . Það bíða að minnsta kosti tvö hundruð manns fyrir utan dómshöllina .. .“ Klukkan sex. „Kviðdómendur eru enn að íhuga málið. Þeir segja, að það sé gæfutákn. Dómarinn sagði í ræðu sinni, að ef einhver vafi leyndist í hugum þeirra.. .“ Gilles var að þrotum kominn, þegar hann lyfti símtólinu enn einu sinni. „Já . . . Hvað þá . ..“ „Gérardine Eloi hefur verið sýknuð, og allt er í uppnámi.“ Næstu tíu mínúturnar sat Gilles kyrr við skrif- borð frænda sins. Fyrir framan hann lágu möpp- urnar, sem hann tók upp eina af annarri og lagði þær í leðurskjalatöskuna. Síminn enn. „Já, Colette. Hún var sýknuð.“ „Ertu ekki ánægður, Gilles?" Hann gleymdi þvi, að hann var að tala í síma og kinkaði kolli. „Halló! . . . Hversvegna segirðu ekkert? . . . Ef þú vissir bara hve ég sakna þín!“ „Kom inn!“ Það var Plantel. Gilles hélt enn á símatólinu. „Góða nótt, Colette . . . Einhvern daginn, já. . .“ Hann tók eftir veiku brosi á vörum Plantels og yppti öxlum. Síðan tók hann upp skjalatösk- una og sagði: „Við skulum þá koma.“ Vegfarendur voru æstari en þeir áttu vanda til, og horfðu eftir bílnum forvitnum augum. Þeir staðnæmdust hjá Hervineau og héldu inn, ekki gegnum skrifstofuna, heldur gegnum einkainn- gang. Lögfræðinguinn var þarna í rökkurskímunni. Einnig Penoux-Rataud og Babin. „Helltu portvíninu í glösin, Joseph, svo máttu fara.“ Gilles tók eftir því, að eldur logaði á arninum, þótt heitt væri úti. Þetta minnti hann á fyrstu heimsókn hans þangað. „Ég þakka ykkur fyrir að koma, herrar min- ir,“ sagði Giles og lagði frá sér skjalatöskuna. „Ég held hr. Mauvoisin, að við höfum uppfyllt þær kröfur .. .“ En Gilles leit á lögfræðinginn svo harðneskju- lega, að sá síðarnefndi hætti í miðri setningu. Siðan opnaði Gilles skjalatöskuna og tók fram möppurnar. „Þetta er mappan yðar, Plantel, er það ekki? Þetta er yðar, Babin . .. Hervineau . . . og loks . ..“ Hann vissi mætavel hversvegna kveikt hafði verið í arninum. Gilles lét sér hvergi bregða, tók upp þessi verðmætu skjöl, eitt af öðru, og lét þau falla í logana, sem læstu sig um þau á svip- stundu. Síðan gekk Hervineu að litla borðinu, þar sem stóðu fimm portvínsglös. „Ég væhti þess, að þér gerið okkur þann heið- ur að ... En Gilles sýndi þegar á sér fararsnið, tók upp skjalatöskuna og hélt til dyra. „Góða nótt, herrar mínir.“ Þegar hann kom aftur heim i Quai des Ursu- lines, brá hinum við þögnina, sem ríkti í húsinu. Setustofan var auð. Hann opnaði eldhúsdyrnar. „Frúin er farin í rúmið,“ sagði Marthe. Hann gretbi sig og hélt inn í svefnherbergið, þar sem aðeins sást dauf skima frá einum lamp- anum. Alice lá uppi í rúminu, alklædd. Augu hennar voru grátbólgin. Hann stóð kyrr og horfði undrandi á hana. 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.